Fótboltinn kvaddur og körfuboltanum heilsað | Allt í opinni dagskrá Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. september 2016 13:00 Samsett mynd/Vísir Pepsi-deildum karla og kvenna í fótbolta lýkur nú um helgina en stutt er í að nýtt tímabil hefjist í Domino's-deildum karla og kvenna í körfubolta. Lokaumferðin í Pepsi-deild kvenna fer fram í kvöld en það eina sem er ráðið fyrirfram er að ÍA er fallið úr deildinni. Stjarnan stendur vel að vígi í baráttunni um Íslandsmeistaratitlinum og tryggir hann með sigri á FH á heimavelli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þrjú lið eru að berjast um að bjarga sæti sínu í deildinni - Fylkir, Selfoss og KR. Fylkir og Selfoss eigast við klukkan 16.00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 en á sama tíma leikur KR gegn ÍA. Umferðin og mótið allt verður svo gert upp í Pepsi-mörkum kvenna klukkan 20.00 en þátturinn verður sendur út í beinni útsendingu og í ólæstri dagskrá á bæði Stöð 2 Sport og Vísi.Körfuboltinn tekur við á Kex Að þeirri útsendingu lokinni tekur Domino's-körfuboltakvöld við í beinni útsendingu frá Kex þar sem Kjartan Atli Kjartansson og spekingar hans hita upp fyrir tímabilið sem hefst í næstu viku. Áætlað er að þátturinn hefjist klukkan 21.00 en verður hann einnig í beinni útsendingu og í ólæstri dagskrá á Stöð 2 Sport og Vísi.Risastór laugardagur Lokaumferð Pepsi-deildar karla fer svo fram á morgun og verður brotið blað í íslensku íþróttasjónvarpi þegar fjórir leikir verða í beinni útsendingu samtímis á Stöð 2 Sport og hliðarrásum. Í þeim leikjum verður hægt að fylgjast með því hvaða tvö lið tryggja sér Evrópusæti og hvaða lið fellur með Þrótti. Aðeins tvö stig skilja að Stjörnuna, Breiðablik, KR og Fjölni en tvö þessara liða munu komast í forkeppni Evrópudeild UEFA næsta sumar. ÍBV (22 stig, -4 í markatölu) gæti tæknilega séð fallið úr deildinni en möguleikarnir á því eru litlir. Langlíklegast er að lífsbaráttan verði á milli Víkings Ó (21 stig, -12 í markatölu) og Fylkis (19 stig, -12 í markatölu).Leikirnir í beinni útsendingu eru: 14.00 KR - Fylkir Stöð 2 Sport 14.00 FH - ÍBV Stöð 2 Sport 3 14.00 Stjarnan - Víkingur Ó Sport 4 14.00 Breiðablik - Fjölnir Sport 5 Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 13.30 þar sem Hörður Magnússon hefur daginn með sérfræðingum sínum.Tvöfaldur lokaþáttur Pepsi-markanna Hörður og hans menn í Pepsi-mörkunum taka svo við í tvöföldum lokaþætti sem hefst klukkan 17.00. Verður þátturinn vitanlega í beinni útsendingu og í ólæstri dagskrá á bæði Stöð 2 Sport og Vísi. Hörður og félagar verða alls þrjá klukkutíma í loftinu þar sem meðal annars besti leikmaðurinn og besti þjálfarinn koma í heimsókn auk þess sem margskonar verðlaun verða veitt, svo sem lið ársins, bestu stuðningsmennirnir, bjartasta vonin og flottasta markið. Að venju er einnig búið að taka saman margs konar syrpur þar sem farið verður yfir eftirtektarverðustu ummælin, besta klobbana, bestu dýfurnar og mestu vonbrigin. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Sjá meira
Pepsi-deildum karla og kvenna í fótbolta lýkur nú um helgina en stutt er í að nýtt tímabil hefjist í Domino's-deildum karla og kvenna í körfubolta. Lokaumferðin í Pepsi-deild kvenna fer fram í kvöld en það eina sem er ráðið fyrirfram er að ÍA er fallið úr deildinni. Stjarnan stendur vel að vígi í baráttunni um Íslandsmeistaratitlinum og tryggir hann með sigri á FH á heimavelli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þrjú lið eru að berjast um að bjarga sæti sínu í deildinni - Fylkir, Selfoss og KR. Fylkir og Selfoss eigast við klukkan 16.00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 en á sama tíma leikur KR gegn ÍA. Umferðin og mótið allt verður svo gert upp í Pepsi-mörkum kvenna klukkan 20.00 en þátturinn verður sendur út í beinni útsendingu og í ólæstri dagskrá á bæði Stöð 2 Sport og Vísi.Körfuboltinn tekur við á Kex Að þeirri útsendingu lokinni tekur Domino's-körfuboltakvöld við í beinni útsendingu frá Kex þar sem Kjartan Atli Kjartansson og spekingar hans hita upp fyrir tímabilið sem hefst í næstu viku. Áætlað er að þátturinn hefjist klukkan 21.00 en verður hann einnig í beinni útsendingu og í ólæstri dagskrá á Stöð 2 Sport og Vísi.Risastór laugardagur Lokaumferð Pepsi-deildar karla fer svo fram á morgun og verður brotið blað í íslensku íþróttasjónvarpi þegar fjórir leikir verða í beinni útsendingu samtímis á Stöð 2 Sport og hliðarrásum. Í þeim leikjum verður hægt að fylgjast með því hvaða tvö lið tryggja sér Evrópusæti og hvaða lið fellur með Þrótti. Aðeins tvö stig skilja að Stjörnuna, Breiðablik, KR og Fjölni en tvö þessara liða munu komast í forkeppni Evrópudeild UEFA næsta sumar. ÍBV (22 stig, -4 í markatölu) gæti tæknilega séð fallið úr deildinni en möguleikarnir á því eru litlir. Langlíklegast er að lífsbaráttan verði á milli Víkings Ó (21 stig, -12 í markatölu) og Fylkis (19 stig, -12 í markatölu).Leikirnir í beinni útsendingu eru: 14.00 KR - Fylkir Stöð 2 Sport 14.00 FH - ÍBV Stöð 2 Sport 3 14.00 Stjarnan - Víkingur Ó Sport 4 14.00 Breiðablik - Fjölnir Sport 5 Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 13.30 þar sem Hörður Magnússon hefur daginn með sérfræðingum sínum.Tvöfaldur lokaþáttur Pepsi-markanna Hörður og hans menn í Pepsi-mörkunum taka svo við í tvöföldum lokaþætti sem hefst klukkan 17.00. Verður þátturinn vitanlega í beinni útsendingu og í ólæstri dagskrá á bæði Stöð 2 Sport og Vísi. Hörður og félagar verða alls þrjá klukkutíma í loftinu þar sem meðal annars besti leikmaðurinn og besti þjálfarinn koma í heimsókn auk þess sem margskonar verðlaun verða veitt, svo sem lið ársins, bestu stuðningsmennirnir, bjartasta vonin og flottasta markið. Að venju er einnig búið að taka saman margs konar syrpur þar sem farið verður yfir eftirtektarverðustu ummælin, besta klobbana, bestu dýfurnar og mestu vonbrigin.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti