Matthías Vilhjálmsson hefur verið útnefndur leikmaður ársins hjá Rosenborg af stuðningsmönnum félagsins.
Í yfirlýsingu stuðningsmanna segir að til þess að hljóta þessa nafnbót sé ekki nóg að vera góður í fótbolta. Það snúist um hvernig menn hagi sér og að þeir gefi allt fyrir búninginn.
„Sá sem vinnur þetta í ár er stríðsmaður sem gefur alltaf sitt besta. Skiptir engu máli hvar hann spilar á vellinum. Er með frábært viðhorf og fer fram með góðu fordæmi,“ segir meðal annars í umsögn stuðningsmanna um Matthías.
Matthías bauð síðan upp gullverðlaun sín en Rosenborg varð meistari einu sinni sem oftar. Ágóðinn fór svo í gott málefni.

