Eiður Smári á ekki lengur besta markaár Íslendings í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson. skrifar 16. desember 2016 07:00 Gylfi Þór fagnar með Swansea. vísir/getty Árið 2016 er orðið einstakt meðal íslenskra atvinnumanna í ensku úrvalsdeildinni. Aldrei áður höfum við Íslendingar átt annan eins markahrók í deildinni. Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað í átta af tíu mánuðum ársins (met) og hefur nú skorað samtals 14 mörk í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2016. Undanfarin fjórtán ár hefur einn leikmaður borið höfuð og herðar yfir aðra á listanum yfir flest mörk Íslendings á einu almanaksári í ensku úrvalsdeildinni.Átti fjögur bestu markaárin Þrettán mörk Eiðs Smára frá árinu 2002 var það mesta sem Íslendingur hafði skorað í ensku úrvalsdeildinni á einu ári en Eiður átti líka árin í öðru til fjórða sæti. Fyrir 2016 voru fjögur bestu markaár Íslendinga fjögur ár Eiðs Smára Guðjohnsen með Chelsea-liðinu frá 2001 til 2004. Eiður Smári skoraði að minnsta kosti tíu mörk á þremur þeirra og alls 41 mark sem er magnaður árangur. Markamet Eiðs Smára á einu tímabili, 14 mörk í 32 leikjum tímabilið 2011 til 2012 lifði af ágang Gylfa Þórs Sigurðssonar á síðasta tímabili, 11 mörk í 36 leikjum, en metið yfir besta markaárið er hinsvegar fallið. Hvort Gylfi ógni fyrrnefnda metinu það sem eftir lifir af þessu tímabili verður að koma í ljós.Þáttur í tuttugu mörkum í ár Gylfi gerði gott betur en að bæta markamet ársins því hann hefur einnig gefið sex stoðsendingar á árinu 2016 og er því fyrstur íslenskra knattspyrnumanna sem nær því að koma með beinum hætti að tuttugu mörkum í ensku úrvalsdeildinni á einu almanaksári.Eiður Smári fagnar í leik með Chelsea.vísir/gettyEiður Smári kom á fljúgandi siglingu inn í árið 2002 eftir að hafa skorað fimm mörk í síðasta mánuði ársins 2001. Eiður Smári bætti við fimm mörkum í janúar 2002 og þetta eru einu samliggjandi mánuðirnir þar sem íslenskur leikmaður hefur náð að skora samanlagt tíu mörk. Eiður skoraði „bara“ fjögur mörk til viðbótar frá febrúar til nóvember árið 2002 en fór síðan aftur á flug í jólamánuðinum 2002 og skoraði þá fimm mörk. Eiður bætti þá eigið met frá árinu á undan þegar hann skoraði tíu mörk á árinu 2001.Allt fór í gang á nýju ári Gylfi kom aftur á móti „ískaldur“ inn í árið 2016 eftir að hafa hvorki skorað í nóvember né desember og aðeins samtals 2 mörk í 19 leikjum á tímabilinu fyrir áramót. Frammistaðan á nýju ári var aftur á móti frábær þar sem 9 mörk hans í 17 leikjum voru lykillinn að því að Swansea hélt sæti sínu í úrvalsdeildinni. Gylfi var rólegur í fyrstu leikjum Swansea á núverandi tímabili en nýr knattspyrnustjóri félagsins færði hann framar á völlinn með frábærum árangri. Gylfi hefur síðan komið að 8 mörkum í síðustu 9 leikjum og ef Swansea bjargar sér annað árið í röð þá er það að stórum hluta til vegna framlags íslenska landsliðsmannsins.22 leikir eftir á tímabilinu Gylfi er kominn með fimm mörk og fimm stoðsendingar á tímabilinu 2016-17 en enn eru eftir þrír leikir á árinu 2016 og 19 til viðbótar á árinu 2017. Gylfi hefur því fullt af tækifærum til að bæta við mörkum. Það er gaman að geta rifjað upp magnaða frammistöðu Eiðs Smára í upphafi aldarinnar nú þegar við Íslendingar eigum aðra stjörnu í ensku úrvalsdeildinni. Það er allt í fína að vera svolítið montin af þeim báðum. Enski boltinn Fréttir ársins 2016 Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Sjá meira
Árið 2016 er orðið einstakt meðal íslenskra atvinnumanna í ensku úrvalsdeildinni. Aldrei áður höfum við Íslendingar átt annan eins markahrók í deildinni. Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað í átta af tíu mánuðum ársins (met) og hefur nú skorað samtals 14 mörk í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2016. Undanfarin fjórtán ár hefur einn leikmaður borið höfuð og herðar yfir aðra á listanum yfir flest mörk Íslendings á einu almanaksári í ensku úrvalsdeildinni.Átti fjögur bestu markaárin Þrettán mörk Eiðs Smára frá árinu 2002 var það mesta sem Íslendingur hafði skorað í ensku úrvalsdeildinni á einu ári en Eiður átti líka árin í öðru til fjórða sæti. Fyrir 2016 voru fjögur bestu markaár Íslendinga fjögur ár Eiðs Smára Guðjohnsen með Chelsea-liðinu frá 2001 til 2004. Eiður Smári skoraði að minnsta kosti tíu mörk á þremur þeirra og alls 41 mark sem er magnaður árangur. Markamet Eiðs Smára á einu tímabili, 14 mörk í 32 leikjum tímabilið 2011 til 2012 lifði af ágang Gylfa Þórs Sigurðssonar á síðasta tímabili, 11 mörk í 36 leikjum, en metið yfir besta markaárið er hinsvegar fallið. Hvort Gylfi ógni fyrrnefnda metinu það sem eftir lifir af þessu tímabili verður að koma í ljós.Þáttur í tuttugu mörkum í ár Gylfi gerði gott betur en að bæta markamet ársins því hann hefur einnig gefið sex stoðsendingar á árinu 2016 og er því fyrstur íslenskra knattspyrnumanna sem nær því að koma með beinum hætti að tuttugu mörkum í ensku úrvalsdeildinni á einu almanaksári.Eiður Smári fagnar í leik með Chelsea.vísir/gettyEiður Smári kom á fljúgandi siglingu inn í árið 2002 eftir að hafa skorað fimm mörk í síðasta mánuði ársins 2001. Eiður Smári bætti við fimm mörkum í janúar 2002 og þetta eru einu samliggjandi mánuðirnir þar sem íslenskur leikmaður hefur náð að skora samanlagt tíu mörk. Eiður skoraði „bara“ fjögur mörk til viðbótar frá febrúar til nóvember árið 2002 en fór síðan aftur á flug í jólamánuðinum 2002 og skoraði þá fimm mörk. Eiður bætti þá eigið met frá árinu á undan þegar hann skoraði tíu mörk á árinu 2001.Allt fór í gang á nýju ári Gylfi kom aftur á móti „ískaldur“ inn í árið 2016 eftir að hafa hvorki skorað í nóvember né desember og aðeins samtals 2 mörk í 19 leikjum á tímabilinu fyrir áramót. Frammistaðan á nýju ári var aftur á móti frábær þar sem 9 mörk hans í 17 leikjum voru lykillinn að því að Swansea hélt sæti sínu í úrvalsdeildinni. Gylfi var rólegur í fyrstu leikjum Swansea á núverandi tímabili en nýr knattspyrnustjóri félagsins færði hann framar á völlinn með frábærum árangri. Gylfi hefur síðan komið að 8 mörkum í síðustu 9 leikjum og ef Swansea bjargar sér annað árið í röð þá er það að stórum hluta til vegna framlags íslenska landsliðsmannsins.22 leikir eftir á tímabilinu Gylfi er kominn með fimm mörk og fimm stoðsendingar á tímabilinu 2016-17 en enn eru eftir þrír leikir á árinu 2016 og 19 til viðbótar á árinu 2017. Gylfi hefur því fullt af tækifærum til að bæta við mörkum. Það er gaman að geta rifjað upp magnaða frammistöðu Eiðs Smára í upphafi aldarinnar nú þegar við Íslendingar eigum aðra stjörnu í ensku úrvalsdeildinni. Það er allt í fína að vera svolítið montin af þeim báðum.
Enski boltinn Fréttir ársins 2016 Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Sjá meira