Hafa safnað tæpum 9 milljónum Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. maí 2015 09:30 Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP, er ánægður með að geta tekið þátt í að styðja við hjálparstarf Rauða krossins á svæðinu. vísir/stefán Spilarar EVE Online tölvuleiks CCP hafa safnað 68.340 Bandaríkjadollurum, eða rúmlega 8,9 milljónum íslenskra króna, í neyðaraðstoð fyrir fórnarlömb jarðskjálftans í Nepal frá því söfnun meðal þeirra hófst um síðustu mánaðamót. Söfnunin fer alfarið fram í leiknum sjálfum og lýkur á miðnætti þann 24. maí. Söfnunarféð rennur óskipt til Rauða krossins á Íslandi, sem nú stendur fyrir víðtækri söfnun fyrir hjálparstarfi í Nepal. „Við höfum fylgst með eyðileggingunni og hörmungunum sem dunið hafa yfir Nepal í kjölfar jarðskjálftanna, og bæði við og spilarar EVE Online vildum reyna gera eitthvað til að hjálpa. Við erum auðvitað afskaplega ánægð með að geta tekið þátt í að styðja við gríðarlega mikilvægt hjálparstarf Rauða krossins á svæðinu,“ segir Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP. Söfnunin fer þannig fram að spilarar EVE Online geta látið fé af hendi rakna til hjálparstafsins í Nepal með gjaldmiðlinum PLEX (Pilot Licence Extension), sem er annar af tveim gjaldmiðlum EVE heimsins sem spilarar leiksins nota. Raunvirði hvers PLEX er um 15 Bandaríkjadollarar og sér CCP um að koma því fé sem spilarar leiksins safna yfir í Bandaríkjadollara og síðan til Rauða krossins á Íslandi, sem stendur fyrir neyðaraðstoð í Nepal og styður alþjóðlegt hjálparstarf á svæðinu. Þetta er í sjötta sinn sem CCP, í samstarfi við spilara EVE Online, ýtir úr vör söfnunarátaki til mannúðarmála undir slagorðinu PLEX for Good. Hjálparstarf Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Spilarar EVE Online tölvuleiks CCP hafa safnað 68.340 Bandaríkjadollurum, eða rúmlega 8,9 milljónum íslenskra króna, í neyðaraðstoð fyrir fórnarlömb jarðskjálftans í Nepal frá því söfnun meðal þeirra hófst um síðustu mánaðamót. Söfnunin fer alfarið fram í leiknum sjálfum og lýkur á miðnætti þann 24. maí. Söfnunarféð rennur óskipt til Rauða krossins á Íslandi, sem nú stendur fyrir víðtækri söfnun fyrir hjálparstarfi í Nepal. „Við höfum fylgst með eyðileggingunni og hörmungunum sem dunið hafa yfir Nepal í kjölfar jarðskjálftanna, og bæði við og spilarar EVE Online vildum reyna gera eitthvað til að hjálpa. Við erum auðvitað afskaplega ánægð með að geta tekið þátt í að styðja við gríðarlega mikilvægt hjálparstarf Rauða krossins á svæðinu,“ segir Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP. Söfnunin fer þannig fram að spilarar EVE Online geta látið fé af hendi rakna til hjálparstafsins í Nepal með gjaldmiðlinum PLEX (Pilot Licence Extension), sem er annar af tveim gjaldmiðlum EVE heimsins sem spilarar leiksins nota. Raunvirði hvers PLEX er um 15 Bandaríkjadollarar og sér CCP um að koma því fé sem spilarar leiksins safna yfir í Bandaríkjadollara og síðan til Rauða krossins á Íslandi, sem stendur fyrir neyðaraðstoð í Nepal og styður alþjóðlegt hjálparstarf á svæðinu. Þetta er í sjötta sinn sem CCP, í samstarfi við spilara EVE Online, ýtir úr vör söfnunarátaki til mannúðarmála undir slagorðinu PLEX for Good.
Hjálparstarf Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira