
Einn seðlabankastjóri, en fjölskipuð bankastjórn
Fjölskipuð bankastjórn
Í Seðlabanka Íslands er ekki fjölskipuð bankastjórn, ólíkt því sem gerist í seðlabönkum annars staðar á Norðurlöndunum og nær alls staðar í heiminum. Þetta þýðir að seðlabankastjóri getur einn tekið meiriháttar ákvarðanir í rekstri bankans og þarf ekki að sækja sér stuðning í bankastjórn. Ástæðan fyrir því að seðlabankar heims hafa fjölskipaða bankastjórn, einnig þar sem er til staðar fjölskipuð peningastefnunefnd, lýtur meðal annars að sjálfstæði seðlabanka gagnvart kjörnum fulltrúum þjóðarinnar. Það þykir ekki ráðlegt að setja einráðan embættismann yfir svo mikilvæga stofnun, heldur einhvers konar ráð eða stjórn.
Í umræðunni á Íslandi hefur verið nefnt að Seðlabanka Evrópu nægi einn bankastjóri, sama máli gegni um Seðlabanka Bandaríkjanna, Noregs og Svíþjóðar, og svo framvegis. Þetta er rangt. Í þessum löndum eru fjölskipaðar bankastjórnir þar sem meiri háttar ákvarðanir eru teknar. Aðalseðlabankastjórinn er þar fremstur meðal jafningja, leiðir starf bankans og er talsmaður hans, en er ekki einráður. Í gildandi lögum um Seðlabanka Íslands er einn aðstoðarseðlabankastjóri, sem er undirmaður seðlabankastjórans, sem ákveður starfsvettvang aðstoðarseðlabankastjóra og umboð hans. Slíkt fyrirkomulag tíðkast hvergi annars staðar.
Í tillögum okkar er talað um einn seðlabankastjóra og með honum starfi bankastjóri peningamála og bankastjóri fjármálastöðugleika. Seðlabankastjóri leiðir starf bankans, er talsmaður hans og kemur fram fyrir hönd bankastjórnar. Við leggjum til að í alþjóðlegum samskiptum séu notuð ensku heitin Governor, Deputy Governor for Monetary Policy og Deputy Governor for Financial Stability, sbr. skipulag Englandsbanka.
Seðlabankinn hefur óskað eftir því að aðstoðarseðlabankastjórar (eða varaseðlabankastjórar) verði tveir í framtíðinni. Tillögur okkar snúast því fyrst og fremst um að auka völd aðstoðar- eða varaseðlabankastjóra (orð sem fara illa í íslensku máli) og láta bankastjórana mynda bankastjórn, að erlendri fyrirmynd. Nánar tiltekið leggjum við til útgáfu af danska kerfinu, en undirstrikum forystuhlutverk formanns bankastjórnar – seðlabankastjóra. Við leggjum ekki til að aðalseðlabankastjórar verði þrír.
Við mælum með því í skilabréfi okkar að núverandi seðlabankastjóri sitji út skipunartíma sinn, verði formaður bankastjórnar og seðlabankastjóri landsins.
Ráðningarferlið
Við leggjum til að ráðningarferli bankastjóra verði strangara en nú er. Enn sem fyrr skal auglýsa embætti bankastjóra og skipa valnefnd til að meta hæfni umsækjanda. Við gerum þá breytingu á ferlinu að ráðherra sé skylt að velja hæfasta umsækjandann. Ef ráðherra velur umsækjanda sem valnefndin telur ekki mjög vel hæfan, er málinu vísað til umsagnar og ákvörðunar Alþingis.
Réttur umsækjanda til að óska nafnleyndar
Réttur einstakra umsækjenda um opinber störf til að óska nafnleyndar er breytilegur eftir löndum. Nafnleynd er leyfð í Danmörku en ekki í Noregi. Við leggjum aðeins til að einstakir aðilar geti sótt um nafnleynd. Nafnleynd hvílir ekki sjálfkrafa yfir öllu ferlinu. Ef ráðherra velur umsækjanda, sem óskað hefur nafnleyndar, verður ráðherra að birta skýrslu dómnefndar um umsækjandann. Ef sá er ekki talinn mjög vel hæfur, fer málið til Alþingis og nafnleynd er létt af öllum umsækjendum. Við nafnleynd eru kostir og gallar. Kostirnir lúta að því að hvetja mjög hæfa einstaklinga sem eru í viðkvæmri stöðu til að sækja um embætti bankastjóra. Slíkir einstaklingar kunna að hika við að sækja um ef þeir geta ekki óskað nafnleyndar. Við höfum í huga til dæmis sérfræðinga innan Seðlabankans sem sækja á móti yfirmönnum sínum eða Íslendinga sem starfa hjá erlendum fjármálastofnunum. Tilgangur okkar með nafnleynd er því að fjölga hæfum umsækjendum.
Lokaorð
Í umræðunni um tillögur okkar verður mönnum tíðrætt um pólitíska spillingu á Íslandi og telja að í slíku umhverfi sé heppilegast að í Seðlabanka Íslands sé bankastjórn með einum valdamiklum bankastjóra, ólíkt því sem gerist til dæmis á Norðurlöndunum. Við teljum kerfi með einum bankastjóra vera óskynsamlegt bæði af pólitískum og hagfræðilegum ástæðum. Margir segja að núverandi kerfi, sem varð til á nokkrum vikum í febrúar 2009, hafi reynst vel. Árangurinn stafar einkum af því að sitjandi seðlabankastjóri, sem er mjög fær og reyndur á sínu sviði, hefur ekki gernýtt þau völd sem gildandi lög gefa honum. En hann á formlega aðeins rúm fjögur ár eftir í starfi og hefur haft við orð í fjölmiðlum að hann íhugi að hverfa fljótlega til starfa erlendis. Þegar skipulag seðlabanka er ákveðið, þarf að horfa langt fram á veginn, fram hjá sitjandi seðlabankastjóra og ríkisstjórn.
Skoðun

Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám!
Davíð Bergmann skrifar

Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi
Sævar Helgi Lárusson skrifar

Hvað er að frétta af humrinum?
Jónas Páll Jónasson skrifar

Þeir greiða sem njóta, eða hvað?
Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar

Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri
Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar

Sigrar og raunir íslenska hestsins
Elín Íris Fanndal skrifar

Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina
Heimir Már Pétursson skrifar

Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin
Kjartan Ágústsson skrifar

Hittumst á rauðum sokkum 1. maí
Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Mikilvægi orkuspáa
Ingvar Júlíus Baldursson skrifar

Þegar innflutningurinn ræður ríkjum
Anton Guðmundsson skrifar

Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann?
Steinar Björgvinsson skrifar

Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts
Benedikt S. Benediktsson skrifar

Konur og menntun
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki
Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar

Hanna Katrín og Co, koma til bjargar
Björn Ólafsson skrifar

Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu
Jóhann Helgi Stefánsson skrifar

Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg…
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg…
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er útlegð á innleið?
Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar

Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju
Þorkell J. Steindal skrifar

Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Skólarnir lokaðir - myglan vinnur
Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar

Flokkur fólksins eða flokkun fólksins?
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi?
Sævar Þór Jónsson skrifar

Horfumst í augu
Kristín Thoroddsen skrifar

Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar
Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar