Geir Sveins: Óvissa er alltaf óþægileg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2016 19:15 Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fór yfir stöðuna á íslenska karlalandsliðinu í handbolta í viðtali við við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Mikil óvissa er um það hverjir munu skipa hópinn á HM. Aron Pálmarsson glímir við meiðsli í nára og er í meðhöndlun hér á landi. Ásgeir Örn Hallgrímsson, sem leikur með Nimes í Frakklandi, hefur einnig verið frá vegna meiðsla. Nú þykir ólíklegt að Arnór Atlason verði með. „Arnór er meiddur eins og er og hefur ekkert getað spilað í Danmörku. Hann mun fara í betri skoðun og myndatöku á morgun. Þá mun í raun koma í ljós hvað þetta er. Eins og staðan er núna þá er hann meiddur og hefur það ekki alltof gott. Við verðum bara að sjá hvað gerist á næstu dögum,“ sagði Geir. „Þetta hljómar kannski eitthvað neikvætt að einhverjir skuli vera meiddir en það er bara eins og gengur og gerist. Það er mikið álag á leikmönnum sem eru að spila erlendis og þetta getur alltaf gerst. Við þurfum bara að sjá hvernig næstu dagar þróast hvað meiðsli þessara leikmanna varðar. Vonandi verða þeir allir orðnir klárir í janúar,“ sagði Geir. En er þá komið að því að henda þeim yngri, sem hafa staðið utan við liðið, út í djúpu laugina á heimsmeistaramótinu? „Ég held að það verði alltaf einhver sem fari í djúpu laugina,“ segir Geir en hann þarf að fara að velja stóran hóp á næstu dögum. „Á mánudag þurfum við að senda inn 28 manna hóp sem er þá lokahópur. Eftir það höfum við bara 28 leikmenn til að velja úr. Vonandi mun eitthvað skýrast fyrir það,“ sagði Geir. „Óvissa er alltaf óþægileg því það er betra að vita um hlutina. Ég veit að ég mun vita þetta og undirbý mig út frá því,“ sagði Geir. Það er hægt að sjá frétt Guðjón Guðmundssonar í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór Atlason verður líklega ekki með á HM í Frakklandi Íslenska handboltalandsliðið verður væntanlega án eins síns reyndasta leikmanns á heimsmeistaramótinu í Frakklandi sem fer fram í byrjun næsta árs. 7. desember 2016 18:45 Aron spilar ekki meira á árinu Aron Pálmarsson er kominn til ÍSlands til að fá meðhöndlun vegna nárameiðsla. HM er þó ekki í hættu. 5. desember 2016 15:00 Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Öll að koma til eftir fólskulegt brot Handbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Sjá meira
Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fór yfir stöðuna á íslenska karlalandsliðinu í handbolta í viðtali við við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Mikil óvissa er um það hverjir munu skipa hópinn á HM. Aron Pálmarsson glímir við meiðsli í nára og er í meðhöndlun hér á landi. Ásgeir Örn Hallgrímsson, sem leikur með Nimes í Frakklandi, hefur einnig verið frá vegna meiðsla. Nú þykir ólíklegt að Arnór Atlason verði með. „Arnór er meiddur eins og er og hefur ekkert getað spilað í Danmörku. Hann mun fara í betri skoðun og myndatöku á morgun. Þá mun í raun koma í ljós hvað þetta er. Eins og staðan er núna þá er hann meiddur og hefur það ekki alltof gott. Við verðum bara að sjá hvað gerist á næstu dögum,“ sagði Geir. „Þetta hljómar kannski eitthvað neikvætt að einhverjir skuli vera meiddir en það er bara eins og gengur og gerist. Það er mikið álag á leikmönnum sem eru að spila erlendis og þetta getur alltaf gerst. Við þurfum bara að sjá hvernig næstu dagar þróast hvað meiðsli þessara leikmanna varðar. Vonandi verða þeir allir orðnir klárir í janúar,“ sagði Geir. En er þá komið að því að henda þeim yngri, sem hafa staðið utan við liðið, út í djúpu laugina á heimsmeistaramótinu? „Ég held að það verði alltaf einhver sem fari í djúpu laugina,“ segir Geir en hann þarf að fara að velja stóran hóp á næstu dögum. „Á mánudag þurfum við að senda inn 28 manna hóp sem er þá lokahópur. Eftir það höfum við bara 28 leikmenn til að velja úr. Vonandi mun eitthvað skýrast fyrir það,“ sagði Geir. „Óvissa er alltaf óþægileg því það er betra að vita um hlutina. Ég veit að ég mun vita þetta og undirbý mig út frá því,“ sagði Geir. Það er hægt að sjá frétt Guðjón Guðmundssonar í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór Atlason verður líklega ekki með á HM í Frakklandi Íslenska handboltalandsliðið verður væntanlega án eins síns reyndasta leikmanns á heimsmeistaramótinu í Frakklandi sem fer fram í byrjun næsta árs. 7. desember 2016 18:45 Aron spilar ekki meira á árinu Aron Pálmarsson er kominn til ÍSlands til að fá meðhöndlun vegna nárameiðsla. HM er þó ekki í hættu. 5. desember 2016 15:00 Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Öll að koma til eftir fólskulegt brot Handbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Sjá meira
Arnór Atlason verður líklega ekki með á HM í Frakklandi Íslenska handboltalandsliðið verður væntanlega án eins síns reyndasta leikmanns á heimsmeistaramótinu í Frakklandi sem fer fram í byrjun næsta árs. 7. desember 2016 18:45
Aron spilar ekki meira á árinu Aron Pálmarsson er kominn til ÍSlands til að fá meðhöndlun vegna nárameiðsla. HM er þó ekki í hættu. 5. desember 2016 15:00