Nýtt tímabil eftir fimmtugt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. september 2016 10:00 Anna Margrét og Jón standa á bak við ráðstefnuna ásamt fleirum. Þau skiptu bæði um störf á miðjum aldri. „Fólk um fimmtugt á um það bil 30 ár eftir af ævinni, að meðaltali, og lengst af við góða heilsu. Í flestum tilfellum er því ekkert að vanbúnaði að nýta hæfileika sína og þekkingu og kanna ný mið.“ Þetta segir Jón Björnsson sálfræðingur, einn þeirra sem standa að ráðstefnu í Ráðhúsi Reykjavíkur milli klukkan 13.30 og 16 í dag. Hún nefnist BALL í ráðhúsinu og snýst um þau tækifæri sem bætt heilsufar Vesturlandaþjóða og aukið langlífi hefur skapað. Þar er sem sagt ekki um ball að ræða í þeim skilningi sem við þekkjum best heldur er BALL skammstöfun á Be Active through Lifelong Learning eða „Verið virk og lærið svo lengi sem þið lifið“. Um alþjóðlegt verkefni er að ræða sem staðið hefur í þrjú ár. Jón telur sóun að nýta ekki starfskrafta fólks á ofanverðum aldri. „Það þarf að auðvelda fólki að endurskoða líf sitt á sextugsaldri svo það geti spurt sig, eins og það gerði milli fermingar og tvítugs, hvað ætla ég að verða? Þá getur tekið við nýtt tímabil og ekkert því til fyrirstöðu að starta nýjum ferli.“ Sjálfur sagði Jón upp góðri stöðu hjá Reykjavíkurborg þegar hann var 53 ára, hefur síðan ferðast, fengist við bókaskrif, kennslu og fararstjórn og haft gaman af. „Ég hef ekki haft eins miklar tekjur en ágæti tímans hefur bætt það upp,“ segir hann. Anna Margrét Guðjónsdóttir verður fundarstjóri ráðstefnunnar. Hún stofnaði fyrirtækið Evris þegar hún stóð á fimmtugu og það hefur leitt BALL-verkefnið sem teygir sig til Póllands og Spánar. „Það þarf að hugsa stöðu miðaldra fólks upp á nýtt því hún hefur breyst mjög mikið. Á því þarf að vekja athygli og ráðstefnan er skref í þá átt,“ segir Anna Margrét og tekur fram að starfsmannastjóri Landsvirkjunar muni kynna afstöðu sína til málefnisins. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. september 2016. Lífið Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
„Fólk um fimmtugt á um það bil 30 ár eftir af ævinni, að meðaltali, og lengst af við góða heilsu. Í flestum tilfellum er því ekkert að vanbúnaði að nýta hæfileika sína og þekkingu og kanna ný mið.“ Þetta segir Jón Björnsson sálfræðingur, einn þeirra sem standa að ráðstefnu í Ráðhúsi Reykjavíkur milli klukkan 13.30 og 16 í dag. Hún nefnist BALL í ráðhúsinu og snýst um þau tækifæri sem bætt heilsufar Vesturlandaþjóða og aukið langlífi hefur skapað. Þar er sem sagt ekki um ball að ræða í þeim skilningi sem við þekkjum best heldur er BALL skammstöfun á Be Active through Lifelong Learning eða „Verið virk og lærið svo lengi sem þið lifið“. Um alþjóðlegt verkefni er að ræða sem staðið hefur í þrjú ár. Jón telur sóun að nýta ekki starfskrafta fólks á ofanverðum aldri. „Það þarf að auðvelda fólki að endurskoða líf sitt á sextugsaldri svo það geti spurt sig, eins og það gerði milli fermingar og tvítugs, hvað ætla ég að verða? Þá getur tekið við nýtt tímabil og ekkert því til fyrirstöðu að starta nýjum ferli.“ Sjálfur sagði Jón upp góðri stöðu hjá Reykjavíkurborg þegar hann var 53 ára, hefur síðan ferðast, fengist við bókaskrif, kennslu og fararstjórn og haft gaman af. „Ég hef ekki haft eins miklar tekjur en ágæti tímans hefur bætt það upp,“ segir hann. Anna Margrét Guðjónsdóttir verður fundarstjóri ráðstefnunnar. Hún stofnaði fyrirtækið Evris þegar hún stóð á fimmtugu og það hefur leitt BALL-verkefnið sem teygir sig til Póllands og Spánar. „Það þarf að hugsa stöðu miðaldra fólks upp á nýtt því hún hefur breyst mjög mikið. Á því þarf að vekja athygli og ráðstefnan er skref í þá átt,“ segir Anna Margrét og tekur fram að starfsmannastjóri Landsvirkjunar muni kynna afstöðu sína til málefnisins. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. september 2016.
Lífið Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira