Ragnar: Létum þetta líta auðvelt út Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2016 21:44 Ragnar í barátttu við Tyrki í leiknum í kvöld. Ragnar Sigurðsson var traustur í íslensku vörninni í kvöld í sigrinum gegn Tyrklandi. Tyrkirnir fengu ekki færi í leiknum og varnarmenn Íslands stigu vart feilspor. „Tyrkirnir áttu aldrei séns hér í kvöld og við lokuðum á allt sem þeir gerðu. Við skorðuðum tvö frábær mörk og áttum að skora fleiri. Í heildina séð var þetta frábær leikur,“ sagði Ragnar í samtali við Vísi eftir leik. „Þetta var liðsvinna hjá okkur. Ég bjóst við þeim aðeins sterkari í dag en það vorum við sem gerðum þetta auðvelt fyrir okkur, Tyrkirnir eru ekki svona lélegir. Við gerðum þetta saman eins og við gerum best og við létum þetta líta auðvelt út hér í kvöld,“ bætti Ragnar við. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, var í leikbanni og spilaði því ekki í kvöld. Fjarvera hans virtist þó ekki hafa haft mikil áhrif á leik liðsins. „Eins og ég sagði fyrir leikinn gegn Finnum þá eru allir sem spila mikilvægir fyrir okkur. Þó svo að Aron sé mjög mikilvægur þá erum við með menn sem geta leyst margar stöður. Við sýndum það í dag hvað við höfum góða breidd,“ bætti Ragnar við. Íslenska liðið virtist vera búið að laga það sem miður fór gegn Finnum þar sem liðið fékk á sig tvö mörk og varnarleikurinn langt frá því eins góður og hann var í kvöld. „Ég veit ekki hvað það var. Kannski að það var langt síðan við spiluðum á Laugardalsvelli. Við fengum sex stig út úr þessum leikjum. Við getum pælt í þessu fram og til baka en sex stig eru raunin og við erum ánægðir með það.“ Næsti leikur Íslands er gegn Króatíu en þá eiga Íslendingar harma að hefna eftir tap í umspilsleikjum um sæti á HM í Brasilíu. „Maður gleymir því aldrei, það var ógeðslegur leikur sem við klúðruðum sjálfir. Við erum ekkert í fýlu út í Króatana en við ætlum að sýna að við hefðum átt að gera betur í þeim leikjum og klára þá núna,“ sagði Ragnar að lokum. Íslenski boltinn Íþróttir Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Sjá meira
Ragnar Sigurðsson var traustur í íslensku vörninni í kvöld í sigrinum gegn Tyrklandi. Tyrkirnir fengu ekki færi í leiknum og varnarmenn Íslands stigu vart feilspor. „Tyrkirnir áttu aldrei séns hér í kvöld og við lokuðum á allt sem þeir gerðu. Við skorðuðum tvö frábær mörk og áttum að skora fleiri. Í heildina séð var þetta frábær leikur,“ sagði Ragnar í samtali við Vísi eftir leik. „Þetta var liðsvinna hjá okkur. Ég bjóst við þeim aðeins sterkari í dag en það vorum við sem gerðum þetta auðvelt fyrir okkur, Tyrkirnir eru ekki svona lélegir. Við gerðum þetta saman eins og við gerum best og við létum þetta líta auðvelt út hér í kvöld,“ bætti Ragnar við. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, var í leikbanni og spilaði því ekki í kvöld. Fjarvera hans virtist þó ekki hafa haft mikil áhrif á leik liðsins. „Eins og ég sagði fyrir leikinn gegn Finnum þá eru allir sem spila mikilvægir fyrir okkur. Þó svo að Aron sé mjög mikilvægur þá erum við með menn sem geta leyst margar stöður. Við sýndum það í dag hvað við höfum góða breidd,“ bætti Ragnar við. Íslenska liðið virtist vera búið að laga það sem miður fór gegn Finnum þar sem liðið fékk á sig tvö mörk og varnarleikurinn langt frá því eins góður og hann var í kvöld. „Ég veit ekki hvað það var. Kannski að það var langt síðan við spiluðum á Laugardalsvelli. Við fengum sex stig út úr þessum leikjum. Við getum pælt í þessu fram og til baka en sex stig eru raunin og við erum ánægðir með það.“ Næsti leikur Íslands er gegn Króatíu en þá eiga Íslendingar harma að hefna eftir tap í umspilsleikjum um sæti á HM í Brasilíu. „Maður gleymir því aldrei, það var ógeðslegur leikur sem við klúðruðum sjálfir. Við erum ekkert í fýlu út í Króatana en við ætlum að sýna að við hefðum átt að gera betur í þeim leikjum og klára þá núna,“ sagði Ragnar að lokum.
Íslenski boltinn Íþróttir Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Sjá meira