Olíuleitarleiðangur á Drekasvæðið í vor Kristján Már Unnarsson skrifar 2. apríl 2016 19:00 Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun. Þar með verða báðir sérleyfishóparnir komnir af stað í olíuleitina. Fyrsti olíuleitarleiðangurinn á vegum sérleyfishafa lagði upp á frá Reyðarfirði í byrjun septembermánaðar í fyrra. Þá sigldi rannsóknarskip ásamt aðstoðarskipi í fjögurra vikna leiðangur en tilgangurinn var að leita merkja um olíu á Drekasvæðinu með bergmálsmælingum. Drekasvæðið er djúpt norðaustur af Langanesi, tveir hópar hafa þar sérleyfi til olíuleitar, en leiðangurinn í haust var á vegum hópsins sem kínverska ríkisolíufélagið CNOOC fer fyrir. En nú er hinn hópurinn einnig að fara af stað, hópur undir forystu kanadíska félagsins Ithaca, en sérleyfi hans er norðar á svæðinu og nær alveg að lögsögumörkunum við Jan Mayen. Norska ríkisolíufélagið Petoro er fjórðungshluthafi í báðum leyfum en íslenskir aðilar, báðir á vegum Eykons Energy, eru einnig meðeigendur. Búist er við að rannsóknarskipið Harrier Explorer, í eigu norska félagsins Seabird Exploration, verði sent á Drekasvæðið fyrri hluta sumars, en Seabird tilkynnti nýlega að það hefði tekið að sér að gera þar tvívíðar bergmálsmælingar. Fram kom í tilkynningunni að gert sé ráð fyrir að leiðangurinn taki tvær til þrjár vikur og að honum ljúki fyrir lok júnímánaðar. Ithaca var raunar ekki nefnt í tilkynningunni en ljóst má vera að kanadíska félagið er kaupandi rannsóknargagnanna, vegna skuldbindinga sem sérleyfið felur í sér. Sérleyfið, sem íslensk stjórnvöld veittu, felur nefnilega ekki aðeins í sér rétt til að leita að olíu og vinna hana, heldur einnig skyldu til að framkvæma ákveðnar grunnrannsóknir og afhenda íslenskum stjórnvöldum niðurstöðurnar fyrir tilskilin tímamörk, í tilviki Ithaca fyrir næstu áramót. Skuldbindingarnar knýja kanadíska félagið því til standa fyrir mörghundruð milljóna króna leiðangri í sumar til að rannsaka Drekasvæðið. Fyrstu sérleyfum á Drekasvæðið var úthlutað í Ráðherrabústaðnum fyrir þremur árum.Vísir/Stefán. Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15 Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun. Þar með verða báðir sérleyfishóparnir komnir af stað í olíuleitina. Fyrsti olíuleitarleiðangurinn á vegum sérleyfishafa lagði upp á frá Reyðarfirði í byrjun septembermánaðar í fyrra. Þá sigldi rannsóknarskip ásamt aðstoðarskipi í fjögurra vikna leiðangur en tilgangurinn var að leita merkja um olíu á Drekasvæðinu með bergmálsmælingum. Drekasvæðið er djúpt norðaustur af Langanesi, tveir hópar hafa þar sérleyfi til olíuleitar, en leiðangurinn í haust var á vegum hópsins sem kínverska ríkisolíufélagið CNOOC fer fyrir. En nú er hinn hópurinn einnig að fara af stað, hópur undir forystu kanadíska félagsins Ithaca, en sérleyfi hans er norðar á svæðinu og nær alveg að lögsögumörkunum við Jan Mayen. Norska ríkisolíufélagið Petoro er fjórðungshluthafi í báðum leyfum en íslenskir aðilar, báðir á vegum Eykons Energy, eru einnig meðeigendur. Búist er við að rannsóknarskipið Harrier Explorer, í eigu norska félagsins Seabird Exploration, verði sent á Drekasvæðið fyrri hluta sumars, en Seabird tilkynnti nýlega að það hefði tekið að sér að gera þar tvívíðar bergmálsmælingar. Fram kom í tilkynningunni að gert sé ráð fyrir að leiðangurinn taki tvær til þrjár vikur og að honum ljúki fyrir lok júnímánaðar. Ithaca var raunar ekki nefnt í tilkynningunni en ljóst má vera að kanadíska félagið er kaupandi rannsóknargagnanna, vegna skuldbindinga sem sérleyfið felur í sér. Sérleyfið, sem íslensk stjórnvöld veittu, felur nefnilega ekki aðeins í sér rétt til að leita að olíu og vinna hana, heldur einnig skyldu til að framkvæma ákveðnar grunnrannsóknir og afhenda íslenskum stjórnvöldum niðurstöðurnar fyrir tilskilin tímamörk, í tilviki Ithaca fyrir næstu áramót. Skuldbindingarnar knýja kanadíska félagið því til standa fyrir mörghundruð milljóna króna leiðangri í sumar til að rannsaka Drekasvæðið. Fyrstu sérleyfum á Drekasvæðið var úthlutað í Ráðherrabústaðnum fyrir þremur árum.Vísir/Stefán.
Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15 Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15
Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00
Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45