Reykjavík um áramótin: Uppsprengd verð á AirBnb og varla laust hótelherbergi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. desember 2016 14:00 Afar vinsælt er að eyða áramótunum hér á landi. vísir/vilhelm Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. „Áramótin eru alltaf vinsæl og það voru öll hótel hjá okkur uppbókuð þá fyrir frekar löngu síðan. Það jákvæða við þetta er að það er mjög nálægt því að vera uppbókað hjá okkur líka um jólin og það er nýtt þar sem við erum nú í fyrsta skipti með öll hótelin okkar opin yfir jólahátíðina. Við höfum undanfarin ár lokað þessum minni hótelum en eftirspurnin núna er þannig að við getum haft þau öll opin. Þá erum við líka með þrjá veitingastaði á þremur hótelanna sem verða opnir alla daga bæði um jól og áramót,“ segir Eva í samtali við Vísi. Alls eru 478 herbergi á sex hótelum Center hótela í Reykjavík. Eva segir að algengara sé að fólk komi hingað í frí annað hvort um jólin eða áramót þó alltaf séu einhverjir sem eru yfir allar hátíðarnar. Ekkert lát virðist því vera á vinsældum Íslands sem áfangastaðar og segir Eva að áramótin 2017/2018 séu strax orðin þéttbókuð hjá Center hótelum.Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela.Meðalverðið á AirBnb um áramót næstum 50 þúsund kall Yfir 3000 eignir eru skráðar til útleigu í Reykjavík á vefnum AirBnb. Ef slegnar eru inn dagsetningarnar 23. desember til 26. desember á vefinn kemur upp tilkynning um að lausar eignir (valið var „Allt heimilið“) í Reykjavík á þessum dagsetningum séu að fyllast hratt og að einungis 10 prósent eigna séu lausar yfir jólin. Verðið að meðaltali fyrir nóttina er 256 dollarar eða um 29 þúsund krónur. Miklu minna framboð er á eignum (valið var „Allt heimilið“) um áramót. Ef valdar eru dagsetningarnar 30. desember til 2. janúar kemur upp tilkynning um að aðeins tvö prósent heimila séu laus, eða 25 eignir. Meðalverðið fyrir nóttina er helmingi hærra en um jólin, eða 412 dollarar nóttin, sem gera um 48 þúsund krónur. Til samanburðar er meðalverðið fyrir nóttina eina helgi í Reykjavík í janúar ef leigt er í gegnum AirBnb 162 dollarar eða um 18 þúsund krónur. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi Airbnb íbúða í Reykjavík tæplega tvöfaldast milli ára Um 3.050 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. 17. október 2016 14:15 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. „Áramótin eru alltaf vinsæl og það voru öll hótel hjá okkur uppbókuð þá fyrir frekar löngu síðan. Það jákvæða við þetta er að það er mjög nálægt því að vera uppbókað hjá okkur líka um jólin og það er nýtt þar sem við erum nú í fyrsta skipti með öll hótelin okkar opin yfir jólahátíðina. Við höfum undanfarin ár lokað þessum minni hótelum en eftirspurnin núna er þannig að við getum haft þau öll opin. Þá erum við líka með þrjá veitingastaði á þremur hótelanna sem verða opnir alla daga bæði um jól og áramót,“ segir Eva í samtali við Vísi. Alls eru 478 herbergi á sex hótelum Center hótela í Reykjavík. Eva segir að algengara sé að fólk komi hingað í frí annað hvort um jólin eða áramót þó alltaf séu einhverjir sem eru yfir allar hátíðarnar. Ekkert lát virðist því vera á vinsældum Íslands sem áfangastaðar og segir Eva að áramótin 2017/2018 séu strax orðin þéttbókuð hjá Center hótelum.Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela.Meðalverðið á AirBnb um áramót næstum 50 þúsund kall Yfir 3000 eignir eru skráðar til útleigu í Reykjavík á vefnum AirBnb. Ef slegnar eru inn dagsetningarnar 23. desember til 26. desember á vefinn kemur upp tilkynning um að lausar eignir (valið var „Allt heimilið“) í Reykjavík á þessum dagsetningum séu að fyllast hratt og að einungis 10 prósent eigna séu lausar yfir jólin. Verðið að meðaltali fyrir nóttina er 256 dollarar eða um 29 þúsund krónur. Miklu minna framboð er á eignum (valið var „Allt heimilið“) um áramót. Ef valdar eru dagsetningarnar 30. desember til 2. janúar kemur upp tilkynning um að aðeins tvö prósent heimila séu laus, eða 25 eignir. Meðalverðið fyrir nóttina er helmingi hærra en um jólin, eða 412 dollarar nóttin, sem gera um 48 þúsund krónur. Til samanburðar er meðalverðið fyrir nóttina eina helgi í Reykjavík í janúar ef leigt er í gegnum AirBnb 162 dollarar eða um 18 þúsund krónur.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi Airbnb íbúða í Reykjavík tæplega tvöfaldast milli ára Um 3.050 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. 17. október 2016 14:15 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Fjöldi Airbnb íbúða í Reykjavík tæplega tvöfaldast milli ára Um 3.050 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. 17. október 2016 14:15