Lögreglan í Los Angeles staðfesti fyrr í dag að hún er ekki að rannsaka leikarann Brad Pitt vegna gruns um að hann hafi beitt börn sín líkamlegu ofbeldi.
Greint var frá því á vef TMZ í dag að Pitt væri sakaður um að hafa misþyrmt börnunum sínum með því að hafa öskrað ítrekað á þau og einnig beitt þau líkamlegu ofbeldi. Átti þetta að vera ástæðan fyrir því að Angelina Jolie sótti um skilnað frá Pitt en í samtali við Hollywood Reporter í dag sagði Barry Montgomery hjá lögreglunni í LA að engin rannsókn væri í gangi sem snertir Pitt.
„Við skiljum hvernig orðrómur fer af stað og vonandi getum við kveðið þennan niður núna. Við erum ekki að rannsaka neitt sakamál sem tengist Pitt og höfum ekki rætt við hann um eitthvað þessu líkt,“ sagði Montgomery.
Í frétt TMZ í dag kom fram að á miðvikudaginn í seinustu viku hafi Pitt verið mjög ölvaður umborð í einkaþotu og gengið þar berserksgang. Þar hafi hann öskrað og veist að börnunum sínum. Þegar vélinni var lent hélt Pitt hegðun sinni áfram og að það hafi verið kornið sem fyllti mælinn hjá Jolie. Þá var sagt að lögreglan í LA væri komin með málið á sitt borð en svo virðist ekki vera.
Lögreglan í LA ekki með Pitt til rannsóknar

Tengdar fréttir

Brad Pitt sakaður um að misþyrma börnunum: Öskraði og veittist að þeim í einkaþotu
Leikarinn Brad Pitt er sakaður um að hafa misþyrmt börnunum sínum með því að hafa öskrað ítrekað á þau og einnig beitt líkamlegu ofbeldi.

Marion Cotillard tjáir sig um skilnaðinn: „Þetta verða mín fyrstu og einu viðbrögð“
Franska leikkonan hafnar öllum ásökunum um framhjáhald.

Lögfræðingurinn Laura Wasser er leynivopn Angelinu Jolie
Til að fá sínu framgengt hefur Angelina Jolie sóst eftir þjónustu eins frægasta skilnaðarlögfræðingsins í Hollywood, Lauru Wasser.