Draghölt ríkisstjórn Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2016 13:45 Sjaldan eða aldrei hefur nokkur ríkisstjórn mætt eins reitt og tætt til leiks og nú, ráðherrar koma sannarlega ekki að hreinu borði. visir/Anton Brink Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur mátt hafa mikið fyrir því að berja í brestina, bæði inná við sem út á við. Ef honum tekst að halda sjó, með hina nýju ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar, hlýtur það að teljast stórkostlegt pólitískt afrek. Vísir hefur heimildir fyrir því að innan Sjálfstæðisflokksins gæti verulegrar óánægju með áframhaldandi samstarf við Framsóknarflokk. Þar innan dyra er veruleg óánægja einnig. Má þar nefna að nýr ráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir var yfirlýstur Evrópusinni, en hornsett er Vigdís Hauksdóttir sem sjálf hefur minnt á það að hún leiddi Framsóknarflokkinn til stærsta kosningasigurs í sögu flokksins, í Reykjavík suður. Hér verður í mjög grófum dráttum rifjuð upp mál sem hvert um sig hefði stórskaðað hvern þann ráðamann sem í hlut á og ríkisstjórnina. Það er tæpt á málum og ítarefni má finna á meðfylgjandi hlekkjum. Því allt hefur þetta verið í brennidepli fjölmiðlanna. Þrátt fyrir efnahagslegan uppgang og mikinn meirihluta á þingi er ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar ein sú umdeildasta sem setið hefur.Ný ríkisstjórn biður um frið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hrökklaðist við illan leik frá embætti en er eftir sem áður formaður flokksins: Framsóknarmenn koma til samstarfsins með uppáskrifað bréf þess efnis að Sigmundur hafi ekki gert neitt rangt. Einhver gæti talið þetta æpandi þversögn. Kjósendur, þeir sem telja pólitíska ábyrgð einhvers virði, munu eiga erfitt með að fá þetta til að koma heim og saman. Bjarni biðlar til flokksmanna sinna, samstarfsflokks og almennings að gefa ríkisstjórninni frið til að ljúka málum sem hann telur mikilvæg. Það hefur hann hins vegar gert af nokkrum þótta, þegar auðmýkt hefði verið meira viðeigandi, í athyglisverðu viðtali í stiga í Alþingishúsinu, þegar ný ríkisstjórn var kynnt til sögunnar. Bjarni er í afar þröngri stöðu, vegna tengsla sinna við Panamaskjölin. Hann gat varla farið fram á forsætisráðuneytið og það hefði verið afkáralegt fyrir hann, sem formaður Sjálfstæðisflokksins, að sitja í ríkisstjórn Einars K. Guðfinnssonar forseta þingsins, en það var nefnt sem einn kostur í stöðunni. Og, það verður að segjast sem er að sjaldan eða aldrei hefur nokkur ríkisstjórn tekið við völdum og mætt svo hölt til leiks. Hún kemur sannarlega ekki að hreinu borði. Hver af öðrum hafa ráðherrarnir fengist við umdeild mál, sum hver sem hljóta að gera þeim erfitt fyrir. Trúverðugleikinn hlýtur eðli máls samkvæmt að ramba á barmi hengiflugsins. Það sýna stærstu mótmæli sögunnar sem voru á Austurvelli á mánudaginn. Og traustið er rýrt.Sigurður Ingi í kröppum dansi, ræðir hér makrílfrumvarpið sem er eitt fjölmargra mála sem reynst hafa honum erfið en þar var hann vændur um að ganga erinda útgerðarinnar.visir/stefánSigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherraÞetta er ríkisstjórn Sigurðar Inga, þó það sé Bjarni sem ber fyrst og fremst ábyrgð á henni. Hann hefur verið, sem varaformaður Framsóknarflokksins, einhver helsti talsmaður Sigmundar Davíðs í hans hremmingum. Hann hefur talað um að það sé ekkert að því að eiga fé í aflandsfélögum, ef menn borga af því skatta til samfélagsins. Það verður að teljast ofureinföldun, og nánast útúrsnúningur, á því atriði sem varð til þess að Sigmundur Davíð hrökklaðist frá. Fjölmargir þingmenn Framsóknarflokksins hafa gengið býsna langt í að verja Sigmund. En, Sigurður Ingi hefur heldur betur staðið í ströngu sem Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hæst ber það sem flestir túlka sem gerræðisleg vinnubrögð og maka laust klúður þegar hann vildi, í nafni byggðastefnu, flytja höfuðstöðvar Fiskistofu norður á Akureyri. Þetta var í mikilli óþökk starfsmanna þar og þó þeim væru boðnar aukagreiðslur fóru fæstir þeirra norður. Þetta mál reyndist ríkisstjórninni gríðarlega erfitt og logaði samfélagið stafna á milli. Sigurður Ingi dró að einhverju leyti í land. Stóra mál Sigurðar Inga, sem var fiskveiðistjórnunarfrumvarpið, strandaði. Almenningi bókstaflega blöskraði það að afnot útgerðarinnar af fiskimiðum yrðu bundin í lög til langs tíma. Sigurði Inga tókst ekki að koma þessu máli í gegnum þingið, og kenndi ráðherra um því að ekki reyndist sátt milli ríkisstjórnarflokkanna. Og nú síðast var Sigurður Ingi með afar umdeildan Búvörusamning á sinni könnu. Ekki bara var það að kostnaður við þann samning væri stjarnfræðilegur, 18 milljarðar á ári til tíu ára, heldur hefur sá samningur verið verulega umdeildur innan bændastéttarinnar; því til stendur að afleggja kvótakerfi þar sem margir bændur reiða sig á. Þá er ónefnt hið umdeilda makrílmál en rúmlega 30 þúsund manns skrifuðu undir hjá Þjóðareign en Sigurður Ingi var þá vændur um að ganga erinda útgerðarinnar.Bjarni Benediktsson hefur átt í margvíslegum vanda, allt frá Borgunarmálinu yfir í IceHot1-málsins.visir/ernirBjarni Benediktsson fjármálaráðherraBjarni hefur staðið í ströngu þau þrjú ár sem hann hefur verið fjármálaráðherra. Honum hefur lítt gengið að hrista af sér Borgunarmálið svokallaða, sem í grófum dráttum gengur út á það að ættingjar hans keyptu Borgun af Landsbankanum, og þar með af ríkinu, á vildarkjörum. Þó Bjarni sverji og sárt við leggi að hann hafi hvergi komið nærri málum, þá snýr það mál ef til vill ekki að því hvort hann hafi beitt sér í málinu og að það sannist heldur hinu stjórnsýslulega atriði sem snýr að því að stjórnvaldsaðgerðir séu yfir allan vafa hafinn. Grunurinn einn dugi til vanhæfis – því hann dregur úr trúverðugleika ríkisvaldsins alls. Bjarni er svo í flokki með Sigmundi Davíð, hann tengist aflandsreikningum og hefur sem slíkur vakið heimsathygli í tengslum við Panamaskjölin. Erlendir fjölmiðlar margir hverjir skilja ekki hvernig hann honum er sætt – þannig býður orðspor Íslands hnekki. Það svo gæti haft í för með sér skaða á vettvangi alþjóðaviðskipta. Þá má að lokum nefna skandal, málið sem tengdist framhjáhaldsvefnum Ashley Madison. Fram kom að þar er Bjarni Benediktsson skráður til leiks undir nafninu IceHot1. Það reyndist Bjarna erfitt en því var mætt með taktík sem seinna hefur orðið þekkt. Eiginkona hans skrifaði Facebook-færslu um að þau hjónin hafi gert þetta saman í fíflaskap. Og málið fjaraði út.Illugi Gunnarsson barðist um á hæl og hnakka í Orku Energy-málinu en má sætta sig við það að vera pólitískt stórskaðaður.visir/anton brinkIllugi Gunnarsson menntamálaráðherraIllugi heldur sæti sínu sem menntamálaráðherra. Líkast til er enginn í ráðherraliðinu í eins erfiðri stöðu og einmitt Illugi. Þar ber hæst Orka Energy-málið; sem fjallað hefur verið ítarlega um og snýst um það að hlutlægni Illuga getur ekki verið yfir vafa hafin. Hann er sakaður um að hafa greitt fyrir viðskiptum Orku Energy við Kínverja en var sjálfur tengdur fyrirtækinu á margvíslegan hátt, svo sem þeim að Haukur Harðarson, stjórnarformaður, skar Illuga úr fjárhagslegum erfiðleikum og keypti íbúð Illuga, sem hann var við að missa, og leigði honum þá aftur. Illugi barðist um á hæl og hnakka en situr eftir stórskaðaður pólitískt. Þá er Illuga legið á hálsi að láta fjölmiðla alls ekki ná í sig þegar einhver óþægileg mál eru annars vegar, og er hann sannarlega ekki einn um það í ráðherraliðinu. Þó einhverjum hefði þótt þetta vel í lagt eru fjölmörg önnur mál sem hafa reynst Illuga ákaflega erfið. Illugi þurfti að mæta hatrömmum kennaraverkföllum, gríðarleg óánægja braust út meðal flestra starfsmanna menntamála með kjör sín. Hann þótti sýna gerræðisleg vinnubrögð í áformum sínum um styttingu menntaskólanáms og þá hafa málefni RÚV reynst honum erfið; niðurskurður þar og umræða um að stjórnvöld séu að beita ríkisfjölmiðilinn fantabrögðum. Illugi hefur verið vændur um að hafa gengið bak orða sinna um aukið fjármagn, þá við Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóra og fyrrverandi stjórnarformann RÚV, Ingva Hrafn Óskarsson, sem sagði af sér þegar afgreiðsla ríkisstjórnar og þings lá fyrir; um hvernig endurfjármögnun stofnunarinnar yrði háttað.Kristján Þór hefur siglt furðu lygnan sjó sjálfur að teknu tilliti til ófremdarástands í heilbrigðismálum og verkfalla.visir/gvaKristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherraÞað verður að segjast alveg eins og er að Kristján Þór hefur spilað furðu vel úr þeirri erfiðu stöðu sem fylgir því að vera heilbrigðisráðherra. Íslandsmet Kára Stefánssonar í undirskriftasöfnun, þar sem 80 þúsund einstaklingar krefjast úrbóta í heilbrigðismálum snúa, eða snéru, ekki að honum heldur Sigmundi Davíð. Kristján Þór hefur fengið sinn skammt af verðugum verkefnum. Ófremdarástand hefur að sönnu verið á Landspítalanum og það hlýtur að vera á hans borði. Og verkföll heilbrigðisstarfsfólks hafa ekki orðið til að auka vinsældir ráðherrans. En, einhvern veginn er það svo að hann, sennilega einn ráðherra sem hefur sloppið að mestu frá hrakalegri gagnrýni. Sem er athyglisvert í ljósi embættis hans.Gunnar Bragi Sveinsson. Aðildarviðræðnamálið gekk nærri að ríkisstjórninni dauðri.Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherraVart má milli sjá, þegar umdeilanleg staða ráðherra er skoðuð, hvort stendur hallari fæti, Illugi eða Gunnar Bragi. Hér logaði allt í mótmælum vegna undarlegra vendinga, þegar Gunnar Bragi reyndi, sem utanríkisráðherra, að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið og fara með það erindi hjá Alþingi. Einkennileg samskipti hans við Evrópusambandið urðu ekki til að auka hróður Íslands á alþjóðavettvangi, vel á 6. tug þúsunda söfnuðust þar sem minnt var á að flestir, ef ekki allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, lofuðu því að kosið yrði um hvort aðildarviðræðum yrði haldið áfram. Og mikill meirihluti þjóðarinnar lét í ljós þá skoðun sína í skoðanakönnunum að um þetta ætti að kjósa. Einhver gæti haldið því fram, í því ljósi, að lýðræðislegt umboð stjórnarinnar allrar sé þar með véfengjanlegt. Mikla reiði vegna málsins mátti jafnframt greina á samskiptamiðlinum Facebook. Sagan sýnir að menn vaxa yfirleitt í embætti utanríkisráðherra, og þrátt fyrir aðildarviðræðumálið á það að nokkru við um Gunnar Braga, meðal annars þegar hann tók afstöðu gegn útgerðinni í kröfum þeirra í makrílmálinu svokallaða, þá í tengslum við alþjóðlegar viðskiptavinganir á hendur Rússum. En, það gæti svo reynst honum fjötur um fót nú, sem nýr sjávarútvegsráðherra.Raghneiður Elín hefur fengið sinn skammt af erfiðum málum, stórum og smáum, það neyðarlegasta líkast til nýlegur lopapeysuskandall.Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherraRagnheiður heldur sínu ráðuneyti og það mun reynast mörgum erfitt að kreista fram þann þanka að binda vonir við verk hennar í nýrri ríkisstjórn. Hún hefur fengið sinn skammt af erfiðum mikilvægum málum til að takast á við. Þar ber náttúrupassann hæst. Algert ófremdarástand ríkir í hinni nýju og mikilvægustu atvinnugrein sem er ferðaþjónustan. Fjölmiðlar hafa undanfarin ár flutt sannkallaðar hryllingsfréttir af ástandinu þar. Sem snúa að grunnþjónustu eins og þeirri að ferðamenn geti komist á salerni. Engin samræmd stjórn virðist á málum og hefur ríkisstjórnin borið við að fé skorti. Það fé ætlaði Ragnheiður að sækja með hugmynd sinni um náttúrupassa, en það mál reynst gríðarlega umdeilt, innan sem utan atvinnugreinarinnar og strandaði. Meðan á þeim vandræðagangi hefur staðið hefur ástandið versnað. Þá er víst að Ragnheiður Elín situr undir vaxandi þrýstingi í sínu kjördæmi, en hún var ekki síst kosin til að ýta iðnaði í Helguvík áfram, en það verkefni virðist einnig vera að sigla í strand. Og vart verður skilið við ráðherraferil Ragnheiðar Elínar án þess að rifja upp lopapeysuskandalinn, þegar hún afhenti borgarstjóra Chicaco-borgar lopapeysu sem framleidd hafði verið í Kína. Þannig tókst Ragnheiði að móðga sjálft Handprjónasambandið.Eygló Harðardóttir, sem margir bundu vonir við hefur ekki náð að þoka húsnæðismálum lönd né strönd. Og prósentureikningurinn reyndist ráðherranum erfiður.visir/gvaEygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherraEygló er að mörgu leyti á sama báti og stalla hennar Ragnheiður Elín; henni er legið á hálsi að hafa ekki komið mikilvægum málum, hvorki lönd né strönd. Þar ber vitaskuld húsnæðismálin hæst. Eygló geldur þess að ríkisstjórnin keyrði á umdeilt kosningamál sem kallast „Leiðréttingin“ – húsnæðiseigendur fengu úr ríkissjóði fjármagn til að mæta ætluðum skaða sem þeir höfðu orðið fyrir vegna hækkandi húsnæðislána og lækkandi fasteignaverðs. Fyrir liggur að húsnæðisverð hefur hækkað um marga tugi prósenta á síðustu fjórum árum, þannig að skaðinn er umdeilanlegur. Ungt fólk á erfiðara með fasteignakaup og eftir sitja leigjendur óbættir hjá garði, leiguverð hefur rokið uppúr öllu valdi, hækkað um 40 prósent á fjórum árum, bæði vegna þessa sem og aukins ferðamannastraums. Ekkert hefur gengið að koma á koppinn frumvarpi um húsnæðismál sem ætlað er að bæta úr versnandi ástandi á húsnæðismarkaði. Og Eygló hefur verið látin dingla í þeirri stöðu og taka hitann. Þá lenti Eygló í máli sem seint mun nú teljast stórt en telst afskapleg neyðarlegt fyrir konu í hennar stöðu, sem var þegar hún kynnti byltingarkenndar sparnaðarleiðir sem gengu út á að stytta mætti byggingartíma og lækka kostnað – ef 10 til 15 aðilar kæmu að byggingu húss og hver og einn væri með jafnt hlutfall í byggingarkostnaðinum og lækkaði kostnað hjá sér um 1 prósent, mætti lækka heildarkostnað um 10 til 15 prósent. Einhverjir urðu til þess að benda á að samlagning gangi ekki þegar prósentureikningur er annars vegar.Sigrún Magnúsdóttir kemur inn í ríkisstjórnina nánast sem fulltrúi Sigmundar Davíðs og holdgervingur Framsóknarflokksins. Henni finnst Sigmundur grátt leikinn.visir/vilhelmSigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherraSigrún heldur sínu ráðuneyti og hún kemur nú inn í ríkisstjórnina nánast sem móralskur fulltrúi Sigmundar Davíðs. Hún lítur á þetta sem persónulegan harmleik og að ómaklega hafi verið vegið að Sigmundi. Sigrún hefur, eins og aðrir umhverfisráðherrar, verið milli steins og sleggju milli ríkisstjórnar sem vill framkvæmdir og virkjanir og svo þess að eiga að heita fulltrúi náttúruverndarsjónarmiða. Sigrún hefur vissulega lent í klemmu þess vegna en líkast til hefur hún lent í verstu hremmingunum vegna skilyrðislausrar trúfestu sinnar við Sigmund, og má þar nefna gerræði fráfarandi forsætisráðherra vegna hafnargarðs sem hann vildi óvænt vernda og svo þau sjónarmið sem byggja á því sem mörgum þykir fornaldarlegur, og jafnvel lýsa afdalahugsunarhætti. Lýsandi dæmi um það er furðumál sem snýr að fæðuöryggi, ótta við erlend áhrif; þá við bandaríska smásölurisann Costco sem vildi koma hér undir sig fótunum. Margir klóruðu sér í kollinum þegar Sigrún fullyrti, í því samhengi, að langlífi Íslendinga byggi á góðu mataræði. „Viljum við fórna því, að spara kannski einhverjar krónur í innfluttu kjöti , gegn heilsuleysi síðar á ævinni. Ég segi nei takk.“ Forstjóri Haga furðaði sig á þessum ummælum. Þessar alhæfingar reyndust svo í takti við skoðanir Sigmundar sjálfs sem óvænt greindi frá því að ef menn borða kjöt erlendis, sem ekki er nógu eldað, þá sé hætta á sýkingu sem getur leitt til breytinga á hegðunarmynstri.“Ólöf Nordal innanríkisráðherra Ónefnd er þá Ólöf, en hún á við erfið veikindi að stríða og er sú ástæðan fyrir því að hún er ekki með á hinni sögulegu mynd, af nýrri ríkisstjórn. Ólöf gegnir mikilvægu hlutverki, hún er yfir löggæslu í landinu, en þar hefur verið kraumandi óánægja með kjör sem hafa stefnt almennu öryggi í hættu en lögregluþjónar hafa brugðist við með ýmsum hætti þó þeim sé lögum samkvæmt bannað að fara í verkfall. Ólöf er svo í félagi með þeim Sigmundi Davíð og Bjarna, sem ein þriggja ráðherra sem tengjast Panamaskjölunum.Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra Lilja Dögg er sú eina sem mætir til leiks með hreint borð og hlýtur í þessu samhengi að teljast algjört spurningarmerki. En, víst er að hún á ekki auðvelda tíð fyrir höndum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Lekastjórnin hefur lokið störfum: Hanna Birna, Icehot1 og Panama-skjölin Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem leyst var frá störfum í gær verður án efa minnst fyrir margt, ekki síst fyrir lekana þrjá sem skóku hana, en tveir þeirra leiddu til þess að ráðherrar sögðu af sér embætti. 8. apríl 2016 10:00 Sjáðu fyrstu ræðu Lilju á þingi: „Stjórnarfarslegur stöðugleiki er kominn á í landinu“ Lagði herslu á að greina áhrif erlendrar umfjöllunar á orðspor Íslands eftir Wintris-storminn. 8. apríl 2016 13:00 „Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eins og partý sem hefur staðið of lengi“ Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ráðuneytis síns á Alþingi í morgun sem mælist misvel fyrir. 8. apríl 2016 10:59 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur mátt hafa mikið fyrir því að berja í brestina, bæði inná við sem út á við. Ef honum tekst að halda sjó, með hina nýju ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar, hlýtur það að teljast stórkostlegt pólitískt afrek. Vísir hefur heimildir fyrir því að innan Sjálfstæðisflokksins gæti verulegrar óánægju með áframhaldandi samstarf við Framsóknarflokk. Þar innan dyra er veruleg óánægja einnig. Má þar nefna að nýr ráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir var yfirlýstur Evrópusinni, en hornsett er Vigdís Hauksdóttir sem sjálf hefur minnt á það að hún leiddi Framsóknarflokkinn til stærsta kosningasigurs í sögu flokksins, í Reykjavík suður. Hér verður í mjög grófum dráttum rifjuð upp mál sem hvert um sig hefði stórskaðað hvern þann ráðamann sem í hlut á og ríkisstjórnina. Það er tæpt á málum og ítarefni má finna á meðfylgjandi hlekkjum. Því allt hefur þetta verið í brennidepli fjölmiðlanna. Þrátt fyrir efnahagslegan uppgang og mikinn meirihluta á þingi er ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar ein sú umdeildasta sem setið hefur.Ný ríkisstjórn biður um frið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hrökklaðist við illan leik frá embætti en er eftir sem áður formaður flokksins: Framsóknarmenn koma til samstarfsins með uppáskrifað bréf þess efnis að Sigmundur hafi ekki gert neitt rangt. Einhver gæti talið þetta æpandi þversögn. Kjósendur, þeir sem telja pólitíska ábyrgð einhvers virði, munu eiga erfitt með að fá þetta til að koma heim og saman. Bjarni biðlar til flokksmanna sinna, samstarfsflokks og almennings að gefa ríkisstjórninni frið til að ljúka málum sem hann telur mikilvæg. Það hefur hann hins vegar gert af nokkrum þótta, þegar auðmýkt hefði verið meira viðeigandi, í athyglisverðu viðtali í stiga í Alþingishúsinu, þegar ný ríkisstjórn var kynnt til sögunnar. Bjarni er í afar þröngri stöðu, vegna tengsla sinna við Panamaskjölin. Hann gat varla farið fram á forsætisráðuneytið og það hefði verið afkáralegt fyrir hann, sem formaður Sjálfstæðisflokksins, að sitja í ríkisstjórn Einars K. Guðfinnssonar forseta þingsins, en það var nefnt sem einn kostur í stöðunni. Og, það verður að segjast sem er að sjaldan eða aldrei hefur nokkur ríkisstjórn tekið við völdum og mætt svo hölt til leiks. Hún kemur sannarlega ekki að hreinu borði. Hver af öðrum hafa ráðherrarnir fengist við umdeild mál, sum hver sem hljóta að gera þeim erfitt fyrir. Trúverðugleikinn hlýtur eðli máls samkvæmt að ramba á barmi hengiflugsins. Það sýna stærstu mótmæli sögunnar sem voru á Austurvelli á mánudaginn. Og traustið er rýrt.Sigurður Ingi í kröppum dansi, ræðir hér makrílfrumvarpið sem er eitt fjölmargra mála sem reynst hafa honum erfið en þar var hann vændur um að ganga erinda útgerðarinnar.visir/stefánSigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherraÞetta er ríkisstjórn Sigurðar Inga, þó það sé Bjarni sem ber fyrst og fremst ábyrgð á henni. Hann hefur verið, sem varaformaður Framsóknarflokksins, einhver helsti talsmaður Sigmundar Davíðs í hans hremmingum. Hann hefur talað um að það sé ekkert að því að eiga fé í aflandsfélögum, ef menn borga af því skatta til samfélagsins. Það verður að teljast ofureinföldun, og nánast útúrsnúningur, á því atriði sem varð til þess að Sigmundur Davíð hrökklaðist frá. Fjölmargir þingmenn Framsóknarflokksins hafa gengið býsna langt í að verja Sigmund. En, Sigurður Ingi hefur heldur betur staðið í ströngu sem Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hæst ber það sem flestir túlka sem gerræðisleg vinnubrögð og maka laust klúður þegar hann vildi, í nafni byggðastefnu, flytja höfuðstöðvar Fiskistofu norður á Akureyri. Þetta var í mikilli óþökk starfsmanna þar og þó þeim væru boðnar aukagreiðslur fóru fæstir þeirra norður. Þetta mál reyndist ríkisstjórninni gríðarlega erfitt og logaði samfélagið stafna á milli. Sigurður Ingi dró að einhverju leyti í land. Stóra mál Sigurðar Inga, sem var fiskveiðistjórnunarfrumvarpið, strandaði. Almenningi bókstaflega blöskraði það að afnot útgerðarinnar af fiskimiðum yrðu bundin í lög til langs tíma. Sigurði Inga tókst ekki að koma þessu máli í gegnum þingið, og kenndi ráðherra um því að ekki reyndist sátt milli ríkisstjórnarflokkanna. Og nú síðast var Sigurður Ingi með afar umdeildan Búvörusamning á sinni könnu. Ekki bara var það að kostnaður við þann samning væri stjarnfræðilegur, 18 milljarðar á ári til tíu ára, heldur hefur sá samningur verið verulega umdeildur innan bændastéttarinnar; því til stendur að afleggja kvótakerfi þar sem margir bændur reiða sig á. Þá er ónefnt hið umdeilda makrílmál en rúmlega 30 þúsund manns skrifuðu undir hjá Þjóðareign en Sigurður Ingi var þá vændur um að ganga erinda útgerðarinnar.Bjarni Benediktsson hefur átt í margvíslegum vanda, allt frá Borgunarmálinu yfir í IceHot1-málsins.visir/ernirBjarni Benediktsson fjármálaráðherraBjarni hefur staðið í ströngu þau þrjú ár sem hann hefur verið fjármálaráðherra. Honum hefur lítt gengið að hrista af sér Borgunarmálið svokallaða, sem í grófum dráttum gengur út á það að ættingjar hans keyptu Borgun af Landsbankanum, og þar með af ríkinu, á vildarkjörum. Þó Bjarni sverji og sárt við leggi að hann hafi hvergi komið nærri málum, þá snýr það mál ef til vill ekki að því hvort hann hafi beitt sér í málinu og að það sannist heldur hinu stjórnsýslulega atriði sem snýr að því að stjórnvaldsaðgerðir séu yfir allan vafa hafinn. Grunurinn einn dugi til vanhæfis – því hann dregur úr trúverðugleika ríkisvaldsins alls. Bjarni er svo í flokki með Sigmundi Davíð, hann tengist aflandsreikningum og hefur sem slíkur vakið heimsathygli í tengslum við Panamaskjölin. Erlendir fjölmiðlar margir hverjir skilja ekki hvernig hann honum er sætt – þannig býður orðspor Íslands hnekki. Það svo gæti haft í för með sér skaða á vettvangi alþjóðaviðskipta. Þá má að lokum nefna skandal, málið sem tengdist framhjáhaldsvefnum Ashley Madison. Fram kom að þar er Bjarni Benediktsson skráður til leiks undir nafninu IceHot1. Það reyndist Bjarna erfitt en því var mætt með taktík sem seinna hefur orðið þekkt. Eiginkona hans skrifaði Facebook-færslu um að þau hjónin hafi gert þetta saman í fíflaskap. Og málið fjaraði út.Illugi Gunnarsson barðist um á hæl og hnakka í Orku Energy-málinu en má sætta sig við það að vera pólitískt stórskaðaður.visir/anton brinkIllugi Gunnarsson menntamálaráðherraIllugi heldur sæti sínu sem menntamálaráðherra. Líkast til er enginn í ráðherraliðinu í eins erfiðri stöðu og einmitt Illugi. Þar ber hæst Orka Energy-málið; sem fjallað hefur verið ítarlega um og snýst um það að hlutlægni Illuga getur ekki verið yfir vafa hafin. Hann er sakaður um að hafa greitt fyrir viðskiptum Orku Energy við Kínverja en var sjálfur tengdur fyrirtækinu á margvíslegan hátt, svo sem þeim að Haukur Harðarson, stjórnarformaður, skar Illuga úr fjárhagslegum erfiðleikum og keypti íbúð Illuga, sem hann var við að missa, og leigði honum þá aftur. Illugi barðist um á hæl og hnakka en situr eftir stórskaðaður pólitískt. Þá er Illuga legið á hálsi að láta fjölmiðla alls ekki ná í sig þegar einhver óþægileg mál eru annars vegar, og er hann sannarlega ekki einn um það í ráðherraliðinu. Þó einhverjum hefði þótt þetta vel í lagt eru fjölmörg önnur mál sem hafa reynst Illuga ákaflega erfið. Illugi þurfti að mæta hatrömmum kennaraverkföllum, gríðarleg óánægja braust út meðal flestra starfsmanna menntamála með kjör sín. Hann þótti sýna gerræðisleg vinnubrögð í áformum sínum um styttingu menntaskólanáms og þá hafa málefni RÚV reynst honum erfið; niðurskurður þar og umræða um að stjórnvöld séu að beita ríkisfjölmiðilinn fantabrögðum. Illugi hefur verið vændur um að hafa gengið bak orða sinna um aukið fjármagn, þá við Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóra og fyrrverandi stjórnarformann RÚV, Ingva Hrafn Óskarsson, sem sagði af sér þegar afgreiðsla ríkisstjórnar og þings lá fyrir; um hvernig endurfjármögnun stofnunarinnar yrði háttað.Kristján Þór hefur siglt furðu lygnan sjó sjálfur að teknu tilliti til ófremdarástands í heilbrigðismálum og verkfalla.visir/gvaKristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherraÞað verður að segjast alveg eins og er að Kristján Þór hefur spilað furðu vel úr þeirri erfiðu stöðu sem fylgir því að vera heilbrigðisráðherra. Íslandsmet Kára Stefánssonar í undirskriftasöfnun, þar sem 80 þúsund einstaklingar krefjast úrbóta í heilbrigðismálum snúa, eða snéru, ekki að honum heldur Sigmundi Davíð. Kristján Þór hefur fengið sinn skammt af verðugum verkefnum. Ófremdarástand hefur að sönnu verið á Landspítalanum og það hlýtur að vera á hans borði. Og verkföll heilbrigðisstarfsfólks hafa ekki orðið til að auka vinsældir ráðherrans. En, einhvern veginn er það svo að hann, sennilega einn ráðherra sem hefur sloppið að mestu frá hrakalegri gagnrýni. Sem er athyglisvert í ljósi embættis hans.Gunnar Bragi Sveinsson. Aðildarviðræðnamálið gekk nærri að ríkisstjórninni dauðri.Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherraVart má milli sjá, þegar umdeilanleg staða ráðherra er skoðuð, hvort stendur hallari fæti, Illugi eða Gunnar Bragi. Hér logaði allt í mótmælum vegna undarlegra vendinga, þegar Gunnar Bragi reyndi, sem utanríkisráðherra, að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið og fara með það erindi hjá Alþingi. Einkennileg samskipti hans við Evrópusambandið urðu ekki til að auka hróður Íslands á alþjóðavettvangi, vel á 6. tug þúsunda söfnuðust þar sem minnt var á að flestir, ef ekki allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, lofuðu því að kosið yrði um hvort aðildarviðræðum yrði haldið áfram. Og mikill meirihluti þjóðarinnar lét í ljós þá skoðun sína í skoðanakönnunum að um þetta ætti að kjósa. Einhver gæti haldið því fram, í því ljósi, að lýðræðislegt umboð stjórnarinnar allrar sé þar með véfengjanlegt. Mikla reiði vegna málsins mátti jafnframt greina á samskiptamiðlinum Facebook. Sagan sýnir að menn vaxa yfirleitt í embætti utanríkisráðherra, og þrátt fyrir aðildarviðræðumálið á það að nokkru við um Gunnar Braga, meðal annars þegar hann tók afstöðu gegn útgerðinni í kröfum þeirra í makrílmálinu svokallaða, þá í tengslum við alþjóðlegar viðskiptavinganir á hendur Rússum. En, það gæti svo reynst honum fjötur um fót nú, sem nýr sjávarútvegsráðherra.Raghneiður Elín hefur fengið sinn skammt af erfiðum málum, stórum og smáum, það neyðarlegasta líkast til nýlegur lopapeysuskandall.Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherraRagnheiður heldur sínu ráðuneyti og það mun reynast mörgum erfitt að kreista fram þann þanka að binda vonir við verk hennar í nýrri ríkisstjórn. Hún hefur fengið sinn skammt af erfiðum mikilvægum málum til að takast á við. Þar ber náttúrupassann hæst. Algert ófremdarástand ríkir í hinni nýju og mikilvægustu atvinnugrein sem er ferðaþjónustan. Fjölmiðlar hafa undanfarin ár flutt sannkallaðar hryllingsfréttir af ástandinu þar. Sem snúa að grunnþjónustu eins og þeirri að ferðamenn geti komist á salerni. Engin samræmd stjórn virðist á málum og hefur ríkisstjórnin borið við að fé skorti. Það fé ætlaði Ragnheiður að sækja með hugmynd sinni um náttúrupassa, en það mál reynst gríðarlega umdeilt, innan sem utan atvinnugreinarinnar og strandaði. Meðan á þeim vandræðagangi hefur staðið hefur ástandið versnað. Þá er víst að Ragnheiður Elín situr undir vaxandi þrýstingi í sínu kjördæmi, en hún var ekki síst kosin til að ýta iðnaði í Helguvík áfram, en það verkefni virðist einnig vera að sigla í strand. Og vart verður skilið við ráðherraferil Ragnheiðar Elínar án þess að rifja upp lopapeysuskandalinn, þegar hún afhenti borgarstjóra Chicaco-borgar lopapeysu sem framleidd hafði verið í Kína. Þannig tókst Ragnheiði að móðga sjálft Handprjónasambandið.Eygló Harðardóttir, sem margir bundu vonir við hefur ekki náð að þoka húsnæðismálum lönd né strönd. Og prósentureikningurinn reyndist ráðherranum erfiður.visir/gvaEygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherraEygló er að mörgu leyti á sama báti og stalla hennar Ragnheiður Elín; henni er legið á hálsi að hafa ekki komið mikilvægum málum, hvorki lönd né strönd. Þar ber vitaskuld húsnæðismálin hæst. Eygló geldur þess að ríkisstjórnin keyrði á umdeilt kosningamál sem kallast „Leiðréttingin“ – húsnæðiseigendur fengu úr ríkissjóði fjármagn til að mæta ætluðum skaða sem þeir höfðu orðið fyrir vegna hækkandi húsnæðislána og lækkandi fasteignaverðs. Fyrir liggur að húsnæðisverð hefur hækkað um marga tugi prósenta á síðustu fjórum árum, þannig að skaðinn er umdeilanlegur. Ungt fólk á erfiðara með fasteignakaup og eftir sitja leigjendur óbættir hjá garði, leiguverð hefur rokið uppúr öllu valdi, hækkað um 40 prósent á fjórum árum, bæði vegna þessa sem og aukins ferðamannastraums. Ekkert hefur gengið að koma á koppinn frumvarpi um húsnæðismál sem ætlað er að bæta úr versnandi ástandi á húsnæðismarkaði. Og Eygló hefur verið látin dingla í þeirri stöðu og taka hitann. Þá lenti Eygló í máli sem seint mun nú teljast stórt en telst afskapleg neyðarlegt fyrir konu í hennar stöðu, sem var þegar hún kynnti byltingarkenndar sparnaðarleiðir sem gengu út á að stytta mætti byggingartíma og lækka kostnað – ef 10 til 15 aðilar kæmu að byggingu húss og hver og einn væri með jafnt hlutfall í byggingarkostnaðinum og lækkaði kostnað hjá sér um 1 prósent, mætti lækka heildarkostnað um 10 til 15 prósent. Einhverjir urðu til þess að benda á að samlagning gangi ekki þegar prósentureikningur er annars vegar.Sigrún Magnúsdóttir kemur inn í ríkisstjórnina nánast sem fulltrúi Sigmundar Davíðs og holdgervingur Framsóknarflokksins. Henni finnst Sigmundur grátt leikinn.visir/vilhelmSigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherraSigrún heldur sínu ráðuneyti og hún kemur nú inn í ríkisstjórnina nánast sem móralskur fulltrúi Sigmundar Davíðs. Hún lítur á þetta sem persónulegan harmleik og að ómaklega hafi verið vegið að Sigmundi. Sigrún hefur, eins og aðrir umhverfisráðherrar, verið milli steins og sleggju milli ríkisstjórnar sem vill framkvæmdir og virkjanir og svo þess að eiga að heita fulltrúi náttúruverndarsjónarmiða. Sigrún hefur vissulega lent í klemmu þess vegna en líkast til hefur hún lent í verstu hremmingunum vegna skilyrðislausrar trúfestu sinnar við Sigmund, og má þar nefna gerræði fráfarandi forsætisráðherra vegna hafnargarðs sem hann vildi óvænt vernda og svo þau sjónarmið sem byggja á því sem mörgum þykir fornaldarlegur, og jafnvel lýsa afdalahugsunarhætti. Lýsandi dæmi um það er furðumál sem snýr að fæðuöryggi, ótta við erlend áhrif; þá við bandaríska smásölurisann Costco sem vildi koma hér undir sig fótunum. Margir klóruðu sér í kollinum þegar Sigrún fullyrti, í því samhengi, að langlífi Íslendinga byggi á góðu mataræði. „Viljum við fórna því, að spara kannski einhverjar krónur í innfluttu kjöti , gegn heilsuleysi síðar á ævinni. Ég segi nei takk.“ Forstjóri Haga furðaði sig á þessum ummælum. Þessar alhæfingar reyndust svo í takti við skoðanir Sigmundar sjálfs sem óvænt greindi frá því að ef menn borða kjöt erlendis, sem ekki er nógu eldað, þá sé hætta á sýkingu sem getur leitt til breytinga á hegðunarmynstri.“Ólöf Nordal innanríkisráðherra Ónefnd er þá Ólöf, en hún á við erfið veikindi að stríða og er sú ástæðan fyrir því að hún er ekki með á hinni sögulegu mynd, af nýrri ríkisstjórn. Ólöf gegnir mikilvægu hlutverki, hún er yfir löggæslu í landinu, en þar hefur verið kraumandi óánægja með kjör sem hafa stefnt almennu öryggi í hættu en lögregluþjónar hafa brugðist við með ýmsum hætti þó þeim sé lögum samkvæmt bannað að fara í verkfall. Ólöf er svo í félagi með þeim Sigmundi Davíð og Bjarna, sem ein þriggja ráðherra sem tengjast Panamaskjölunum.Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra Lilja Dögg er sú eina sem mætir til leiks með hreint borð og hlýtur í þessu samhengi að teljast algjört spurningarmerki. En, víst er að hún á ekki auðvelda tíð fyrir höndum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Lekastjórnin hefur lokið störfum: Hanna Birna, Icehot1 og Panama-skjölin Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem leyst var frá störfum í gær verður án efa minnst fyrir margt, ekki síst fyrir lekana þrjá sem skóku hana, en tveir þeirra leiddu til þess að ráðherrar sögðu af sér embætti. 8. apríl 2016 10:00 Sjáðu fyrstu ræðu Lilju á þingi: „Stjórnarfarslegur stöðugleiki er kominn á í landinu“ Lagði herslu á að greina áhrif erlendrar umfjöllunar á orðspor Íslands eftir Wintris-storminn. 8. apríl 2016 13:00 „Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eins og partý sem hefur staðið of lengi“ Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ráðuneytis síns á Alþingi í morgun sem mælist misvel fyrir. 8. apríl 2016 10:59 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Lekastjórnin hefur lokið störfum: Hanna Birna, Icehot1 og Panama-skjölin Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem leyst var frá störfum í gær verður án efa minnst fyrir margt, ekki síst fyrir lekana þrjá sem skóku hana, en tveir þeirra leiddu til þess að ráðherrar sögðu af sér embætti. 8. apríl 2016 10:00
Sjáðu fyrstu ræðu Lilju á þingi: „Stjórnarfarslegur stöðugleiki er kominn á í landinu“ Lagði herslu á að greina áhrif erlendrar umfjöllunar á orðspor Íslands eftir Wintris-storminn. 8. apríl 2016 13:00
„Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eins og partý sem hefur staðið of lengi“ Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ráðuneytis síns á Alþingi í morgun sem mælist misvel fyrir. 8. apríl 2016 10:59