Gerir myndbönd og lærir á gítar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. nóvember 2016 11:30 Óli Matti stillir sér upp eins og sönn rokkstjarna. Mynd/Þórdís Lilja Ólafur Matti Matthíasson er í 5. bekk í Hólabrekkuskóla og finnst langskemmtilegast í ensku. Hann hefur gaman af að lesa og var að ljúka við eina bók sem hann gat varla lagt frá sér. Hvaða bók er það? Bókin heitir Maður hendir ekki börnum í ruslatunnuna og er eftir Bent Haller. Hún er spennandi og hræðileg, reyndar svo mikið að ég fékk martröð. En hún fékk mig til að hugsa um hvað ég myndi gera í sömu aðstæðum og söguhetjurnar sem finna nýfætt barn í ruslinu. Helstu áhugamálin? Tónlist, helst popp, RB og allt rokk, líka hiphop dans, að lesa skemmtilegar bækur, gera myndbönd og svo er ég að læra á gítar. Skemmtilegasta ferðalagið? Þegar ég fór hringinn kringum Ísland. Mér finnst gaman að skoða náttúruna og auðvitað að vera með fjölskyldunni. Uppáhaldsstaður á Íslandi? Mér finnst Háifoss í Þjórsárdal mjög flottur og líka stuðlabergið í Reynisfjöru í Mýrdal. Eftirlætistölvuleikur? Ég hef engan áhuga á tölvuleikjum en mér þykir gaman að dansa og syngja við tónlistarmyndbönd á YouTube. Hefurðu lent í ævintýri? Einu sinni ætlaði ég að skreppa með vini mínum í stuttan hjólatúr heima í Efra-Breiðholti sem endaði óvænt í IKEA í Garðabæ. Við áttum 200 krónur og héldum að þær dygðu fyrir einhverju góðgæti í hjólatúrnum. Byrjuðum í Smáralind og ætluðum að fá okkur Dunkin Donuts kleinuhringi en bara einn kostaði 350! Þá datt okkur í hug að hjóla í IKEA, þar gátum við keypt okkur hvor sitt glasið af ísköldu krapi fyrir peninginn. Foreldrar okkar urðu frekar hissa þegar þeir fréttu af þessu ferðalagi. Hvað langar þig að verða? Mig langar mest að verða heimsfræg popp- og rokkstjarna. Þá gæti ég orðið nógu ríkur til að hjálpa þeim sem eiga bágt í heiminum og kannski haft áhrif á að stríð taki enda. Það er stóri draumurinn minn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. nóvember 2016. Krakkar Lífið Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Ólafur Matti Matthíasson er í 5. bekk í Hólabrekkuskóla og finnst langskemmtilegast í ensku. Hann hefur gaman af að lesa og var að ljúka við eina bók sem hann gat varla lagt frá sér. Hvaða bók er það? Bókin heitir Maður hendir ekki börnum í ruslatunnuna og er eftir Bent Haller. Hún er spennandi og hræðileg, reyndar svo mikið að ég fékk martröð. En hún fékk mig til að hugsa um hvað ég myndi gera í sömu aðstæðum og söguhetjurnar sem finna nýfætt barn í ruslinu. Helstu áhugamálin? Tónlist, helst popp, RB og allt rokk, líka hiphop dans, að lesa skemmtilegar bækur, gera myndbönd og svo er ég að læra á gítar. Skemmtilegasta ferðalagið? Þegar ég fór hringinn kringum Ísland. Mér finnst gaman að skoða náttúruna og auðvitað að vera með fjölskyldunni. Uppáhaldsstaður á Íslandi? Mér finnst Háifoss í Þjórsárdal mjög flottur og líka stuðlabergið í Reynisfjöru í Mýrdal. Eftirlætistölvuleikur? Ég hef engan áhuga á tölvuleikjum en mér þykir gaman að dansa og syngja við tónlistarmyndbönd á YouTube. Hefurðu lent í ævintýri? Einu sinni ætlaði ég að skreppa með vini mínum í stuttan hjólatúr heima í Efra-Breiðholti sem endaði óvænt í IKEA í Garðabæ. Við áttum 200 krónur og héldum að þær dygðu fyrir einhverju góðgæti í hjólatúrnum. Byrjuðum í Smáralind og ætluðum að fá okkur Dunkin Donuts kleinuhringi en bara einn kostaði 350! Þá datt okkur í hug að hjóla í IKEA, þar gátum við keypt okkur hvor sitt glasið af ísköldu krapi fyrir peninginn. Foreldrar okkar urðu frekar hissa þegar þeir fréttu af þessu ferðalagi. Hvað langar þig að verða? Mig langar mest að verða heimsfræg popp- og rokkstjarna. Þá gæti ég orðið nógu ríkur til að hjálpa þeim sem eiga bágt í heiminum og kannski haft áhrif á að stríð taki enda. Það er stóri draumurinn minn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. nóvember 2016.
Krakkar Lífið Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira