Hlakkar til að fara í bíó og fá sér popp Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2015 07:00 Lilja bíður spennt eftir að sjá myndina á hvíta tjaldinu og hlakkar að sjálfsögðu mikið til. Vísir/AntonBrink Þetta kom nú eiginlega svolítið flatt upp á mig. Ég er alveg ofsalega glöð því mig hefur alltaf dreymt um að skrifa fyrir sjónvarp eða bíó og hef í nokkur ár verið að koma mér inn í handritaskrif og það er ekkert auðsótt að fara þá leið,“ segir rithöfundurinn Lilja Sigurðardóttir en kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson og fyrirtæki hans, Palomar Pictures tryggði sér á dögunum kvikmyndaréttinn á bókinni Gildran. „Það er auðvitað alveg brilljant að skrifa söguna og einhver annar kemur henni á hvíta tjaldið,“ segir Lilja glöð í bragði en þetta er hennar fyrsta bók sem fest verður á filmu. Fyrir Gildruna hafði hún gefið út glæpasögurnar Spor og Fyrirgefningu og skrifað leikritið Stóru börnin sem hlaut Grímuverðlaun sem leikrit ársins árið 2014. Gildran er einnig glæpasaga en Lilja segir þó kveða við nýjan tón í henni og að ekki sé um að ræða hina hefðbundnu glæpasögu. Er þetta fyrsta bókin af þremur sem hún hyggur á að skrifa um persónurnar. „Hún fjallar um Sonju sem leiðist inn í eiturlyfjasmygl og svo er þarna gamall tollvörður sem er um það bil að fara á eftirlaun. Honum fer að finnast hún grunsamleg og þetta verður svona „köttur og mús“ leikur. Svo blandast inn í þetta sonur hennar og Agla sem vinnur í banka og Sonja á í ástarsambandi við.“ Samkvæmt Forlaginu sem gefur bókina út voru það fimm aðlilar, innlendir og erlendir, sem börðust um réttinn á bókinni. „Ég hef fylgst með Sigurjóni í gegnum tíðina og hann er alltaf að vinna í ótrúlega spennandi verkefnum þannig að ég er óskaplega ánægð með að hann hafi tryggt sér réttinn.“ Sigurjón og fyrirtæki hans hafa framleitt fjölda kvikmynda eftir skáldsögum, sem dæmi má nefna Wild at Heart eftir Barry Gifford sem leikstýrt var af David Lynch og hlaut Gullpálmann í Cannes árið 1990 og kvikmynd eftir bók Jonas Jonasson, Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf, og nú standa yfir tökur á bók Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig og því auðséð að bók Lilju er í góðum höndum. Framleiðsla á kvikmyndum getur tekið talsverðan tíma og nokkur ár liðið frá því að réttindin að bók eru keypt þar til mynd fer í tökur. „Ég geri mér grein fyrir að það tekur langan tíma að gera bíómyndir þannig að ég mun gera mitt besta til þess að sýna þolinmæði þó ég sé svaka spennt fyrir því að fara að kaupa poppið og setjast í bíóstólinn,“ segir Lilja og hlær.Sigurjón Sighvatsson.Vísir/VilhelmLas bókina um borð í flugvél„Ég rakst á þessa bók á borði útgefandans þar sem hún bara lá fyrir framan mig. Ég las á kápuna, leist vel á og náði að taka með mér eintak í flugið,“ segir Sigurjón. Eftir að hafa áskotnast þetta eintak af bókinni las hann hana í flugvélinni og var hrifinn. Svo hrifinn að hann ákvað að tryggja sér kvikmyndaréttinn. Hann segir bókina frumlega og persónusköpunina sterka, það hafi ekki síst verið það sem kveikti áhuga hans sem kvikmyndagerðarmanns. „Hún er bæði skemmtilega skrifuð og ef þú ert í leit af kvikmyndaefni þá þarf sterkan söguþráð. Það sem skilur oft að góðar myndir og slæmar, persónurnar og persónusköpunin, fannst mér mjög vel unnið í þessari bók,“ segir Sigurjón og bætir stuttu síðar við: „Enda lánaði ég tveimur öðrum bókina í Los Angeles og það var eins með þá, þeir gátu ekki hætt að lesa fyrr en bókin var búin.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
Þetta kom nú eiginlega svolítið flatt upp á mig. Ég er alveg ofsalega glöð því mig hefur alltaf dreymt um að skrifa fyrir sjónvarp eða bíó og hef í nokkur ár verið að koma mér inn í handritaskrif og það er ekkert auðsótt að fara þá leið,“ segir rithöfundurinn Lilja Sigurðardóttir en kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson og fyrirtæki hans, Palomar Pictures tryggði sér á dögunum kvikmyndaréttinn á bókinni Gildran. „Það er auðvitað alveg brilljant að skrifa söguna og einhver annar kemur henni á hvíta tjaldið,“ segir Lilja glöð í bragði en þetta er hennar fyrsta bók sem fest verður á filmu. Fyrir Gildruna hafði hún gefið út glæpasögurnar Spor og Fyrirgefningu og skrifað leikritið Stóru börnin sem hlaut Grímuverðlaun sem leikrit ársins árið 2014. Gildran er einnig glæpasaga en Lilja segir þó kveða við nýjan tón í henni og að ekki sé um að ræða hina hefðbundnu glæpasögu. Er þetta fyrsta bókin af þremur sem hún hyggur á að skrifa um persónurnar. „Hún fjallar um Sonju sem leiðist inn í eiturlyfjasmygl og svo er þarna gamall tollvörður sem er um það bil að fara á eftirlaun. Honum fer að finnast hún grunsamleg og þetta verður svona „köttur og mús“ leikur. Svo blandast inn í þetta sonur hennar og Agla sem vinnur í banka og Sonja á í ástarsambandi við.“ Samkvæmt Forlaginu sem gefur bókina út voru það fimm aðlilar, innlendir og erlendir, sem börðust um réttinn á bókinni. „Ég hef fylgst með Sigurjóni í gegnum tíðina og hann er alltaf að vinna í ótrúlega spennandi verkefnum þannig að ég er óskaplega ánægð með að hann hafi tryggt sér réttinn.“ Sigurjón og fyrirtæki hans hafa framleitt fjölda kvikmynda eftir skáldsögum, sem dæmi má nefna Wild at Heart eftir Barry Gifford sem leikstýrt var af David Lynch og hlaut Gullpálmann í Cannes árið 1990 og kvikmynd eftir bók Jonas Jonasson, Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf, og nú standa yfir tökur á bók Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig og því auðséð að bók Lilju er í góðum höndum. Framleiðsla á kvikmyndum getur tekið talsverðan tíma og nokkur ár liðið frá því að réttindin að bók eru keypt þar til mynd fer í tökur. „Ég geri mér grein fyrir að það tekur langan tíma að gera bíómyndir þannig að ég mun gera mitt besta til þess að sýna þolinmæði þó ég sé svaka spennt fyrir því að fara að kaupa poppið og setjast í bíóstólinn,“ segir Lilja og hlær.Sigurjón Sighvatsson.Vísir/VilhelmLas bókina um borð í flugvél„Ég rakst á þessa bók á borði útgefandans þar sem hún bara lá fyrir framan mig. Ég las á kápuna, leist vel á og náði að taka með mér eintak í flugið,“ segir Sigurjón. Eftir að hafa áskotnast þetta eintak af bókinni las hann hana í flugvélinni og var hrifinn. Svo hrifinn að hann ákvað að tryggja sér kvikmyndaréttinn. Hann segir bókina frumlega og persónusköpunina sterka, það hafi ekki síst verið það sem kveikti áhuga hans sem kvikmyndagerðarmanns. „Hún er bæði skemmtilega skrifuð og ef þú ert í leit af kvikmyndaefni þá þarf sterkan söguþráð. Það sem skilur oft að góðar myndir og slæmar, persónurnar og persónusköpunin, fannst mér mjög vel unnið í þessari bók,“ segir Sigurjón og bætir stuttu síðar við: „Enda lánaði ég tveimur öðrum bókina í Los Angeles og það var eins með þá, þeir gátu ekki hætt að lesa fyrr en bókin var búin.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira