Óskarsverðlaunin komu talsvert á óvart Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2015 14:00 Laura Poitras er stödd hér á landi í tengslum við sýningu á myndinni Citizenfour. Mynd/IngiR.Ingason „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað en mig hefur lengi langað til þess að koma. Það er frábært að sýna myndina hér og ég veit að það er mikill stuðningur við Ed hér á Íslandi, svo það er frábært,“ segir Laura Poitras, leikstjóri heimildarmyndarinnar Citizenfour sem fjallar um Edward Snowden og opinberun gagna Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA) árið 2013. Hún er stödd hér vegna frumsýningar myndarinnar hér á landi á kvikmyndahátíðinni Shorts & Docs. Citizenfour hlaut Óskarsverðlaun sem besta heimildarmyndin í febrúar og segir Poitras verðlaunin hafa komið sér talsvert á óvart. „Það kom mjög á óvart, þegar við vorum í Hong Kong voru það ekki verðlaunin sem við höfðum áhyggjur af, það voru meira aðkallandi hlutir,“ segir hún alvarleg en stærstur hluti myndarinnar gerist í borginni og fylgir hún Snowden eftir frá því fyrstu gögnin voru birt. Snowden er sem stendur með pólitískt hæli í Rússlandi og segir Poitras þau halda sambandi. Poitras hefur alltaf verið meðvituð um það að nota samskiptatækni og internetið á ábyrgan hátt, en hún hafi aukið við meðvitund sína og varúðarráðstafanir eftir að hafa komist í samband við Snowden. Einnig var hún verið sett á sérstakan eftirlitslista í kjölfar útgáfu myndarinnar sem hafi meðal annars gert ferðalög erfið. Þrátt fyrir það sem flestir gætu haldið var það að gerast kvikmyndagerðarkona og leikstjóri sem tekur gríðarlegar áhættur við það að færa almenum borgurum sannleikann ekki það sem Pointras stefndi alltaf að því hún starfaði á öðrum vettvangi í talsverðan tíma áður en hún lagði kvikmyndagerð fyrir sig.Kristinn Hrafnsson og Laura Poitras munu sitja fyrir svörum eftir sýningu myndarinnar í kvöld.Mynd/IngiR.Ingason„Ég var kokkur í tíu ár og tók námskeið í kvikmyndagerð meðfram og varð virkilega heilluð af því,“ segir hún. „Þegar ég byrjaði að gera myndir gerði ég mjög abstrakt myndir. Ég er feimin og ég sá aldrei fyrir mér að ég myndi fara inn í líf fólks og segja frá því á þennan máta,“ segir hún afslöppuð en næsta verkefni hennar verður sýning í Whitney Museum of American Art og segir hún efnistök sýningarinnar tengd þeim sem fjallað er um í Citizenfour, þó uppsetningin sé á annan máta. Citizenfour er sýnd á kvikmyndahátíðinni Shorts & Docs klukkan átta í kvöld í Bíó Paradís. Eftir sýningu myndarinnar munu Poitras og Kristinn Hrafnsson svara spurningum áhorfenda auk þess sem Pointas mun vera með ókeypis masterclass á vegum kvimyndarhátíðarinnar sem einnig fer fram í Bíó Paradís og hefst klukkan þrjú í dag. Óskarinn Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað en mig hefur lengi langað til þess að koma. Það er frábært að sýna myndina hér og ég veit að það er mikill stuðningur við Ed hér á Íslandi, svo það er frábært,“ segir Laura Poitras, leikstjóri heimildarmyndarinnar Citizenfour sem fjallar um Edward Snowden og opinberun gagna Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA) árið 2013. Hún er stödd hér vegna frumsýningar myndarinnar hér á landi á kvikmyndahátíðinni Shorts & Docs. Citizenfour hlaut Óskarsverðlaun sem besta heimildarmyndin í febrúar og segir Poitras verðlaunin hafa komið sér talsvert á óvart. „Það kom mjög á óvart, þegar við vorum í Hong Kong voru það ekki verðlaunin sem við höfðum áhyggjur af, það voru meira aðkallandi hlutir,“ segir hún alvarleg en stærstur hluti myndarinnar gerist í borginni og fylgir hún Snowden eftir frá því fyrstu gögnin voru birt. Snowden er sem stendur með pólitískt hæli í Rússlandi og segir Poitras þau halda sambandi. Poitras hefur alltaf verið meðvituð um það að nota samskiptatækni og internetið á ábyrgan hátt, en hún hafi aukið við meðvitund sína og varúðarráðstafanir eftir að hafa komist í samband við Snowden. Einnig var hún verið sett á sérstakan eftirlitslista í kjölfar útgáfu myndarinnar sem hafi meðal annars gert ferðalög erfið. Þrátt fyrir það sem flestir gætu haldið var það að gerast kvikmyndagerðarkona og leikstjóri sem tekur gríðarlegar áhættur við það að færa almenum borgurum sannleikann ekki það sem Pointras stefndi alltaf að því hún starfaði á öðrum vettvangi í talsverðan tíma áður en hún lagði kvikmyndagerð fyrir sig.Kristinn Hrafnsson og Laura Poitras munu sitja fyrir svörum eftir sýningu myndarinnar í kvöld.Mynd/IngiR.Ingason„Ég var kokkur í tíu ár og tók námskeið í kvikmyndagerð meðfram og varð virkilega heilluð af því,“ segir hún. „Þegar ég byrjaði að gera myndir gerði ég mjög abstrakt myndir. Ég er feimin og ég sá aldrei fyrir mér að ég myndi fara inn í líf fólks og segja frá því á þennan máta,“ segir hún afslöppuð en næsta verkefni hennar verður sýning í Whitney Museum of American Art og segir hún efnistök sýningarinnar tengd þeim sem fjallað er um í Citizenfour, þó uppsetningin sé á annan máta. Citizenfour er sýnd á kvikmyndahátíðinni Shorts & Docs klukkan átta í kvöld í Bíó Paradís. Eftir sýningu myndarinnar munu Poitras og Kristinn Hrafnsson svara spurningum áhorfenda auk þess sem Pointas mun vera með ókeypis masterclass á vegum kvimyndarhátíðarinnar sem einnig fer fram í Bíó Paradís og hefst klukkan þrjú í dag.
Óskarinn Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira