Bessastaðabragur Sigurjón M. Egilsson skrifar 2. janúar 2015 06:15 Ísland best í heimi, eða því sem næst, var innihald nýársávarps Ólaf Ragnar Grímssonar forseta Íslands. Hann sló á gamlar en margnotaðar nótur í ávarpi sínu. Sagði okkur að bera okkur vel, ýmsir nafngreindir útlendingar hefðu komist að einu og öðru hreint ágætu um okkur Íslendinga. Og þess eigum við að njóta. Gera sem minnst úr gagnrýni. „Þjóð getur aldrei þrifist á gagnrýninni einni saman, þótt læra þurfi af mistökum. Hún verður einnig að halda til haga hinum góðu verkum, heiðra það sem vel var gert, vita hve oft henni hefur tekist að ná og halda til jafns við aðra; hvaða verk skipa henni í fremstu röð,“ sagði forseti Íslands. Þetta er gamalkunnugt stef. Stef sem hluti þjóðarinnar kann vel og hljómar undur vel í eyrum sumra, en kann að hljóma sem örgustu öfugmæli í eyrum annarra. Ekki síst vegna þess að hér býr fólk með afar ólíka stöðu, afkomu og öryggi. Aftur til ávarps forsetans: „Stundum þurfum við áminningar að utan til að sjá stöðu okkar í samhengi við aðra,“ sagði hann. Þetta er mikið rétt hjá forseta. Við höfum þurft áminningar utan frá til að sjá stöðu okkar. Gott er að muna slakan árangur menntakerfisins, þar sem við erum langtum síðri en flest nágrannalönd okkar, við ein nálægra þjóða þurfum að styðjast við verðtryggingu með hennar göllum, við búum við hærra matarverð en margar aðrar þjóðir, verri námslán en boðin eru annars staðar. Forsetinn talaði vissulega um fátækt. „Nú þegar vöxtur er í flestum greinum, glíman við hrunið að mestu að baki, ættum við að sameinast um það sjálfsagða markmið að enginn Íslendingur þurfi að búa við fátækt, að öllum séu tryggð mannsæmandi lífskjör; uppfylla loksins kröfuna sem alþýðuhreyfingar settu á oddinn.“ Þetta eru óbreytt orð forseta Íslands frá því gær, 1. janúar, nýársdag. Daginn áður, 31. desember, sat hann ríkisráðsfund með ríkisstjórn Íslands. Það er vonandi að hann hafi sagt þetta líka á þeim fundi. Sama dag og forseti Íslands lét þessi orð falla í ávarpi til þjóðarinnar, kom vilji ríkisstjórnarinnar til framkvæmda, það er að stytta rétt atvinnulausra til bóta um hálft ár og hefur réttur þessa fólks ekki verið eins skammur í langan, langan tíma. Því fólki er vísað til sveitarfélaga eða á guð og gaddinn. Ekki er mikið gerandi með orð um annað og betra en þær staðreyndir sem blasa við okkur. Samt má ekki gera lítið úr fögrum orðum útlendinga um Ísland og Íslendinga, þau endurspegla fráleitt allt samfélagið. Forsetinn talaði ekki um biðlistana, ekki að margt af okkar hæfasta fólki flýr land, ekki um nýtilkomin aldursmörk til náms, ekki um meiri aðsókn til hjálparsamtaka, ekki um ömurlega umgengni um landið okkar í langan tíma og áfram og áfram er hægt að telja. Það var nánast raunalegt að hlusta á forseta Íslands í gær og eflaust hverri manneskju hollt að gera sem minnst með það sem hann sagði. Bessastaðablús gærdagsins var falskur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Sjá meira
Ísland best í heimi, eða því sem næst, var innihald nýársávarps Ólaf Ragnar Grímssonar forseta Íslands. Hann sló á gamlar en margnotaðar nótur í ávarpi sínu. Sagði okkur að bera okkur vel, ýmsir nafngreindir útlendingar hefðu komist að einu og öðru hreint ágætu um okkur Íslendinga. Og þess eigum við að njóta. Gera sem minnst úr gagnrýni. „Þjóð getur aldrei þrifist á gagnrýninni einni saman, þótt læra þurfi af mistökum. Hún verður einnig að halda til haga hinum góðu verkum, heiðra það sem vel var gert, vita hve oft henni hefur tekist að ná og halda til jafns við aðra; hvaða verk skipa henni í fremstu röð,“ sagði forseti Íslands. Þetta er gamalkunnugt stef. Stef sem hluti þjóðarinnar kann vel og hljómar undur vel í eyrum sumra, en kann að hljóma sem örgustu öfugmæli í eyrum annarra. Ekki síst vegna þess að hér býr fólk með afar ólíka stöðu, afkomu og öryggi. Aftur til ávarps forsetans: „Stundum þurfum við áminningar að utan til að sjá stöðu okkar í samhengi við aðra,“ sagði hann. Þetta er mikið rétt hjá forseta. Við höfum þurft áminningar utan frá til að sjá stöðu okkar. Gott er að muna slakan árangur menntakerfisins, þar sem við erum langtum síðri en flest nágrannalönd okkar, við ein nálægra þjóða þurfum að styðjast við verðtryggingu með hennar göllum, við búum við hærra matarverð en margar aðrar þjóðir, verri námslán en boðin eru annars staðar. Forsetinn talaði vissulega um fátækt. „Nú þegar vöxtur er í flestum greinum, glíman við hrunið að mestu að baki, ættum við að sameinast um það sjálfsagða markmið að enginn Íslendingur þurfi að búa við fátækt, að öllum séu tryggð mannsæmandi lífskjör; uppfylla loksins kröfuna sem alþýðuhreyfingar settu á oddinn.“ Þetta eru óbreytt orð forseta Íslands frá því gær, 1. janúar, nýársdag. Daginn áður, 31. desember, sat hann ríkisráðsfund með ríkisstjórn Íslands. Það er vonandi að hann hafi sagt þetta líka á þeim fundi. Sama dag og forseti Íslands lét þessi orð falla í ávarpi til þjóðarinnar, kom vilji ríkisstjórnarinnar til framkvæmda, það er að stytta rétt atvinnulausra til bóta um hálft ár og hefur réttur þessa fólks ekki verið eins skammur í langan, langan tíma. Því fólki er vísað til sveitarfélaga eða á guð og gaddinn. Ekki er mikið gerandi með orð um annað og betra en þær staðreyndir sem blasa við okkur. Samt má ekki gera lítið úr fögrum orðum útlendinga um Ísland og Íslendinga, þau endurspegla fráleitt allt samfélagið. Forsetinn talaði ekki um biðlistana, ekki að margt af okkar hæfasta fólki flýr land, ekki um nýtilkomin aldursmörk til náms, ekki um meiri aðsókn til hjálparsamtaka, ekki um ömurlega umgengni um landið okkar í langan tíma og áfram og áfram er hægt að telja. Það var nánast raunalegt að hlusta á forseta Íslands í gær og eflaust hverri manneskju hollt að gera sem minnst með það sem hann sagði. Bessastaðablús gærdagsins var falskur.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun