Nútíð gegn fortíð Stjórnarmaðurinn skrifar 1. júní 2016 11:00 Stjórnarmaðurinn er nú ekki vanur að velta pólitík fyrir sér um of, en varla er annað hægt nú í ljósi sögulegra forsetakosninga sem fram undan eru. Hann fylgdist því agndofa með rimmu þeirra Davíðs Oddssonar og Guðna Th. Jóhannessonar í sjónvarpsþættinum Eyjunni á dögunum. Davíð var í kunnuglegum gír – réðst að Guðna af öllum mögulegum og ómögulegum ástæðum. Flestum þó ómögulegum. Guðni átti að hafa gert lítið úr meintum sigrum Íslendinga í þorskastríðinu, sem lauk um það leyti sem hann fæddist. Hann átti að vera stækur Evrópusinni og einn helsti hvatamaður þess að Ísland undirgengist Icesave-skuldbindingarnar. Allt væri þetta sem eitur í beinum Davíðs og hans manna – næsti bær við landráð. Sem fyrr eru engir gráir fletir í tilveru Davíðs. Það er allt eða ekkert, með eða/og á móti. Stjórnarmaðurinn er einn þeirra sem glöddust þegar Davíð kynnti framboð sitt. Þótt ekki væri nema fyrir skemmtanagildið. Gamanið var þó fljótt að kárna þegar gamli vígamaðurinn birtist í öllu sínu veldi eftir hófstillta byrjun. Blessunarlega virðast meðul á borð við þau sem Davíð beitir hætt að virka. Þau eiga líklega ekki erindi á tölvuöld. Auðvelt að kveða niður hálfkveðnar vísur og leiðrétta hálfsannleik. Fólk sem er yngra en frambjóðandinn sjálfur hefur tól til að greina réttar fullyrðingar frá röngum á andartaki. Niðurstöður kannana í kjölfar árása Davíðs eru órækur vitnisburður um þetta. Kannanir benda til að frekar fjari undan honum en hitt. Það er líka eina lógíska niðurstaðan eftir sjónvarpserjur síðustu daga. Það er einfaldlega ekki eftirspurn eftir klækjarefum sem planta illgresi í blett nágrannans án þess að huga að eigin órækt. Davíð ætti að horfast í augu við eigin fortíð áður en hann býr til sögur um aðra. Það væri ekki bara heillavænlegast í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir, heldur vonandi einnig farsælast þegar kemur að því að skrá söguna sem hann hefur keppst við að endurskrifa undanfarin ár. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Stjórnarmaðurinn er nú ekki vanur að velta pólitík fyrir sér um of, en varla er annað hægt nú í ljósi sögulegra forsetakosninga sem fram undan eru. Hann fylgdist því agndofa með rimmu þeirra Davíðs Oddssonar og Guðna Th. Jóhannessonar í sjónvarpsþættinum Eyjunni á dögunum. Davíð var í kunnuglegum gír – réðst að Guðna af öllum mögulegum og ómögulegum ástæðum. Flestum þó ómögulegum. Guðni átti að hafa gert lítið úr meintum sigrum Íslendinga í þorskastríðinu, sem lauk um það leyti sem hann fæddist. Hann átti að vera stækur Evrópusinni og einn helsti hvatamaður þess að Ísland undirgengist Icesave-skuldbindingarnar. Allt væri þetta sem eitur í beinum Davíðs og hans manna – næsti bær við landráð. Sem fyrr eru engir gráir fletir í tilveru Davíðs. Það er allt eða ekkert, með eða/og á móti. Stjórnarmaðurinn er einn þeirra sem glöddust þegar Davíð kynnti framboð sitt. Þótt ekki væri nema fyrir skemmtanagildið. Gamanið var þó fljótt að kárna þegar gamli vígamaðurinn birtist í öllu sínu veldi eftir hófstillta byrjun. Blessunarlega virðast meðul á borð við þau sem Davíð beitir hætt að virka. Þau eiga líklega ekki erindi á tölvuöld. Auðvelt að kveða niður hálfkveðnar vísur og leiðrétta hálfsannleik. Fólk sem er yngra en frambjóðandinn sjálfur hefur tól til að greina réttar fullyrðingar frá röngum á andartaki. Niðurstöður kannana í kjölfar árása Davíðs eru órækur vitnisburður um þetta. Kannanir benda til að frekar fjari undan honum en hitt. Það er líka eina lógíska niðurstaðan eftir sjónvarpserjur síðustu daga. Það er einfaldlega ekki eftirspurn eftir klækjarefum sem planta illgresi í blett nágrannans án þess að huga að eigin órækt. Davíð ætti að horfast í augu við eigin fortíð áður en hann býr til sögur um aðra. Það væri ekki bara heillavænlegast í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir, heldur vonandi einnig farsælast þegar kemur að því að skrá söguna sem hann hefur keppst við að endurskrifa undanfarin ár.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira