Verið góður en vill gera betur Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júlí 2016 08:00 Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks, er besti leikmaður fyrri umferðar Pepsídeildar karla samkvæmt einkunnagjöf Fréttablaðsins og Vísis en hann er með 6,73 í meðaleinkunn eftir ellefu umferðir. Breiðablik hefur eins og í fyrra aðeins fengið á sig átta mörk í fyrstu ellefu leikjunum. Vísir/Hanna Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks, er leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta en hann er efstur í einkunnagjöf blaðsins. Blaðamenn Fréttablaðsins og Vísis gefa öllum leikmönnum einkunn frá 1-10 og er Damir með 6,73 í meðaleinkunn. Hann er rétt á undan fyrirliða sínum Oliver Sigurjónssyni sem er í öðru sæti með 6,67 og þriðji Blikinn, Andri Rafn Yeoman, er með 6,55. „Þetta kemur mér aðeins á óvart. Mér finnst ég vera búinn að spila ágætlega en ég get gert miklu betur,“ segir Damir í viðtali við Fréttablaðið. „Ég er búinn að setja markið hátt fyrir sjálfan mig eftir síðasta ár.“Múrað fyrir markið Eins og í fyrra er Breiðablik aðeins búið að fá á sig átta mörk eftir ellefu umferðir. Liðið er nú í fjórða sæti með 19 stig, þremur stigum frá toppsætinu en á sama tíma í fyrra var það með 22 stig í þriðja sæti og tveimur stigum frá toppnum. Liðið er búið að skora fimm mörkum minna en á sama tíma í fyrra. „Ég hef verið ánægður með varnarleikinn. Við getum gert betur fram á við. Það er fínt að fá Árna Vilhjálms inn núna. Hann er mjög góður eins og sást í síðasta leik þar sem hann lagði upp þrjú mörk. Það hefur kannski vantað upp á hjá okkur,“ segir Damir en Blikaliðið er aðeins búið að skora þrettán mörk. Varnarleikur Blika í heild sinni hefur hlotið náð fyrir augum skríbenta Fréttablaðsins og Vísis því félagi hans í miðverðinum Elfar Freyr Helgason er einnig með yfir sex í meðaleinkunn sem og markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson. Þeir eru því miðverðirnir, markvörðurinn, varnarsinnaði miðjumaðurinn og besti pressuleikmaðurinn, Andri Rafn, með yfir sex.Elskar Gulla Damir hefur áður viðurkennt að hafa ekki tekið fótboltann nægilega alvarlega en hann tók sig vel í gegn þegar hann gekk í raðir Leiknis í 1. deildinni 2012. Gott tímabil þar fleytti honum til Ólafsvíkur í Pepsi-deildinni en Ólafur Kristjánsson fékk hann svo til Breiðabliks 2014 þar sem miðvörðurinn hefur blómstrað. Þrátt fyrir að spila mjög vel núna í eitt og hálft tímabil fær Damir ekki alltaf mesta lofið en það truflar hann ekkert. „Alls ekki. Við erum lið. Þetta er liðsíþrótt. Umfjöllunin um mig hefur bara verið fín,“ segir Damir sem bætir við að Blikarnir stefni á titilinn og hafa það sem þarf til þess að vinna mótið. „Ég held að fólk átti sig ekki á hversu góðan hóp við erum með. Við erum með virkilega góða leikmenn, bæði unga og eldri þannig að við setjum stefnuna á titilinn.“ Elsti maður Pepsi-deildarinnar, Gunnleifur Gunnleifsson, stendur vaktina í marki Blika. Reynslan sem hann býr yfir gerir mikið fyrir Blikaliðið en hvað gerir hann svona sérstakan? „Fyrst og fremst hversu góður maður hann er. Hann er yndislegur maður og ég elska hann. Gulli er besti markvörður á Íslandi. Við vitum það og það gefur okkur auka kraft í leikjum.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Sjá meira
Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks, er leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta en hann er efstur í einkunnagjöf blaðsins. Blaðamenn Fréttablaðsins og Vísis gefa öllum leikmönnum einkunn frá 1-10 og er Damir með 6,73 í meðaleinkunn. Hann er rétt á undan fyrirliða sínum Oliver Sigurjónssyni sem er í öðru sæti með 6,67 og þriðji Blikinn, Andri Rafn Yeoman, er með 6,55. „Þetta kemur mér aðeins á óvart. Mér finnst ég vera búinn að spila ágætlega en ég get gert miklu betur,“ segir Damir í viðtali við Fréttablaðið. „Ég er búinn að setja markið hátt fyrir sjálfan mig eftir síðasta ár.“Múrað fyrir markið Eins og í fyrra er Breiðablik aðeins búið að fá á sig átta mörk eftir ellefu umferðir. Liðið er nú í fjórða sæti með 19 stig, þremur stigum frá toppsætinu en á sama tíma í fyrra var það með 22 stig í þriðja sæti og tveimur stigum frá toppnum. Liðið er búið að skora fimm mörkum minna en á sama tíma í fyrra. „Ég hef verið ánægður með varnarleikinn. Við getum gert betur fram á við. Það er fínt að fá Árna Vilhjálms inn núna. Hann er mjög góður eins og sást í síðasta leik þar sem hann lagði upp þrjú mörk. Það hefur kannski vantað upp á hjá okkur,“ segir Damir en Blikaliðið er aðeins búið að skora þrettán mörk. Varnarleikur Blika í heild sinni hefur hlotið náð fyrir augum skríbenta Fréttablaðsins og Vísis því félagi hans í miðverðinum Elfar Freyr Helgason er einnig með yfir sex í meðaleinkunn sem og markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson. Þeir eru því miðverðirnir, markvörðurinn, varnarsinnaði miðjumaðurinn og besti pressuleikmaðurinn, Andri Rafn, með yfir sex.Elskar Gulla Damir hefur áður viðurkennt að hafa ekki tekið fótboltann nægilega alvarlega en hann tók sig vel í gegn þegar hann gekk í raðir Leiknis í 1. deildinni 2012. Gott tímabil þar fleytti honum til Ólafsvíkur í Pepsi-deildinni en Ólafur Kristjánsson fékk hann svo til Breiðabliks 2014 þar sem miðvörðurinn hefur blómstrað. Þrátt fyrir að spila mjög vel núna í eitt og hálft tímabil fær Damir ekki alltaf mesta lofið en það truflar hann ekkert. „Alls ekki. Við erum lið. Þetta er liðsíþrótt. Umfjöllunin um mig hefur bara verið fín,“ segir Damir sem bætir við að Blikarnir stefni á titilinn og hafa það sem þarf til þess að vinna mótið. „Ég held að fólk átti sig ekki á hversu góðan hóp við erum með. Við erum með virkilega góða leikmenn, bæði unga og eldri þannig að við setjum stefnuna á titilinn.“ Elsti maður Pepsi-deildarinnar, Gunnleifur Gunnleifsson, stendur vaktina í marki Blika. Reynslan sem hann býr yfir gerir mikið fyrir Blikaliðið en hvað gerir hann svona sérstakan? „Fyrst og fremst hversu góður maður hann er. Hann er yndislegur maður og ég elska hann. Gulli er besti markvörður á Íslandi. Við vitum það og það gefur okkur auka kraft í leikjum.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti