Gary Neville versti þjálfari í sögu Valencia Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2016 15:00 Gary Neville átti ekki sjö dagana sæla á Mestalla. vísir/getty Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, var í gær formlega sagt upp störfum sem þjálfari spænska 1. deildar liðsins Valencia eins og greint var frá. Vefsíða enska blaðsins Daily Mail heldur því fram í morgun að Neville hafi verið rekinn fyrir landsleikjafríið en Englendingurinn hafi fengið að hafa hljótt um það til að trufla ekki lærisveina sína í enska landsliðinu þar sem hann er aðstoðarmaður Roy Hodgson. Fjögurra mánaða starfi Neville er allavega lokið á Mestalla-vellinum og kveður hann sem versti þjálfari Valencia frá upphafi ef miðað er við sigurhlutfall í deild. Neville, sem var orðinn lang vinsælasti og virtasti sparkspekingur Englands áður en hann tók við starfinu, vann aðeins þrjá af 16 leikjum sínum í deildinni, gerði fimm jafntefli og tapaði átta. Hann innbyrti fjórtán stig í heildina og fékk því 0,88 stig í leik. Pako Ayestaran, sem var aðstoðarþjálfari félagsins frá 2001 til 2004, mun stýra liðinu fram á sumar en hann tekur við Valencia í 14. sæti með 34 stig, sex stigum frá fallsæti. Gary Neville kom Valencia í undanúrslit spænska Konungsbikarsins þar sem liðið fékk vænan rassskell gegn Barcelona og þá féll liðið úr leik í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar.Neville has posted the lowest win rate of any Valencia Coach in La Liga history with a win rate of 18.8% #SSNHQ pic.twitter.com/xhWlEegnIy— Sky Sports News HQ (@SkySportsNewsHQ) March 30, 2016 Spænski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Sjá meira
Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, var í gær formlega sagt upp störfum sem þjálfari spænska 1. deildar liðsins Valencia eins og greint var frá. Vefsíða enska blaðsins Daily Mail heldur því fram í morgun að Neville hafi verið rekinn fyrir landsleikjafríið en Englendingurinn hafi fengið að hafa hljótt um það til að trufla ekki lærisveina sína í enska landsliðinu þar sem hann er aðstoðarmaður Roy Hodgson. Fjögurra mánaða starfi Neville er allavega lokið á Mestalla-vellinum og kveður hann sem versti þjálfari Valencia frá upphafi ef miðað er við sigurhlutfall í deild. Neville, sem var orðinn lang vinsælasti og virtasti sparkspekingur Englands áður en hann tók við starfinu, vann aðeins þrjá af 16 leikjum sínum í deildinni, gerði fimm jafntefli og tapaði átta. Hann innbyrti fjórtán stig í heildina og fékk því 0,88 stig í leik. Pako Ayestaran, sem var aðstoðarþjálfari félagsins frá 2001 til 2004, mun stýra liðinu fram á sumar en hann tekur við Valencia í 14. sæti með 34 stig, sex stigum frá fallsæti. Gary Neville kom Valencia í undanúrslit spænska Konungsbikarsins þar sem liðið fékk vænan rassskell gegn Barcelona og þá féll liðið úr leik í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar.Neville has posted the lowest win rate of any Valencia Coach in La Liga history with a win rate of 18.8% #SSNHQ pic.twitter.com/xhWlEegnIy— Sky Sports News HQ (@SkySportsNewsHQ) March 30, 2016
Spænski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Sjá meira