Ísland í dag: Segir Atla aldrei hafa sýnt iðrun Bjarki Ármannsson skrifar 19. janúar 2016 20:00 Um fátt hefur verið rætt í dag meira en mál Atla Helgasonar, sem veitt hefur verið uppreist æru og sem sækist eftir málflutningsréttindum sínum á ný. Atli hlaut sextán ára fangelsisdóm árið 2001 fyrir morðið á Einari Erni Birgissyni. Ísland í dag ræddi við Birgi Örn Birgisson, föður Einars, í beinni útsendingu í kvöld. Birgir segir það hafa komið mjög á óvart í gær þegar sonur hans hafði samband rétt fyrir Kastljós á RÚV í gær til að láta vita að í þættinum yrði greint frá því að Atli hefði fengið uppreist æru. „Þetta er náttúrulega hlutur sem við áttum ekkert von á, þetta líkist því nánast þegar leitin að Einari stóð yfir og allir miðlar voru að hafa samband við okkur,“ segir Birgir. Hann segir fjölskyldu Einars aldrei hafa heyrt frá Atla frá því að hann hlaut dóm.Sjá einnig: Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æruMorðið á Einari Erni vakti mikla athygli og óhug á sínum tíma.„Mér fyndist ekkert óeðlilegt, fyrst hann er að reyna að vinna mannorð sitt til baka, að hann reyndi einhvern veginn að hafa samband við okkur,“ segir Birgir. „Ég myndi vera alveg tilbúinn að hlusta á hvað hann hefði fram að færa. Það væri raunar mjög forvitnilegt.“ Hann ítrekar að reiði og heift ríki ekki innan fjölskyldunnar þó fréttir gærdagsins hafi ýft upp margt. „Einar var mjög hæfileikaríkur drengur og reglusamur. Hann var mjög vinsæll, átti stóran vinahóp. Hann var svolítið sérstakur, þó hann hafi verið sonur minn þá var hann spes.“Sjá einnig: Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðustu ára Birgir segir það skipta máli að Atli hafi ekki komið hreint fram við byrjun málsins. Þegar Einars var fyrst saknað tók Atli meðal annars þátt í leit að honum. „Já, ég verð að segja að mér finnst þessi blekkingarleikur af hálfu Atla, hvernig hann getur leikið tveimur skjöldum ... siðferði hans og dómgreind virðast alveg út úr kortinu.“Viðtalið í Íslandi í dag í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland í dag Tengdar fréttir Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48 Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sjá meira
Um fátt hefur verið rætt í dag meira en mál Atla Helgasonar, sem veitt hefur verið uppreist æru og sem sækist eftir málflutningsréttindum sínum á ný. Atli hlaut sextán ára fangelsisdóm árið 2001 fyrir morðið á Einari Erni Birgissyni. Ísland í dag ræddi við Birgi Örn Birgisson, föður Einars, í beinni útsendingu í kvöld. Birgir segir það hafa komið mjög á óvart í gær þegar sonur hans hafði samband rétt fyrir Kastljós á RÚV í gær til að láta vita að í þættinum yrði greint frá því að Atli hefði fengið uppreist æru. „Þetta er náttúrulega hlutur sem við áttum ekkert von á, þetta líkist því nánast þegar leitin að Einari stóð yfir og allir miðlar voru að hafa samband við okkur,“ segir Birgir. Hann segir fjölskyldu Einars aldrei hafa heyrt frá Atla frá því að hann hlaut dóm.Sjá einnig: Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æruMorðið á Einari Erni vakti mikla athygli og óhug á sínum tíma.„Mér fyndist ekkert óeðlilegt, fyrst hann er að reyna að vinna mannorð sitt til baka, að hann reyndi einhvern veginn að hafa samband við okkur,“ segir Birgir. „Ég myndi vera alveg tilbúinn að hlusta á hvað hann hefði fram að færa. Það væri raunar mjög forvitnilegt.“ Hann ítrekar að reiði og heift ríki ekki innan fjölskyldunnar þó fréttir gærdagsins hafi ýft upp margt. „Einar var mjög hæfileikaríkur drengur og reglusamur. Hann var mjög vinsæll, átti stóran vinahóp. Hann var svolítið sérstakur, þó hann hafi verið sonur minn þá var hann spes.“Sjá einnig: Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðustu ára Birgir segir það skipta máli að Atli hafi ekki komið hreint fram við byrjun málsins. Þegar Einars var fyrst saknað tók Atli meðal annars þátt í leit að honum. „Já, ég verð að segja að mér finnst þessi blekkingarleikur af hálfu Atla, hvernig hann getur leikið tveimur skjöldum ... siðferði hans og dómgreind virðast alveg út úr kortinu.“Viðtalið í Íslandi í dag í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Ísland í dag Tengdar fréttir Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48 Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sjá meira
Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48
Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55
Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00
Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11