30 prósent af EM-hóp íslenska landsliðsins eru "nýliðar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2016 06:00 Strákarnir fagna því að vera komnir á EM í Frakklandi. Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið sem er á leiðinni á EM í Frakklandi hefur verið í mótun í mörg ár og margir leikmannanna hafa öðlast mikla landsleikjareynslu þótt þeir mæti nú á stóra sviðið svolítið blautir á bak við eyrun. Árangurslaus og áhugalaus ár landsliðsins fyrir nokkrum árum eru kannski í dag eins og fjarlæg martröð eftir ævintýralegan árangur strákanna okkar síðustu ár, en þau skipta samt liðið í dag máli. Liðið var vissulega í miklum vandræðum undir stjórn Ólafs Jóhannessonar en hans verður þó alltaf minnst sem landsliðsþjálfarans sem gaf flestum úr gullkynslóðinni sín fyrstu kynni af því að spila fyrir A-landsliðið. Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska landsliðsins, sá líka ástæðu til þess að þakka þeim Ólafi Jóhannessyni og Pétri Péturssyni fyrir að gefa mörgum af þessum strákum sem eru nú á leiðinni á Evrópumótið sína frumraun með landsliðinu.Sjö af ellefu sem byrjuðu á móti Hollandi Átta úr EM-hópnum léku sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ólaf og sjö þeirra spiluðu sinn fyrsta leik í keppni í þjálfaratíð hans. Það er ekki þó bara fjöldinn sem skiptir hér máli heldur hverjir þetta eru. Af ellefu byrjunarliðsmönnum í sigrinum eftirminnilega á móti Hollandi í Amsterdam í september í fyrra spiluðu sjö þeirra fyrsta leikinn fyrir Ólaf en aðeins einn lék sinn fyrsta landsleik í tíð Lars og Heimis. Landsliðið hefur náð frábærum árangri síðustu ár undir stjórn þeirra Lars og Heimis en liðið er samt sem áður í stöðugri þróun. Níu af leikmönnum léku sinn fyrsta landsleik eftir að þeir tóku við liðinu og sjö leikmannanna hafa aðeins spilað í vináttulandsleikjum. Þeir eru í raun enn þá nýliðar í landsliðinu því það er tvennt ólíkt að spila vináttuleik fyrir Ísland eða leik í undankeppni stórmóts. Það að þrjátíu prósent EM-hópsins hafi ekki spilað leik sem skiptir máli er kannski há tala en þegar á hólminn er komið munu þeir Lars og Heimir örugglega veðja á þá stráka sem sáu til þess að Ísland fær að leika á stóra sviðinu í fyrsta sinn í næsta mánuði. Liðsheildin sem þeir hafa náð að mynda í kringum sína fastamenn er mögnuð og án vafa það sem hefur komið íslenska liðinu svona langt. Fram undan eru vináttuleikir við Noreg og Liechtenstein í þessari viku og svo byrjar fjörið eftir aðeins fimmtán daga þegar Ísland tekur á móti Cristiano Ronaldo g félögum í í portúgalska landsliðnu. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Sjá meira
Íslenska landsliðið sem er á leiðinni á EM í Frakklandi hefur verið í mótun í mörg ár og margir leikmannanna hafa öðlast mikla landsleikjareynslu þótt þeir mæti nú á stóra sviðið svolítið blautir á bak við eyrun. Árangurslaus og áhugalaus ár landsliðsins fyrir nokkrum árum eru kannski í dag eins og fjarlæg martröð eftir ævintýralegan árangur strákanna okkar síðustu ár, en þau skipta samt liðið í dag máli. Liðið var vissulega í miklum vandræðum undir stjórn Ólafs Jóhannessonar en hans verður þó alltaf minnst sem landsliðsþjálfarans sem gaf flestum úr gullkynslóðinni sín fyrstu kynni af því að spila fyrir A-landsliðið. Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska landsliðsins, sá líka ástæðu til þess að þakka þeim Ólafi Jóhannessyni og Pétri Péturssyni fyrir að gefa mörgum af þessum strákum sem eru nú á leiðinni á Evrópumótið sína frumraun með landsliðinu.Sjö af ellefu sem byrjuðu á móti Hollandi Átta úr EM-hópnum léku sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ólaf og sjö þeirra spiluðu sinn fyrsta leik í keppni í þjálfaratíð hans. Það er ekki þó bara fjöldinn sem skiptir hér máli heldur hverjir þetta eru. Af ellefu byrjunarliðsmönnum í sigrinum eftirminnilega á móti Hollandi í Amsterdam í september í fyrra spiluðu sjö þeirra fyrsta leikinn fyrir Ólaf en aðeins einn lék sinn fyrsta landsleik í tíð Lars og Heimis. Landsliðið hefur náð frábærum árangri síðustu ár undir stjórn þeirra Lars og Heimis en liðið er samt sem áður í stöðugri þróun. Níu af leikmönnum léku sinn fyrsta landsleik eftir að þeir tóku við liðinu og sjö leikmannanna hafa aðeins spilað í vináttulandsleikjum. Þeir eru í raun enn þá nýliðar í landsliðinu því það er tvennt ólíkt að spila vináttuleik fyrir Ísland eða leik í undankeppni stórmóts. Það að þrjátíu prósent EM-hópsins hafi ekki spilað leik sem skiptir máli er kannski há tala en þegar á hólminn er komið munu þeir Lars og Heimir örugglega veðja á þá stráka sem sáu til þess að Ísland fær að leika á stóra sviðinu í fyrsta sinn í næsta mánuði. Liðsheildin sem þeir hafa náð að mynda í kringum sína fastamenn er mögnuð og án vafa það sem hefur komið íslenska liðinu svona langt. Fram undan eru vináttuleikir við Noreg og Liechtenstein í þessari viku og svo byrjar fjörið eftir aðeins fimmtán daga þegar Ísland tekur á móti Cristiano Ronaldo g félögum í í portúgalska landsliðnu.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Sjá meira