Jón Ásgeir bað forstjóra Baugs um að senda Lárusi Welding tillögu að viðskiptum með hlutabréf Aurum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. október 2016 11:28 Jón Ásgeir Jóhannesson í dómssal áður en aðalmeðferð hófst í gærmorgun. Hún mun standa út næstu viku. Vísir/GVA Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs árið 2008 segir að sér ekki hafi verið kunnugt um að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi verið í aðstöðu til þess að hafa framgang á einstakar lánveitingar innan Glitnis, en Jón Ásgeir var einn stærsti eigandi bankans og eigandi Baugs. Þá sagði Gunnar að hann sem forstjóri Baugs hafi ekki haft umboð til að koma fram fyrir hönd Fons eða Aurum Holdings Limited hjá Glitni enda hafi hann ekki gert neitt slíkt. Eina aðkoma hans að Aurum-málinu hafi verið vegna fyrirhugaðra kaupa Damas LLC í Aurum en Baugur var stór hluthafi í síðarnefnda félaginu og óskaði Damas eftir aðstoð frá Baugi til að kaupa hlutabréf í Aurum. Þá hafi komið upp hugmynd um að Fons myndi selja sín bréf. Þetta kom fram í vitnisburði Gunnars fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem aðalmeðferð Aurum-málsins fer fram. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis og Magnús Arnar Arngrímsson sem fram framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 í júlí 2008. Þeir Jón Ásgeir og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni eru ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum en lánið var notað til að kaupa hlutabréf Fons í Aurum.Hafði mikla vitneskju Í máli Gunnars kom fram að hann hefði verið í sambandi við Lárus og Bjarna vegna fyrirhugaðra kaupa Damas í Aurum og kvaðst hann bæði hafa upplýst hann um gang viðræðna vegna kaupanna og um rekstrarstöðu Aurum. Aðspurður kvaðst Gunnar hafa haft mjög mikla vitneskju um stöðu Aurum á þessum tíma og að verðið sem lagt var til grundvallar í fyrirhuguðum viðskiptum, 100 milljónir punda, hafi verið mat Baugs á því hvað félagið taldi eðlilegt að nýr fjárfestir greiddi fyrir að koma að Aurum. Hann sagði ekki hafi verið mikil átök um verðið þó að Damas-menn hafi vissulega viljað fá útskýringu á af hverju Baugur taldi þetta eðlilegt verð. Þeir hafi svo samþykkt verðlagninguna. Ólafur Þór Hauksson saksóknari í málinu spurði Gunnar út í tölvupóstsamskipti hans við Jón Ásgeir í byrjun maí 2008. Í tölvupósti frá Jóni Ásgeiri til Gunnars þann 2. maí leggur sá fyrrnefndi til að Glitnir kaupi hlutabréfin í Aurum á fjóra milljarða. Aðspurður kvaðst Gunnar ekki muna hvers vegna þessi tillaga hefði verið sett fram af hálfu Jóns Ásgeirs. Saksóknari spurði hann þá hvers Jón Ásgeir hefði ætlast til með þessum pósti. „Hann er að upplýsa mig eitthvað í kringum þetta því ég var þátttakandi í því að taka inn nýja hluthafa í Aurum,“ sagði Gunnar.Tillaga sem átti að leysa málið Tveimur dögum síðar sendi Jón Ásgeir Gunnari annan póst. Þar var verðið á bréfunum í Aurum komið upp í sex milljarða og var útlistað í póstinum hvernig fjármununum skyldi ráðstafað. Í póstinum segir Jón Ásgeir meðal annars: „Á sínum tíma keypti PH skuldabréf af félagi sem Glitnir setti upp sem heitir S. PH var lofað að ekki yrði hann fyrir tjóni sem nú er staðreynd.“ Komið hefur fram við aðalmeðferð málsins að félagið S var Stím og að PH var Pálmi Haraldsson eigandi Fons. Í póstinum frá Jóni til Gunnars kemur fram að tillaga hans að viðskiptunum sé til þess fallin að leysa málið án þess að Pálmi tapi á því og þá mun bankinn heldur ekki tapa neinu. Daginn eftir sendi Gunnar póst á Lárus Welding þar sem finna má sams konar tillögu og Jón Ásgeir reifaði í póstinum til Gunnars. Saksóknari spurði Gunnar hvort að Jón Ásgeir hafi beðið hann um að senda Lárusi póst en fyrir dómi í dag mundi hann ekki eftir því. Þá var borinn undir hann framburður hans hjá lögreglu þar sem hann sagði Jón Ásgeir hafi beðið hann um að senda póstinn. Staðfesti Gunnar þá fyrir dómi að það væri rétt. Í pósti Gunnars til Lárusar segir meðal annars: „Með þessu eru gerð upp öll mál vegna PH og stím og allar skuldbindingar PH við Glitni eru komnar í lag.“ Aðspurður hvað hann hafi átt við með þessu sagðist Gunnar ekki vita það.Enginn kannast við loforð um skaðleysi Við aðalmeðferðina hefur saskóknari spurt nokkuð út í skaðleysið sem Pálma Haraldssyni á að hafa verið lofað vegna Stím-viðskiptanna en enginn virðist hins vegar kannast við það. Þannig kannast Pálmi sjálfur ekki við það og þegar Jón Ásgeir var í liðinni viku spurður út í tölvupóstana tvo sem hafa verið raktir hér sagði hann þá ekki skipta neinu máli því Aurum-málinu hafi ekki lokið með þeim hætti sem þar er lagt til. Þá hafi engin lán verið gerð upp vegna Stím-viðskiptanna. Í málinu liggur fyrir hvernig láninu var ráðstafað en um 2,8 milljarðar af því voru millifærðir til að greiða upp eftirstöðvar á láni Glitnis til Fons sem hafði verið veitt í nóvember 2007. Þá voru tveir milljarðar greiddir inn á reikning í eigu Fons, félaginu til ráðstöfunar. Eftir stóðu þá 1,2 milljarðar sem voru lagðir inn á handveðsettan reikning Fons hjá markaðsviðskiptum Glitnis en peningarnir áttu að bæta tryggingastöðu félagsins hjá Glitni. Þann sama dag millifærði Glitnir svo einn milljarð af reikningi Fons inn á reikning í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem hann nýtti, samkvæmt ákæru, til þess að greiða upp rúmlega 700 milljóna króna ótryggða yfirdráttarskuld sína hjá Glitni. Aurum Holding málið Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs árið 2008 segir að sér ekki hafi verið kunnugt um að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi verið í aðstöðu til þess að hafa framgang á einstakar lánveitingar innan Glitnis, en Jón Ásgeir var einn stærsti eigandi bankans og eigandi Baugs. Þá sagði Gunnar að hann sem forstjóri Baugs hafi ekki haft umboð til að koma fram fyrir hönd Fons eða Aurum Holdings Limited hjá Glitni enda hafi hann ekki gert neitt slíkt. Eina aðkoma hans að Aurum-málinu hafi verið vegna fyrirhugaðra kaupa Damas LLC í Aurum en Baugur var stór hluthafi í síðarnefnda félaginu og óskaði Damas eftir aðstoð frá Baugi til að kaupa hlutabréf í Aurum. Þá hafi komið upp hugmynd um að Fons myndi selja sín bréf. Þetta kom fram í vitnisburði Gunnars fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem aðalmeðferð Aurum-málsins fer fram. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis og Magnús Arnar Arngrímsson sem fram framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 í júlí 2008. Þeir Jón Ásgeir og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni eru ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum en lánið var notað til að kaupa hlutabréf Fons í Aurum.Hafði mikla vitneskju Í máli Gunnars kom fram að hann hefði verið í sambandi við Lárus og Bjarna vegna fyrirhugaðra kaupa Damas í Aurum og kvaðst hann bæði hafa upplýst hann um gang viðræðna vegna kaupanna og um rekstrarstöðu Aurum. Aðspurður kvaðst Gunnar hafa haft mjög mikla vitneskju um stöðu Aurum á þessum tíma og að verðið sem lagt var til grundvallar í fyrirhuguðum viðskiptum, 100 milljónir punda, hafi verið mat Baugs á því hvað félagið taldi eðlilegt að nýr fjárfestir greiddi fyrir að koma að Aurum. Hann sagði ekki hafi verið mikil átök um verðið þó að Damas-menn hafi vissulega viljað fá útskýringu á af hverju Baugur taldi þetta eðlilegt verð. Þeir hafi svo samþykkt verðlagninguna. Ólafur Þór Hauksson saksóknari í málinu spurði Gunnar út í tölvupóstsamskipti hans við Jón Ásgeir í byrjun maí 2008. Í tölvupósti frá Jóni Ásgeiri til Gunnars þann 2. maí leggur sá fyrrnefndi til að Glitnir kaupi hlutabréfin í Aurum á fjóra milljarða. Aðspurður kvaðst Gunnar ekki muna hvers vegna þessi tillaga hefði verið sett fram af hálfu Jóns Ásgeirs. Saksóknari spurði hann þá hvers Jón Ásgeir hefði ætlast til með þessum pósti. „Hann er að upplýsa mig eitthvað í kringum þetta því ég var þátttakandi í því að taka inn nýja hluthafa í Aurum,“ sagði Gunnar.Tillaga sem átti að leysa málið Tveimur dögum síðar sendi Jón Ásgeir Gunnari annan póst. Þar var verðið á bréfunum í Aurum komið upp í sex milljarða og var útlistað í póstinum hvernig fjármununum skyldi ráðstafað. Í póstinum segir Jón Ásgeir meðal annars: „Á sínum tíma keypti PH skuldabréf af félagi sem Glitnir setti upp sem heitir S. PH var lofað að ekki yrði hann fyrir tjóni sem nú er staðreynd.“ Komið hefur fram við aðalmeðferð málsins að félagið S var Stím og að PH var Pálmi Haraldsson eigandi Fons. Í póstinum frá Jóni til Gunnars kemur fram að tillaga hans að viðskiptunum sé til þess fallin að leysa málið án þess að Pálmi tapi á því og þá mun bankinn heldur ekki tapa neinu. Daginn eftir sendi Gunnar póst á Lárus Welding þar sem finna má sams konar tillögu og Jón Ásgeir reifaði í póstinum til Gunnars. Saksóknari spurði Gunnar hvort að Jón Ásgeir hafi beðið hann um að senda Lárusi póst en fyrir dómi í dag mundi hann ekki eftir því. Þá var borinn undir hann framburður hans hjá lögreglu þar sem hann sagði Jón Ásgeir hafi beðið hann um að senda póstinn. Staðfesti Gunnar þá fyrir dómi að það væri rétt. Í pósti Gunnars til Lárusar segir meðal annars: „Með þessu eru gerð upp öll mál vegna PH og stím og allar skuldbindingar PH við Glitni eru komnar í lag.“ Aðspurður hvað hann hafi átt við með þessu sagðist Gunnar ekki vita það.Enginn kannast við loforð um skaðleysi Við aðalmeðferðina hefur saskóknari spurt nokkuð út í skaðleysið sem Pálma Haraldssyni á að hafa verið lofað vegna Stím-viðskiptanna en enginn virðist hins vegar kannast við það. Þannig kannast Pálmi sjálfur ekki við það og þegar Jón Ásgeir var í liðinni viku spurður út í tölvupóstana tvo sem hafa verið raktir hér sagði hann þá ekki skipta neinu máli því Aurum-málinu hafi ekki lokið með þeim hætti sem þar er lagt til. Þá hafi engin lán verið gerð upp vegna Stím-viðskiptanna. Í málinu liggur fyrir hvernig láninu var ráðstafað en um 2,8 milljarðar af því voru millifærðir til að greiða upp eftirstöðvar á láni Glitnis til Fons sem hafði verið veitt í nóvember 2007. Þá voru tveir milljarðar greiddir inn á reikning í eigu Fons, félaginu til ráðstöfunar. Eftir stóðu þá 1,2 milljarðar sem voru lagðir inn á handveðsettan reikning Fons hjá markaðsviðskiptum Glitnis en peningarnir áttu að bæta tryggingastöðu félagsins hjá Glitni. Þann sama dag millifærði Glitnir svo einn milljarð af reikningi Fons inn á reikning í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem hann nýtti, samkvæmt ákæru, til þess að greiða upp rúmlega 700 milljóna króna ótryggða yfirdráttarskuld sína hjá Glitni.
Aurum Holding málið Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira