Þorvaldur Lúðvík: „Málinu verður áfrýjað“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2015 15:12 Þorvaldur Lúðvík var eini sakborningurinn sem var viðstaddur dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Anton Brink Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi í Stím-málinu í dag, segir að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Auk hans fékk Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, fimm ára dóm og Jóhannes Baldursson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Glitni, hlaut tveggja ára dóm. Þorvaldur Lúðvík var eini sakborningurinn sem var viðstaddur dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hans dómur var lesinn síðastur og var öllum sem staddir voru í salnum ljóst að honum var brugðið við dóminn. Hann gaf ekki kost á viðtali eftir dómsuppsögu en hefur nú tjáð sig á Facebook. Stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, þar sem Þorvaldur gegndi stöðu framkvæmdastjóra, hefur þegar lýst yfir stuðningi við Þorvald Lúðvík í kjölfar dómsins en hann telur sjálfur að niðurstaðan sé ekki í samræmi við málavexti og gögn málsins. „Ég er saklaus af því sem mér hefur verið gefið að sök og hef í hvívetna fylgt lögum og mun gera eftirleiðis,“ segir Þorvaldur Lúðvík. „Málinu verður áfrýjað af minni hálfu.“ Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, segir í samtali við fréttastofu að engin ákvörðun hafi verið tekin um áfrýjun. Fastlega má þó búast við því að Lárus og Jóhannes áfrýi dómum sínum til Hæstaréttar sé litið til fyrri dóma sem fallið hafa í héraði í hrunmálum. Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi í Stím-málinu í dag, segir að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Auk hans fékk Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, fimm ára dóm og Jóhannes Baldursson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Glitni, hlaut tveggja ára dóm. Þorvaldur Lúðvík var eini sakborningurinn sem var viðstaddur dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hans dómur var lesinn síðastur og var öllum sem staddir voru í salnum ljóst að honum var brugðið við dóminn. Hann gaf ekki kost á viðtali eftir dómsuppsögu en hefur nú tjáð sig á Facebook. Stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, þar sem Þorvaldur gegndi stöðu framkvæmdastjóra, hefur þegar lýst yfir stuðningi við Þorvald Lúðvík í kjölfar dómsins en hann telur sjálfur að niðurstaðan sé ekki í samræmi við málavexti og gögn málsins. „Ég er saklaus af því sem mér hefur verið gefið að sök og hef í hvívetna fylgt lögum og mun gera eftirleiðis,“ segir Þorvaldur Lúðvík. „Málinu verður áfrýjað af minni hálfu.“ Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, segir í samtali við fréttastofu að engin ákvörðun hafi verið tekin um áfrýjun. Fastlega má þó búast við því að Lárus og Jóhannes áfrýi dómum sínum til Hæstaréttar sé litið til fyrri dóma sem fallið hafa í héraði í hrunmálum.
Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00
Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20