Verjandi Hreiðars Más: „Rosalegt ef það getur hreinlega gerst að ákæruvaldið sitji á gögnum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2016 17:00 Hörður Felix Harðarson og Hreiðar Már Sigurðsson við aðalmeðferð málsins í desember síðastliðnum. vísir/stefán Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í CLN-málinu ekki koma á óvart. Hreiðar var ákærður fyrir umboðssvik ásamt þeim Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni bankans, og Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, en málið snerist um 510 milljóna evra lánveitingar til fjögurra eignarhaldsfélaga vegna skuldabréfakaupa skömmu fyrir hrun. Að mati Harðar er það athyglisvert hversu þýðingarmikið það var fyrir úrlausn málsins að ákærðu skyldu fá aðgang að tölvupósthólfi Halldórs Bjarkars Lúðvígssonar, þáverandi viðskiptastjóra hjá Kaupþingi, sem og tölvupósthólfi annars viðskiptastjóra, en ákæruvaldið hafði hafnað því að þeir fengu aðgang að pósthólfunum. Verjendur fóru því fram á það fyrir dómi að fá aðgang að gögnunum og var fallist á það. Gögnin sýni að lánin voru ekki veitt án trygginga „Þótt að við höfum aðeins fengið aðgang að brotabroti að þessum gögnum þá verður þetta til þess að okkur tekst á örfáum klukkustundum að finna gögn sem sýndu það, að mínu mati þannig að ekki verður um villst, að skuldabréfin sem um var deilt í þessu máli voru veðsett í bak og fyrir, það er tryggilega varðveitt á veðsettum reikningi hjá Kaupþingi í Lúxemborg,“ segir Hörður í samtali við Vísi. Hann segir þetta merkilegt í því ljósi að ákært hafi verið fyrir að lána án nokkurra trygginga. „Kannski finnst mönnum þetta ekki merkilegt eða alvarlegt en þarna skila sér ekki inn í málið gögn sem skipta grundvallaratriði varðandi niðurstöðu dómsins.“ Öryggisatriði að fá aðgang að gögnum CLN-málið er ekki fyrsta Kaupþingsmálið þar sem sakborningar fara fram á að fá aðgang að gögnum sem ákæruvaldið hefur ekki sett inn í málið. Þetta var þó í fyrsta skipti sem dómari féllst á að veita gagnaaðgang og veltir Hörður því fyrir sér, í ljósi þess hvaða afleiðingar það hafði í málinu, hvað kynni að hafa orðið ef það sama hefði verið upp á teningnum í öðrum málum. „Þetta er náttúrulega rosalegt ef það getur hreinlega gerst að ákæruvaldið sitji á gögnum. Ég er ekki að segja að það sé viljandi, en það er svo mikið öryggisatriði að verjendur fái þennan aðgang einmitt til þess að reyna að ganga úr skugga um það að það sé ekkert þarna sem að hafi ekki skilað sér inn í málið en skipti máli fyrir þeirra skjólstæðinga.“ „Óhugsandi annað en að ákæruvaldið hafi vitað að svona hafi verið í pottinn búið“ Undir þetta taka bæði Kristín Edwald, verjandi Magnúsar, og Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar. Kristín segir dóminn ekki koma á óvart enda sé hann í samræmi við það sem Magnús hafi sagt frá upphafi. Þá segir Kristín jafnframt ánægjulegt að sjá hversu skýr og afdráttarlaus rökstuðningur dómsins sé fyrir sýknu Magnúsar. „Auk þess sýnir dómurinn hversu mikilvægt það er að þau mannréttindi sakaðra manna að hafa aðgang að gögnum máls séu virt þannig að ákæruvaldið hafi ekki sjálfdæmi um hvaða rannsóknargögn liggi fyrir dómi og hver ekki,“ segir Kristín. Gestur segist mjög ánægður með niðurstöðu dómsins. Hann segir það greinilega hafa haft mikil áhrif á niðurstöðuna að ákærðu fengu aðgang að tölvupósthólfunum tveimur, en í þeim komi skýrt fram að skuldabréfin frá Deutsche Bank hafi verið veðsett, þvert á það sem haldið er fram í ákæru. „Áhyggjuefnið er auðvitað það að það er eiginlega óhugsandi annað en að ákæruvaldið hafi vitað að svona hafi verið í pottinn búið án þess að það komi fram í ákæru,“ segir Gestur. Aðspurður segist hann þó ekki geta sagt til um það hvort gögnunum hafi verið haldið vísvitandi frá. Það eina sem liggi ljóst fyrir sé að ákæruvaldið hafi haft aðgang að umræddum gögnum sem sýni að lánin voru ekki veitt án trygginga. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá í heild sinni hér. CLN-málið Tengdar fréttir Margt líkt með Al Thani-málinu og CLN-málinu að mati saksóknara Sýknudómur yfir þeim Hreiðar Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni kemur Birni Þorvaldssyni, saksóknara á óvart. 26. janúar 2016 13:12 Hreiðar Már, Magnús og Sigurður sýknaðir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 26. janúar 2016 09:00 CLN-málið: Málsgögn bendi til að aðrir en Hreiðar Már hafi látið greiða út lán framhjá lánanefnd Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurð Einarsson af ákæru um umboðssvik. 26. janúar 2016 12:15 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í CLN-málinu ekki koma á óvart. Hreiðar var ákærður fyrir umboðssvik ásamt þeim Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni bankans, og Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, en málið snerist um 510 milljóna evra lánveitingar til fjögurra eignarhaldsfélaga vegna skuldabréfakaupa skömmu fyrir hrun. Að mati Harðar er það athyglisvert hversu þýðingarmikið það var fyrir úrlausn málsins að ákærðu skyldu fá aðgang að tölvupósthólfi Halldórs Bjarkars Lúðvígssonar, þáverandi viðskiptastjóra hjá Kaupþingi, sem og tölvupósthólfi annars viðskiptastjóra, en ákæruvaldið hafði hafnað því að þeir fengu aðgang að pósthólfunum. Verjendur fóru því fram á það fyrir dómi að fá aðgang að gögnunum og var fallist á það. Gögnin sýni að lánin voru ekki veitt án trygginga „Þótt að við höfum aðeins fengið aðgang að brotabroti að þessum gögnum þá verður þetta til þess að okkur tekst á örfáum klukkustundum að finna gögn sem sýndu það, að mínu mati þannig að ekki verður um villst, að skuldabréfin sem um var deilt í þessu máli voru veðsett í bak og fyrir, það er tryggilega varðveitt á veðsettum reikningi hjá Kaupþingi í Lúxemborg,“ segir Hörður í samtali við Vísi. Hann segir þetta merkilegt í því ljósi að ákært hafi verið fyrir að lána án nokkurra trygginga. „Kannski finnst mönnum þetta ekki merkilegt eða alvarlegt en þarna skila sér ekki inn í málið gögn sem skipta grundvallaratriði varðandi niðurstöðu dómsins.“ Öryggisatriði að fá aðgang að gögnum CLN-málið er ekki fyrsta Kaupþingsmálið þar sem sakborningar fara fram á að fá aðgang að gögnum sem ákæruvaldið hefur ekki sett inn í málið. Þetta var þó í fyrsta skipti sem dómari féllst á að veita gagnaaðgang og veltir Hörður því fyrir sér, í ljósi þess hvaða afleiðingar það hafði í málinu, hvað kynni að hafa orðið ef það sama hefði verið upp á teningnum í öðrum málum. „Þetta er náttúrulega rosalegt ef það getur hreinlega gerst að ákæruvaldið sitji á gögnum. Ég er ekki að segja að það sé viljandi, en það er svo mikið öryggisatriði að verjendur fái þennan aðgang einmitt til þess að reyna að ganga úr skugga um það að það sé ekkert þarna sem að hafi ekki skilað sér inn í málið en skipti máli fyrir þeirra skjólstæðinga.“ „Óhugsandi annað en að ákæruvaldið hafi vitað að svona hafi verið í pottinn búið“ Undir þetta taka bæði Kristín Edwald, verjandi Magnúsar, og Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar. Kristín segir dóminn ekki koma á óvart enda sé hann í samræmi við það sem Magnús hafi sagt frá upphafi. Þá segir Kristín jafnframt ánægjulegt að sjá hversu skýr og afdráttarlaus rökstuðningur dómsins sé fyrir sýknu Magnúsar. „Auk þess sýnir dómurinn hversu mikilvægt það er að þau mannréttindi sakaðra manna að hafa aðgang að gögnum máls séu virt þannig að ákæruvaldið hafi ekki sjálfdæmi um hvaða rannsóknargögn liggi fyrir dómi og hver ekki,“ segir Kristín. Gestur segist mjög ánægður með niðurstöðu dómsins. Hann segir það greinilega hafa haft mikil áhrif á niðurstöðuna að ákærðu fengu aðgang að tölvupósthólfunum tveimur, en í þeim komi skýrt fram að skuldabréfin frá Deutsche Bank hafi verið veðsett, þvert á það sem haldið er fram í ákæru. „Áhyggjuefnið er auðvitað það að það er eiginlega óhugsandi annað en að ákæruvaldið hafi vitað að svona hafi verið í pottinn búið án þess að það komi fram í ákæru,“ segir Gestur. Aðspurður segist hann þó ekki geta sagt til um það hvort gögnunum hafi verið haldið vísvitandi frá. Það eina sem liggi ljóst fyrir sé að ákæruvaldið hafi haft aðgang að umræddum gögnum sem sýni að lánin voru ekki veitt án trygginga. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá í heild sinni hér.
CLN-málið Tengdar fréttir Margt líkt með Al Thani-málinu og CLN-málinu að mati saksóknara Sýknudómur yfir þeim Hreiðar Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni kemur Birni Þorvaldssyni, saksóknara á óvart. 26. janúar 2016 13:12 Hreiðar Már, Magnús og Sigurður sýknaðir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 26. janúar 2016 09:00 CLN-málið: Málsgögn bendi til að aðrir en Hreiðar Már hafi látið greiða út lán framhjá lánanefnd Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurð Einarsson af ákæru um umboðssvik. 26. janúar 2016 12:15 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Margt líkt með Al Thani-málinu og CLN-málinu að mati saksóknara Sýknudómur yfir þeim Hreiðar Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni kemur Birni Þorvaldssyni, saksóknara á óvart. 26. janúar 2016 13:12
Hreiðar Már, Magnús og Sigurður sýknaðir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 26. janúar 2016 09:00
CLN-málið: Málsgögn bendi til að aðrir en Hreiðar Már hafi látið greiða út lán framhjá lánanefnd Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurð Einarsson af ákæru um umboðssvik. 26. janúar 2016 12:15