Segir skjótan endi ekki í sjónmáli Samúel Karl Ólason skrifar 26. ágúst 2016 15:00 Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands. Vísir/AFP Tyrkneski herinn verður eins lengi í Sýrlandi og nauðsynlegt er. Þar til landamæri Tyrklands hafa verið hreinsuð af vígamönnum Íslamska ríkisins og öðrum vígahópum. Þetta kom fram á blaðamannafundi Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, í dag. Hann brást reiður við þegar blaðamenn spurðu hann út í ásakanir um að markmið tyrkneska hersins í Sýrlandi væri ekki að berjast gegn ISIS, heldur að stöðva sókn sýrlenskra Kúrda, YPG, vestur með landamærum Tyrklands. Yildirim sagði það hreinar lygar og gagnrýndi fjölmiðla harðlega. „Markmið hermanna okkar er að tryggja öryggi landamæra okkar og líf og eigur borgara okkar. Fréttirnar eru annars bara lygi. Þið segið lygar um að Tyrkir berjist ekki af krafti gegn ISIS, en þegar við björgum saklausum lífium skrifið þið þetta.“ Tyrkir segir Kúrda ætla sér að stofna sjálfstætt ríki innan Sýrlands og það vilja þeir koma í veg fyrir.Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Minnst ellefu lögregluþjónar létu lífið í sjálfsmorðsárás í bænum Cizre í suðausturhluta Tyrklands í morgun. Verkamannaflokkur Kúrda, PKK, hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Fjöldi manna eru særðir og er ljóst að bílasprengjan sem sprengd var fyrir utan lögreglustöð þar í bæ var gífurlega stór. Yfirvöld í Tyrklandi hafa hins vegar komið í veg fyrir að fjölmiðlar og aðrir geti virt fyrir sér aðstæður í Cizre. Sky News heldur því fram að ástæða þess sé sú að þeir vilji ekki að blaðamenn og ljósmyndarar sjái hve illa bærinn er farinn eftir hernaðaraðgerir Tyrkja. PKK hefur í rúma þrjá áratugi barist fyrir sjálfstæði 20 til 25 milljóna Kúrda í Tyrklandi. Uppreisnin hefur verið blóðug en að miklu leyti hefur hún beinst gegn hermönnum, lögegluþjónum og starfsmönnum hins opinbera.Sky News segir herinn hafa beitt skriðdrekum og þyrlum gegn Cizre og Kúrdum þar sem tekið hafa upp vopn gegn hernum. Á síðustu tveimur árum hafi nokkrir harðir bardagar átt sér stað í bænum. Yfirvöld í Tyrklandi líta á YPG sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi. Mið-Austurlönd Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Tyrkneski herinn verður eins lengi í Sýrlandi og nauðsynlegt er. Þar til landamæri Tyrklands hafa verið hreinsuð af vígamönnum Íslamska ríkisins og öðrum vígahópum. Þetta kom fram á blaðamannafundi Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, í dag. Hann brást reiður við þegar blaðamenn spurðu hann út í ásakanir um að markmið tyrkneska hersins í Sýrlandi væri ekki að berjast gegn ISIS, heldur að stöðva sókn sýrlenskra Kúrda, YPG, vestur með landamærum Tyrklands. Yildirim sagði það hreinar lygar og gagnrýndi fjölmiðla harðlega. „Markmið hermanna okkar er að tryggja öryggi landamæra okkar og líf og eigur borgara okkar. Fréttirnar eru annars bara lygi. Þið segið lygar um að Tyrkir berjist ekki af krafti gegn ISIS, en þegar við björgum saklausum lífium skrifið þið þetta.“ Tyrkir segir Kúrda ætla sér að stofna sjálfstætt ríki innan Sýrlands og það vilja þeir koma í veg fyrir.Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Minnst ellefu lögregluþjónar létu lífið í sjálfsmorðsárás í bænum Cizre í suðausturhluta Tyrklands í morgun. Verkamannaflokkur Kúrda, PKK, hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Fjöldi manna eru særðir og er ljóst að bílasprengjan sem sprengd var fyrir utan lögreglustöð þar í bæ var gífurlega stór. Yfirvöld í Tyrklandi hafa hins vegar komið í veg fyrir að fjölmiðlar og aðrir geti virt fyrir sér aðstæður í Cizre. Sky News heldur því fram að ástæða þess sé sú að þeir vilji ekki að blaðamenn og ljósmyndarar sjái hve illa bærinn er farinn eftir hernaðaraðgerir Tyrkja. PKK hefur í rúma þrjá áratugi barist fyrir sjálfstæði 20 til 25 milljóna Kúrda í Tyrklandi. Uppreisnin hefur verið blóðug en að miklu leyti hefur hún beinst gegn hermönnum, lögegluþjónum og starfsmönnum hins opinbera.Sky News segir herinn hafa beitt skriðdrekum og þyrlum gegn Cizre og Kúrdum þar sem tekið hafa upp vopn gegn hernum. Á síðustu tveimur árum hafi nokkrir harðir bardagar átt sér stað í bænum. Yfirvöld í Tyrklandi líta á YPG sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi.
Mið-Austurlönd Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira