Vampírubörn úti um allt hús Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2015 12:00 Freyja, Fía, Þórdís og Tristan tóku forskot á sæluna og hjálpuðu Kristínu að undirbúa Drakúlasmiðjuna. vísir/valli Í dag er heimsdagur barna haldinn í ellefta skipti á Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Á heimsdegi barna gefst börnum og fylgdarmönnum þeirra tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum og spennandi listsmiðjum. Ein af þeim smiðjum sem verða í boði er Drakúlasmiðja í Gerðubergi undir stjórn Kristínar Þóru Guðbjartsdóttur. „Smiðjan gengur út á að börnin gera búninga úr efnum sem auðvelt er að finna til heima. Við notum svarta plastpoka, kreppappír og gjafaborða til að búa til skikkjuna. Svo gera þau vígtennur úr pappír og að lokum leðurblöku sem þau setja á grillpinna. Þau gera þetta alveg sjálf. Ég afhendi þeim bara efnið og leiðbeini.“ Kristín var síðast með Drakúlasmiðju fyrir fjórum árum og var hún mjög vinsæl. „Það var handagangur í öskjunni, ansi líflegt og fjörugt. Það voru litlar vampírur á sveimi um alla ganga enda gerðum við 150 til 200 búninga á þremur tímum.“ Kristín segist sjálf vera norn og hafa mikinn áhuga á því sem er dökkt, dularfullt og ógnvekjandi. Hún segir mörg börn deila áhuga hennar. „Þau dýrka þetta. Þegar maður er að mála þau í framan og setja blóð verða þau svaka spennt. Þegar ég var að mála þau fyrir myndatökuna núna bað eitt barnið um bitför á hálsinn,“ segir hún hlæjandi. Í ár verður sú breyting á heimsdegi barna að auk listsmiðja í Gerðubergi verður dagskráin í boði á fleiri starfsstöðum Borgarbókasafnsins; í Spönginni, Kringlunni og Sólheimum. Hægt er að sjá dagskrána á vef Borgarbókasafnsins. Vetrarhátíð Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
Í dag er heimsdagur barna haldinn í ellefta skipti á Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Á heimsdegi barna gefst börnum og fylgdarmönnum þeirra tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum og spennandi listsmiðjum. Ein af þeim smiðjum sem verða í boði er Drakúlasmiðja í Gerðubergi undir stjórn Kristínar Þóru Guðbjartsdóttur. „Smiðjan gengur út á að börnin gera búninga úr efnum sem auðvelt er að finna til heima. Við notum svarta plastpoka, kreppappír og gjafaborða til að búa til skikkjuna. Svo gera þau vígtennur úr pappír og að lokum leðurblöku sem þau setja á grillpinna. Þau gera þetta alveg sjálf. Ég afhendi þeim bara efnið og leiðbeini.“ Kristín var síðast með Drakúlasmiðju fyrir fjórum árum og var hún mjög vinsæl. „Það var handagangur í öskjunni, ansi líflegt og fjörugt. Það voru litlar vampírur á sveimi um alla ganga enda gerðum við 150 til 200 búninga á þremur tímum.“ Kristín segist sjálf vera norn og hafa mikinn áhuga á því sem er dökkt, dularfullt og ógnvekjandi. Hún segir mörg börn deila áhuga hennar. „Þau dýrka þetta. Þegar maður er að mála þau í framan og setja blóð verða þau svaka spennt. Þegar ég var að mála þau fyrir myndatökuna núna bað eitt barnið um bitför á hálsinn,“ segir hún hlæjandi. Í ár verður sú breyting á heimsdegi barna að auk listsmiðja í Gerðubergi verður dagskráin í boði á fleiri starfsstöðum Borgarbókasafnsins; í Spönginni, Kringlunni og Sólheimum. Hægt er að sjá dagskrána á vef Borgarbókasafnsins.
Vetrarhátíð Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira