Björgvin Karl varð Íslandsmeistari í fyrra, og í þriðja sæti á heimsleikunum í CrossFit, en var ekki með á Íslandsmótinu að þessu sinni þar sem hann er nýbúinn að keppa í Kanada og er á leið á CrossFit-mót í Dúbæ ásamt fleiri Íslendingum. Það hefði einfaldlega verið of mikið að keppa líka á Íslandsmótinu.
Á þeim fjórum árum sem Björgvin hefur keppt í CrossFit hefur hann farið sjö sinnum í lyfjapróf. Bæði hér heima og erlendis. Hann hefur aldrei fallið og vill í ljósi umræðunnar taka fram að það megi prófa hann hvar og hvenær sem er.
Yfirlýsingu Björgvins má sjá hér að neðan.