Á milli þjálfara og leikmanna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2015 07:00 Ólafur Stefánsson kom með góða og jákvæða strauma á æfingu strákanna okkar í Höllinni í gær en hann er kominn í þjálfarateymið sem er mikill happafengur fyrir íslenska landsliðið Vísir/Vilhelm Ólafur Stefánsson mætti á landsliðsæfingu í gær í fyrsta sinn sem þjálfari. Honum var á dögunum bætt inn í þjálfarateymi liðsins og verður með liðinu fram yfir leikina í júní. Fyrsta verkefnið sem hann tekur þátt í er gegn Serbum annað kvöld en það er leikur í undankeppni EM.Varla þjálfari Það var frekar sérstakt að horfa á Ólaf á hliðarlínunni í stað þess að vera í látunum með strákunum sem hann spilaði svo lengi með. „Það er varla að ég sé þjálfari. Ég er svona þriðji maður í teyminu. Ég er að reyna að benda á það sem mætti betur fara en er svona á milli þjálfarateymisins og leikmanna,“ segir Ólafur en hann virtist skemmta sér konunglega á æfingunni. Brosti og hló mikið og virtist koma með ferskan andblæ á æfinguna enda var andrúmsloftið mjög létt og skemmtilegt.Betur sjá augu en auga „Ég er líka að taka púlsinn. Betur sjá augu en auga og það er gott fyrir þjálfarana að fá tvö augu í viðbót.“ Nýi aðstoðarþjálfarinn segir að það verði ekki gerðar neinar róttækar breytingar á leik liðsins á þessum tveimur dögum sem liðið hefur til þess að búa sig undir Serbaleikinn.Ólafur Stefánssyn fylgist með á æfingu. Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason eru í forgrunni.Vísir/Vilhelm„Aron var talsvert frá á HM vegna meiðsla og gott að fá hann aftur inn. Svo er aftur á móti spurning hvort Alexander verði með. Það sem við þurfum er betri hraðaupphlaup. Ekki bara í fyrstu bylgju með Guðjóni Vali heldur í annarri og þriðju bylgju líka. Það er erfitt að þurfa alltaf að stilla upp. Strákarnir þekkja þetta allt. Það er ekki það sama að taka einn svona leik og vera svo í stóru móti. Strákarnir munu gefa sig 100 prósent í verkefnið og þá munum við sjá okkar styrk. Á móti eru Serbarnir með eitt besta lið heims. Þetta verður alvöru leikur,“ segir Ólafur ákveðinn. „Við erum ekki að fara að rugga bátnum mikið taktískt. Strákarnir eru mættir og vilja svara fyrir HM og ætla að gera það einhvern tíma í viðbót. Þetta er besta liðið sem við eigum í dag og þeir verða að sýna að það dugi.“Halda mönnum glöðum Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi hefur klárlega margt fram að færa en hvað vill hann koma með í hópinn að þessu sinni? „Ég er að hjálpa til ef þjálfararnir þurfa á stuðningi að halda og reyna að halda mönnum á tánum. Líka glöðum og jákvæðum,“ sagði Ólafur en kitlar hann ekkert að vera með strákunum eins og hann var vanur? „Ég tók smá rispu í Danmörku á dögunum en ég held ég ætli nú ekki að fara að skemma neitt fyrir landsliðinu,“ segir Ólafur Stefánsson léttur. EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Ólafur Stefánsson mætti á landsliðsæfingu í gær í fyrsta sinn sem þjálfari. Honum var á dögunum bætt inn í þjálfarateymi liðsins og verður með liðinu fram yfir leikina í júní. Fyrsta verkefnið sem hann tekur þátt í er gegn Serbum annað kvöld en það er leikur í undankeppni EM.Varla þjálfari Það var frekar sérstakt að horfa á Ólaf á hliðarlínunni í stað þess að vera í látunum með strákunum sem hann spilaði svo lengi með. „Það er varla að ég sé þjálfari. Ég er svona þriðji maður í teyminu. Ég er að reyna að benda á það sem mætti betur fara en er svona á milli þjálfarateymisins og leikmanna,“ segir Ólafur en hann virtist skemmta sér konunglega á æfingunni. Brosti og hló mikið og virtist koma með ferskan andblæ á æfinguna enda var andrúmsloftið mjög létt og skemmtilegt.Betur sjá augu en auga „Ég er líka að taka púlsinn. Betur sjá augu en auga og það er gott fyrir þjálfarana að fá tvö augu í viðbót.“ Nýi aðstoðarþjálfarinn segir að það verði ekki gerðar neinar róttækar breytingar á leik liðsins á þessum tveimur dögum sem liðið hefur til þess að búa sig undir Serbaleikinn.Ólafur Stefánssyn fylgist með á æfingu. Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason eru í forgrunni.Vísir/Vilhelm„Aron var talsvert frá á HM vegna meiðsla og gott að fá hann aftur inn. Svo er aftur á móti spurning hvort Alexander verði með. Það sem við þurfum er betri hraðaupphlaup. Ekki bara í fyrstu bylgju með Guðjóni Vali heldur í annarri og þriðju bylgju líka. Það er erfitt að þurfa alltaf að stilla upp. Strákarnir þekkja þetta allt. Það er ekki það sama að taka einn svona leik og vera svo í stóru móti. Strákarnir munu gefa sig 100 prósent í verkefnið og þá munum við sjá okkar styrk. Á móti eru Serbarnir með eitt besta lið heims. Þetta verður alvöru leikur,“ segir Ólafur ákveðinn. „Við erum ekki að fara að rugga bátnum mikið taktískt. Strákarnir eru mættir og vilja svara fyrir HM og ætla að gera það einhvern tíma í viðbót. Þetta er besta liðið sem við eigum í dag og þeir verða að sýna að það dugi.“Halda mönnum glöðum Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi hefur klárlega margt fram að færa en hvað vill hann koma með í hópinn að þessu sinni? „Ég er að hjálpa til ef þjálfararnir þurfa á stuðningi að halda og reyna að halda mönnum á tánum. Líka glöðum og jákvæðum,“ sagði Ólafur en kitlar hann ekkert að vera með strákunum eins og hann var vanur? „Ég tók smá rispu í Danmörku á dögunum en ég held ég ætli nú ekki að fara að skemma neitt fyrir landsliðinu,“ segir Ólafur Stefánsson léttur.
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira