Sá besti í heimi þorir ekki til Ríó út af Zika veirunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2016 13:45 Jason Day, kona hans Ellie og börnin þeirra Dash og Lucy. Vísir/Getty Jason Day, sem er efstur á heimslistanum í golfi, hefur bæst í hóp þeirra íþróttamanna sem ætla ekki að fara á Ólympíuleikana í Ríó vegna ótta við Zika veiruna. Golf er nú í fyrsta sinn á Ólympíuleikum í 112 ár eða síðan á Ólympíuleikunum í St. Louis í Bandaríkjunum árið 1904. Það var því mikil spenna fyrir keppninni á leikunum og sumir farnir að tala um það sem fimmta risamótið á árinu 2016. Zika veiran hefur hinsvegar breytt miklu og að því virðist meira fyrir golfið en fyrir aðrar íþróttagreinar á leikunum. Ástralski kylfingurinn sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem hann það sé með mikill eftirsjá að hann dragi sig út en það sé vegna ótta síns við að smitast af Zika veirunni sem myndi í framhaldinu setja ófædd börn sín í hættu. Time segir frá eins og fleiri miðlar. Jason Day er 28 ára gamall og á tvö börn með konu sinni Ellie Harvey en þau eru fædd 2012 og 2015. Hann hefur verið í efsta sæti heimslistans frá því 27. mars eða í 14 vikur. Hann var einnig efstur í eina viku í september 2015 og í þrjár vikur frá 18. október til 7. nóvember 2015. Jason Day vann PGA-meistaramótið á síðasta ári og hefur verið meðal tíu efstu á tveimur fyrstu risamótum ársins 2016, í 10. sæti á Mastersmótinu og í 8. sæti á US Open. Í síðustu viku sagðist Rory McIlroy vera hættur við að fara til Ríó vegna áhyggna sinna yfir Zika-faraldrinum. Alls hafa fimm þekktir kylfingar hætt við að fljúga til Ríó í ágúst og það er allt eins líklega að sú tala muni hætta. Golf Zíka Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Jason Day, sem er efstur á heimslistanum í golfi, hefur bæst í hóp þeirra íþróttamanna sem ætla ekki að fara á Ólympíuleikana í Ríó vegna ótta við Zika veiruna. Golf er nú í fyrsta sinn á Ólympíuleikum í 112 ár eða síðan á Ólympíuleikunum í St. Louis í Bandaríkjunum árið 1904. Það var því mikil spenna fyrir keppninni á leikunum og sumir farnir að tala um það sem fimmta risamótið á árinu 2016. Zika veiran hefur hinsvegar breytt miklu og að því virðist meira fyrir golfið en fyrir aðrar íþróttagreinar á leikunum. Ástralski kylfingurinn sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem hann það sé með mikill eftirsjá að hann dragi sig út en það sé vegna ótta síns við að smitast af Zika veirunni sem myndi í framhaldinu setja ófædd börn sín í hættu. Time segir frá eins og fleiri miðlar. Jason Day er 28 ára gamall og á tvö börn með konu sinni Ellie Harvey en þau eru fædd 2012 og 2015. Hann hefur verið í efsta sæti heimslistans frá því 27. mars eða í 14 vikur. Hann var einnig efstur í eina viku í september 2015 og í þrjár vikur frá 18. október til 7. nóvember 2015. Jason Day vann PGA-meistaramótið á síðasta ári og hefur verið meðal tíu efstu á tveimur fyrstu risamótum ársins 2016, í 10. sæti á Mastersmótinu og í 8. sæti á US Open. Í síðustu viku sagðist Rory McIlroy vera hættur við að fara til Ríó vegna áhyggna sinna yfir Zika-faraldrinum. Alls hafa fimm þekktir kylfingar hætt við að fljúga til Ríó í ágúst og það er allt eins líklega að sú tala muni hætta.
Golf Zíka Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira