Kemur þúsundasta stig Jón Arnórs gegn Hollendingum? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Búast má við því að Jón Arnór setji niður þúsundasta stigið í öðrum hvorum leiknum gegn Hollandi. Fréttablaðið/Anton Brink Nítján stig er það sem vantar upp á hjá Jóni Arnóri Stefánssyni til að komast í hóp fárra landsliðsmanna sem hafa skorað þúsund stig eða meira fyrir íslenska karlalandsliðið í körfubolta. Fram undan er lokaspretturinn í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í körfubolta og fyrstu tveir undirbúningsleikir liðsins fara fram á Íslandi. Evrópumótslið Hollendinga heimsækir Ísland um helgina og mætir liðinu í Þorlákshöfn í kvöld og þjóðin fær síðan að kveðja íslenska liðið í Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15. Jón Arnór skoraði meira en 19 stig í báðum landsleikjum sínum á síðasta ári og hefur skorað meira en 19 stig í sjö af síðustu fjórtán leikjum sínum fyrir íslenska karlalandsliðið. Nái Jón Arnór þessum 19 stigum sem vantar upp á þá kemst hann í hóp með Loga Gunnarssyni sem skoraði sitt þúsundasta stig fyrir landsliðið á Norðurlandamótinu sumarið 2011. Það eru liðin heil fimmtán ár síðan Jón Arnór spilaði fyrsta landsleik sinn og skoraði fyrsta landsliðsstigið í leik á móti Noregi á Norðurlandamótinu í Keflavík í ágúst 2000. Friðrik Ingi Rúnarsson, þáverandi landsliðsþjálfari, gaf Jóni Arnóri tækifærið ásamt öðrum ungum leikmönnum eins og Jakobi Erni Sigurðarsyni og Loga Gunnarssyni. Allir þrír eru enn í aðalhlutverki í landsliðinu einum og hálfum áratug síðar. Friðrik Ingi sá að þar fóru framtíðarmenn liðsins og þar hafði hann svo sannarlega rétt fyrir sér. Enginn gat þó séð fyrir hversu langt þeir komust. Logi er kominn í þúsund stiga hópinn, Jón Arnór þarf varla meira en einn til tvo leiki í viðbót og Jakob væri eflaust kominn mun nær þúsund stigunum ef hann hefði spilað með liðinu í fyrra. Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson gæti einnig bæst í hópinn á næsta ári haldi hann áfram að spila jafnstórt hlutverk með landsliðinu og hingað til. Jón Arnór er nú að hefja þrettánda landsliðsárið sitt og hann hefur skorað yfir tíu stig að meðaltali á þeim öllum. Frá því að Jón Arnór kom heim til að „hlaða batteríin“ veturinn 2008-09 hefur hann skorað 16,5 stig að meðaltali í leikjum með íslenska landsliðinu sem er frábær árangur. Ef við þekkjum Jón Arnór rétt þá verður hann nú ekki mikið að pæla í þúsundasta stiginu í leikjunum við Hollendinga. Fram undan er stærsta verkefni landsliðsins frá upphafi og öll einbeiting hans og annarra leikmanna liðsins snýst um að gera sig klára fyrir risastóra prófið í Berlín. Það væri hins vegar skemmtilegt fyrir íslenskt körfuboltaáhugafólk ef Jón Arnór næði þessum merku tímamótum á heimavelli. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Reyni að fá einhver leynitrix hjá Óla Besti körfuboltamaður þjóðarinnar leitar í smiðju bróður síns Ólaf Stefánssonar um ráð fyrir EM sem framundan er hjá landsliðinu. 23. júlí 2015 12:30 Jón Arnór: Yrði afrek að vinna einn leik á EM Jón Arnór Stefánsson hefur æfingar með körfuboltalandsliðinu nokkrum dögum á eftir hinum strákunum eftir erfitt tímabil á Spáni. 22. júlí 2015 07:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Nítján stig er það sem vantar upp á hjá Jóni Arnóri Stefánssyni til að komast í hóp fárra landsliðsmanna sem hafa skorað þúsund stig eða meira fyrir íslenska karlalandsliðið í körfubolta. Fram undan er lokaspretturinn í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í körfubolta og fyrstu tveir undirbúningsleikir liðsins fara fram á Íslandi. Evrópumótslið Hollendinga heimsækir Ísland um helgina og mætir liðinu í Þorlákshöfn í kvöld og þjóðin fær síðan að kveðja íslenska liðið í Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15. Jón Arnór skoraði meira en 19 stig í báðum landsleikjum sínum á síðasta ári og hefur skorað meira en 19 stig í sjö af síðustu fjórtán leikjum sínum fyrir íslenska karlalandsliðið. Nái Jón Arnór þessum 19 stigum sem vantar upp á þá kemst hann í hóp með Loga Gunnarssyni sem skoraði sitt þúsundasta stig fyrir landsliðið á Norðurlandamótinu sumarið 2011. Það eru liðin heil fimmtán ár síðan Jón Arnór spilaði fyrsta landsleik sinn og skoraði fyrsta landsliðsstigið í leik á móti Noregi á Norðurlandamótinu í Keflavík í ágúst 2000. Friðrik Ingi Rúnarsson, þáverandi landsliðsþjálfari, gaf Jóni Arnóri tækifærið ásamt öðrum ungum leikmönnum eins og Jakobi Erni Sigurðarsyni og Loga Gunnarssyni. Allir þrír eru enn í aðalhlutverki í landsliðinu einum og hálfum áratug síðar. Friðrik Ingi sá að þar fóru framtíðarmenn liðsins og þar hafði hann svo sannarlega rétt fyrir sér. Enginn gat þó séð fyrir hversu langt þeir komust. Logi er kominn í þúsund stiga hópinn, Jón Arnór þarf varla meira en einn til tvo leiki í viðbót og Jakob væri eflaust kominn mun nær þúsund stigunum ef hann hefði spilað með liðinu í fyrra. Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson gæti einnig bæst í hópinn á næsta ári haldi hann áfram að spila jafnstórt hlutverk með landsliðinu og hingað til. Jón Arnór er nú að hefja þrettánda landsliðsárið sitt og hann hefur skorað yfir tíu stig að meðaltali á þeim öllum. Frá því að Jón Arnór kom heim til að „hlaða batteríin“ veturinn 2008-09 hefur hann skorað 16,5 stig að meðaltali í leikjum með íslenska landsliðinu sem er frábær árangur. Ef við þekkjum Jón Arnór rétt þá verður hann nú ekki mikið að pæla í þúsundasta stiginu í leikjunum við Hollendinga. Fram undan er stærsta verkefni landsliðsins frá upphafi og öll einbeiting hans og annarra leikmanna liðsins snýst um að gera sig klára fyrir risastóra prófið í Berlín. Það væri hins vegar skemmtilegt fyrir íslenskt körfuboltaáhugafólk ef Jón Arnór næði þessum merku tímamótum á heimavelli.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Reyni að fá einhver leynitrix hjá Óla Besti körfuboltamaður þjóðarinnar leitar í smiðju bróður síns Ólaf Stefánssonar um ráð fyrir EM sem framundan er hjá landsliðinu. 23. júlí 2015 12:30 Jón Arnór: Yrði afrek að vinna einn leik á EM Jón Arnór Stefánsson hefur æfingar með körfuboltalandsliðinu nokkrum dögum á eftir hinum strákunum eftir erfitt tímabil á Spáni. 22. júlí 2015 07:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Jón Arnór: Reyni að fá einhver leynitrix hjá Óla Besti körfuboltamaður þjóðarinnar leitar í smiðju bróður síns Ólaf Stefánssonar um ráð fyrir EM sem framundan er hjá landsliðinu. 23. júlí 2015 12:30
Jón Arnór: Yrði afrek að vinna einn leik á EM Jón Arnór Stefánsson hefur æfingar með körfuboltalandsliðinu nokkrum dögum á eftir hinum strákunum eftir erfitt tímabil á Spáni. 22. júlí 2015 07:00