Allt um skilnaðina í Hollywood en Ellen stal senunni í vikunni þegar tilfinningarnar báru hana ofurliði þegar Barack Obama heiðraði hana í Hvíta-Húsinu.
Kanadíska ofurstjarnan Justin Bieber kýldi aðdáenda þegar sá reyndi að komast í snertingu við Bieber í Barcelona í vikunni og Gilmore Girls kemur á Netflix í dag.
Þá fá Hulda og Stefán til sín góðan gest, söngkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur, sem fer yfir helstu dívur tónlistarsögunnar og gerir það á sinn sérstaka og skemmtilega hátt. Þar kom margt skemmtilegt í ljós og fá hlustendur að heyra skemmtilegar sögur úr bransanum.
Poppkastið er hlaðvarpsþáttur á Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) og Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm). Í þættinum er farið yfir víðan völl í dægurmálafréttum, farið yfir fréttir vikunnar auk þess sem Stefán og Hulda fá til sín góða gesti til að ræða dægurmálin. Hér að neðan má hlusta á þriðja þáttinn af Poppkastinu sem kemur út alla föstudaga á Vísi. Poppkastið er aðgengilegt í hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. iTunes.