Íslenskt sveitasnakk í framleiðslu fljótlega Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. janúar 2015 08:30 Svavar Pétur Eysteinsson ætlar að reyna að vera búinn að framleiða smá Sveitasnakk svo fólk geti sett slíkt í skál þegar Eurovision er sýnt í sjónvarpinu. Vísir/GVA „Hér er unnið frá átta á morgnana til átta á kvöldin, snakkverksmiðjan getur verið tilbúin eftir mánuð. Í kjölfarið getum við farið að framleiða snakkið, ef það verða einhverjar rófur á markaðnum þá,“ segir tónlistarmaðurinn, bóndinn og bulsugerðarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson. Svavar og eiginkona hans, Berglind Häsler, stefna á að hefja framleiðslu á íslensku sveitasnakki úr gulrófum þegar verksmiðjan þeirra er tilbúin en þau eru að breyta gömlu fjósi í verksmiðju og eldhús til framleiðslunnar. Yfirleitt er lítið um rófur undir lok vetrar en þau ætla að byrja strax í haust að framleiða snakkið úr eigin rófuuppskeru. „Markmiðið er að vera með framleiðslu þar sem við ræktum, framleiðum og pökkum á sama staðnum. Við ætlum að vinna með hráefni sem eru fengin úr jörðinni hér. Svo þegar fram í sækir getum við notað eldhúsið og verksmiðjuna undir hvað sem er, ef við viljum fara að framleiða annað.“ Fjósinu er nú umbreitt í snakkverksmiðju.mynd/svavar péturTalsverður tími fór í að þróa snakkið. „Þetta er þrælgott snakk verð ég að segja. Við kryddum það meðal annars með chili og hvítlauk.“ Það er kostnaðarsamt að fara í svona framkvæmdir en Svavar Pétur og Berglind reyna að fjármagna framkvæmdirnar og þróunarvinnuna meðal annars með nýsköpunarstyrkjum, enda um nýsköpun að ræða. Hann segir fjölbreytni nauðsynlega í íslenskan landbúnað. „Við lítum svo á að það séu fjölmörg tækifæri í íslenskum landbúnaði og þetta er okkar framlag,“ útskýrir Svavar Pétur.Svavar og Berglind fluttu ásamt börnum á bæinn Karlsstaði í Berufirði síðastliðið vor. „Við erum einnig að leggja lokahönd á gistiheimili hérna. Þetta er hús á lóðinni, gamall bær sem við höfum verið að vinna í að endurgera. Þetta verður gistiheimili á sumrin og listamannavinnustofur yfir vetrartímann.“ Svavar Pétur er líklega best þekktur fyrir að vera forsprakki hljómsveitarinnar Prins Póló, sem átti bestu plötu síðasta árs að mati tónlistarsérfræðinga Fréttablaðsins. Hann hefur einnig í hyggju að byggja hljóðver í Berufirði og er farinn að huga að nýrri tónlist. Markmið þeirra hjóna er að byggja upp eitt allsherjar menningarmusteri í Berufirði. Eurovision Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
„Hér er unnið frá átta á morgnana til átta á kvöldin, snakkverksmiðjan getur verið tilbúin eftir mánuð. Í kjölfarið getum við farið að framleiða snakkið, ef það verða einhverjar rófur á markaðnum þá,“ segir tónlistarmaðurinn, bóndinn og bulsugerðarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson. Svavar og eiginkona hans, Berglind Häsler, stefna á að hefja framleiðslu á íslensku sveitasnakki úr gulrófum þegar verksmiðjan þeirra er tilbúin en þau eru að breyta gömlu fjósi í verksmiðju og eldhús til framleiðslunnar. Yfirleitt er lítið um rófur undir lok vetrar en þau ætla að byrja strax í haust að framleiða snakkið úr eigin rófuuppskeru. „Markmiðið er að vera með framleiðslu þar sem við ræktum, framleiðum og pökkum á sama staðnum. Við ætlum að vinna með hráefni sem eru fengin úr jörðinni hér. Svo þegar fram í sækir getum við notað eldhúsið og verksmiðjuna undir hvað sem er, ef við viljum fara að framleiða annað.“ Fjósinu er nú umbreitt í snakkverksmiðju.mynd/svavar péturTalsverður tími fór í að þróa snakkið. „Þetta er þrælgott snakk verð ég að segja. Við kryddum það meðal annars með chili og hvítlauk.“ Það er kostnaðarsamt að fara í svona framkvæmdir en Svavar Pétur og Berglind reyna að fjármagna framkvæmdirnar og þróunarvinnuna meðal annars með nýsköpunarstyrkjum, enda um nýsköpun að ræða. Hann segir fjölbreytni nauðsynlega í íslenskan landbúnað. „Við lítum svo á að það séu fjölmörg tækifæri í íslenskum landbúnaði og þetta er okkar framlag,“ útskýrir Svavar Pétur.Svavar og Berglind fluttu ásamt börnum á bæinn Karlsstaði í Berufirði síðastliðið vor. „Við erum einnig að leggja lokahönd á gistiheimili hérna. Þetta er hús á lóðinni, gamall bær sem við höfum verið að vinna í að endurgera. Þetta verður gistiheimili á sumrin og listamannavinnustofur yfir vetrartímann.“ Svavar Pétur er líklega best þekktur fyrir að vera forsprakki hljómsveitarinnar Prins Póló, sem átti bestu plötu síðasta árs að mati tónlistarsérfræðinga Fréttablaðsins. Hann hefur einnig í hyggju að byggja hljóðver í Berufirði og er farinn að huga að nýrri tónlist. Markmið þeirra hjóna er að byggja upp eitt allsherjar menningarmusteri í Berufirði.
Eurovision Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira