Áhættumatið er unnið á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis ásamt Lögreglunni á Suðurlandi. EFLA verkfræðistofa framkvæmdi matið og sá einnig um hönnun skiltisins. Svarta Fjaran, veitingastaður í Reynisfjöru, kostar uppsetningu skiltanna og merkingu á staðnum.
Skiltið er hluti af margþættum öryggisaðgerðum sem ráðist hefur verið í við Reynisfjöru sem miðast að því að upplýsa og auka meðvitund gesta um aðstæður og hvað beri að varast.
