Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Stefán Árni Pálsson skrifar 27. ágúst 2016 13:30 Ulrik Wilbek var áður sjálfur með danska landsliðið. Hann er hér til vinstri. vísir/getty Mikið hefur verið fjallað um samskipti Guðmundar Guðmundssonar og Ulrik Wilbæk, íþróttastjóra danska handknattleikssambandsins í dönskum fjölmiðlum. Þar í landi er sagt að Wilbek hafi viljað reka Guðmund á miðjum Ólympíuleikunum í Ríó en Danir stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar mótsins. TV2 greindi frá þessi á vef sínum í gær og í dag fjallar Berlingske Tidende, BT, um málið í blaði sínu og á vef. Þar segir að Wilbek hafi kallað lykilmenn danska landsliðsins á fund á miðjum Ólympíuleikunum og viðrað þá hugmynd að reka Guðmund á miðju móti. Leikmennirnir hafi slegið þá hugmynd út af borðinu og vildu þeir halda í þjálfarann.Vildi reka Íslendinginn Á forsíðu BT í dag má sjá bæði Guðmund og Wilbek og er fyrirsögnin á blaðinu; „Reiðubúinn að reka á miðjum Ólympíuleikunum.“ Yfirfyrirsögnin er síðan: „Óvæginn Wilbek í valdabaráttu við Guðmund.“ Í grein BT kemur fram að Wilbek hafi fundað með Mikkel Hansen, Jesper Nøddesbo, Henrik Møllegaard, René Toft Hansen, Niklas Landin og Lasse Svan en þetta eru algjörir lykilmenn í danska landsliðinu og svo gott sem allt byrjunarliðið. Í blaðinu kemur fram að leikmennirnir hafi ekki viljað fara á bakvið þjálfarann sinn og viljað halda Guðmundi áfram. Þar segir samt sem áður að þeir hafi verið orðnir þreyttir á löngum og ströngum fundum fyrir leiki, sérstaklega þegar liðið mætti liðum sem það átti að vinna, og það nokkuð auðveldlega.Var enn á því að reka Guðmund eftir úrslitaleikinn Blaðamaður BT segir ennfremur að daginn eftir að Danir hafi tryggt sér Ólympíugullið hafi Wilbek kallað Niklas Landin, markvörð Dana, á fund og spurt hann hvort það ætti að reka Íslendinginn. Landin hafi þá svarað honum harkalega og sagt honum að liðið hafi verið að tryggja sér gull á Ólympíuleikunum og því væri erfitt að meta stöðuna á þeim tímapunkti. Landin hafi samt sem áður kallað liðið saman á fund þar sem leikmenn fengu að segja sína skoðun. Þar hafi verið ákveðið að standa þétt við bakið á Guðmundi. Þessi saga heldur eflaust áfram og erfitt er að sjá hvernig þessir tveir menn geti haldið áfram að starfa saman. Eitthvað verður undan að láta og spurning hvort Guðmundur haldi áfram sem landsliðsþjálfari. Þetta eru í það minnsta ekki ákjósanlegar vinnuaðstæður.Wilbek afviser historie om… https://t.co/35dDcTnZh8...?referrer=RSS&utm_source=dlvr.it&utm_medium=twitter pic.twitter.com/3MBDEZAshB— BT (@btdk) August 26, 2016 Handbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir TV2 í Danmörku: Leikmenn björguðu starfi Guðmundar í Ríó Guðmundur Guðmundsson gerði Danmörku að Ólympíumeisturum í Ríó en starf hans hékk á bláþræði ef marka má frétt TV2 í Danmörku. 26. ágúst 2016 14:34 Ólympíumeistarinn Guðmundur: Mikilvægt að láta ekki toga sig út og suður Ólympíumeistarinn Guðmundur Guðmundsson ræddi við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í gær. 26. ágúst 2016 11:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um samskipti Guðmundar Guðmundssonar og Ulrik Wilbæk, íþróttastjóra danska handknattleikssambandsins í dönskum fjölmiðlum. Þar í landi er sagt að Wilbek hafi viljað reka Guðmund á miðjum Ólympíuleikunum í Ríó en Danir stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar mótsins. TV2 greindi frá þessi á vef sínum í gær og í dag fjallar Berlingske Tidende, BT, um málið í blaði sínu og á vef. Þar segir að Wilbek hafi kallað lykilmenn danska landsliðsins á fund á miðjum Ólympíuleikunum og viðrað þá hugmynd að reka Guðmund á miðju móti. Leikmennirnir hafi slegið þá hugmynd út af borðinu og vildu þeir halda í þjálfarann.Vildi reka Íslendinginn Á forsíðu BT í dag má sjá bæði Guðmund og Wilbek og er fyrirsögnin á blaðinu; „Reiðubúinn að reka á miðjum Ólympíuleikunum.“ Yfirfyrirsögnin er síðan: „Óvæginn Wilbek í valdabaráttu við Guðmund.“ Í grein BT kemur fram að Wilbek hafi fundað með Mikkel Hansen, Jesper Nøddesbo, Henrik Møllegaard, René Toft Hansen, Niklas Landin og Lasse Svan en þetta eru algjörir lykilmenn í danska landsliðinu og svo gott sem allt byrjunarliðið. Í blaðinu kemur fram að leikmennirnir hafi ekki viljað fara á bakvið þjálfarann sinn og viljað halda Guðmundi áfram. Þar segir samt sem áður að þeir hafi verið orðnir þreyttir á löngum og ströngum fundum fyrir leiki, sérstaklega þegar liðið mætti liðum sem það átti að vinna, og það nokkuð auðveldlega.Var enn á því að reka Guðmund eftir úrslitaleikinn Blaðamaður BT segir ennfremur að daginn eftir að Danir hafi tryggt sér Ólympíugullið hafi Wilbek kallað Niklas Landin, markvörð Dana, á fund og spurt hann hvort það ætti að reka Íslendinginn. Landin hafi þá svarað honum harkalega og sagt honum að liðið hafi verið að tryggja sér gull á Ólympíuleikunum og því væri erfitt að meta stöðuna á þeim tímapunkti. Landin hafi samt sem áður kallað liðið saman á fund þar sem leikmenn fengu að segja sína skoðun. Þar hafi verið ákveðið að standa þétt við bakið á Guðmundi. Þessi saga heldur eflaust áfram og erfitt er að sjá hvernig þessir tveir menn geti haldið áfram að starfa saman. Eitthvað verður undan að láta og spurning hvort Guðmundur haldi áfram sem landsliðsþjálfari. Þetta eru í það minnsta ekki ákjósanlegar vinnuaðstæður.Wilbek afviser historie om… https://t.co/35dDcTnZh8...?referrer=RSS&utm_source=dlvr.it&utm_medium=twitter pic.twitter.com/3MBDEZAshB— BT (@btdk) August 26, 2016
Handbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir TV2 í Danmörku: Leikmenn björguðu starfi Guðmundar í Ríó Guðmundur Guðmundsson gerði Danmörku að Ólympíumeisturum í Ríó en starf hans hékk á bláþræði ef marka má frétt TV2 í Danmörku. 26. ágúst 2016 14:34 Ólympíumeistarinn Guðmundur: Mikilvægt að láta ekki toga sig út og suður Ólympíumeistarinn Guðmundur Guðmundsson ræddi við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í gær. 26. ágúst 2016 11:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
TV2 í Danmörku: Leikmenn björguðu starfi Guðmundar í Ríó Guðmundur Guðmundsson gerði Danmörku að Ólympíumeisturum í Ríó en starf hans hékk á bláþræði ef marka má frétt TV2 í Danmörku. 26. ágúst 2016 14:34
Ólympíumeistarinn Guðmundur: Mikilvægt að láta ekki toga sig út og suður Ólympíumeistarinn Guðmundur Guðmundsson ræddi við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í gær. 26. ágúst 2016 11:30