Áfallið gríðarlegt ef Aron verður ekki með Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. janúar 2017 06:00 Aron Pálmarsson í leik á móti Frökkum. Vísir/AFP „Við höfum verið að æfa án Arons [Pálmarssonar] og setja aðra menn í hans stöðu,“ segir Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handbolta. Langbesti leikmaður íslenska landsliðsins er búinn að vera meiddur í tvo mánuði og fór fyrst af stað að einhverju ráði á æfingu liðsins í gær. Hann, ásamt Ásgeiri Erni Hallgrímssyni, er stórt spurningarmerki fyrir HM í Frakklandi sem hefst á fimmtudaginn í næstu viku. Ásgeir Örn, sem hefur verið lykilmaður líkt og Aron um árabil, meiddist í síðasta leik fyrir HM-fríið með liði sínu Nimes og voru þeir báðir prófaðir á æfingu strákanna okkar í gær. Ekki er bara óljóst hvort þeir fari með á HM heldur líka hvort þeir verði leikfærir á æfingamóti í Danmörku sem hefst á fimmtudaginn. Þar mætir Ísland liðum Dana, Ungverja og Egypta.Vantar skýrari svör „Því miður höfum við ekki fengið skýrari svör en það, að við þurfum að prófa þá á æfingu í kvöld [gærkvöld] og sjá hver staðan er. Mér finnst ekki ólíklegt [að þeir fari með til Danmerkur] ekki nema að það komi í ljós að þeir eigi of langt í land. Þá erum við kannski ekki bara að afskrifa þá með Danmörku heldur líka HM í Frakklandi,“ segir Geir. Það þarf ekkert að fara í felur með það, að verði Aron Pálmarsson ekki með verður áfallið gríðarlegt. Geir segist ekki ætla að bíða fram á leikdag með að fá svör við því hvort Hafnfirðingurinn verði með og því er nauðsynlegt að undirbúa lífið án hans þótt Geir sé bjartsýnn á að Aron verði með. Hann og liðið eru svo sannarlega í kapphlaupi við tímann. „Því miður þurfum við að taka þetta svona skref fyrir skref. Það er ekki eins og Aron sé nýliði í þessu og viti ekki út á hvað þetta allt gengur og því verður hann fljótur að aðlagast ef hann kemur inn. Það mun samt ráðast tólfta janúar [á leikdegi gegn Spáni á HM] hvort hann getur spilað eða ekki,“ segir Geir.Geir getur ekki beðið of lengi með að taka ákvörðun. Fréttablaðið/StefánÁtján fara til Danmerkur Strákarnir okkar æfðu tvisvar sinnum í gær. Þeir voru á styrktaræfingu undir stjórn Ragnars Óskarssonar fyrir hádegi og svo var handboltaæfing í gærkvöldi. Geir sagði á blaðamannafundi HSÍ í gær þar sem næstu verkefni voru kynnt fyrir blaðamönnum að standið á liðinu væri gott fyrir utan meiðslin. Hann sagðist ætla að taka átján leikmenn með sér til Danmerkur á æfingamótið en hópurinn stendur enn þá í 23 sem er alltof mikið. „Ég vildi vera búinn að skera hann enn frekar niður nú þegar, en það er ekki hægt vegna meiðslanna,“ segir Geir. Tvær af vonarstjörnum íslenska liðsins; línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson og hægri skyttan Ómar Ingi Magnússon, verða ekki allan tímann með A-landsliðinu í Danmörku því kraftar þeirra verða nýttir í síðasta leik U21 árs landsliðsins í Serbíu 8. janúar. Lærisveinar Ólafs Stefánssonar og Sigursteins Arndal spila þar þrjá leiki í undankeppni EM. Arnar og Ómar mæta í síðasta leikinn gegn Serbíu.Ásgeir bjartsýnn Meiðsli Ásgeirs Arnar eru ný en hann fékk högg á hnéð í síðasta leik Nimes fyrir HM-fríið. Alvöru óheppni það. Hann hefur ekkert æft síðan hann kom heim, eða ekki fyrr en í gærkvöldi. „Eins og staðan er núna er ég bjartsýnn en við sjáum bara til hvernig gengur á æfingunum. Ég er ekkert búinn að láta reyna á þetta. Maður er samt tilbúinn til að gera allt. Ef ég get hjálpað þá geri ég það, en svo er það þjálfarans að meta hvort ég hjálpi til.“ Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07 Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27 Geir tekur 18 með til Danmerkur Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti á fundi HSÍ í hádeginu að hann myndi skera leikmannahóp sinn niður úr 23 í 18 áður en liðið fer á æfingamót í Danmörku í vikunni. 2. janúar 2017 12:30 Ásgeir Örn: Ég er tilbúinn að gera allt Ásgeir Örn Hallgrímsson meiddist í síðasta leik fyrir jól og er tæpur fyrir æfingamótið í Danmörku og HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:45 Staðan á Aroni og Ásgeiri tekin í kvöld: „Svörin hafa ekki verið skýrari en það“ Landsliðsþjálfarinn vill fá að vita endanlega hvort Aron Pálmarsson verði með í Frakklandi áður en kemur að fyrsta leik. 2. janúar 2017 13:29 Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
„Við höfum verið að æfa án Arons [Pálmarssonar] og setja aðra menn í hans stöðu,“ segir Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handbolta. Langbesti leikmaður íslenska landsliðsins er búinn að vera meiddur í tvo mánuði og fór fyrst af stað að einhverju ráði á æfingu liðsins í gær. Hann, ásamt Ásgeiri Erni Hallgrímssyni, er stórt spurningarmerki fyrir HM í Frakklandi sem hefst á fimmtudaginn í næstu viku. Ásgeir Örn, sem hefur verið lykilmaður líkt og Aron um árabil, meiddist í síðasta leik fyrir HM-fríið með liði sínu Nimes og voru þeir báðir prófaðir á æfingu strákanna okkar í gær. Ekki er bara óljóst hvort þeir fari með á HM heldur líka hvort þeir verði leikfærir á æfingamóti í Danmörku sem hefst á fimmtudaginn. Þar mætir Ísland liðum Dana, Ungverja og Egypta.Vantar skýrari svör „Því miður höfum við ekki fengið skýrari svör en það, að við þurfum að prófa þá á æfingu í kvöld [gærkvöld] og sjá hver staðan er. Mér finnst ekki ólíklegt [að þeir fari með til Danmerkur] ekki nema að það komi í ljós að þeir eigi of langt í land. Þá erum við kannski ekki bara að afskrifa þá með Danmörku heldur líka HM í Frakklandi,“ segir Geir. Það þarf ekkert að fara í felur með það, að verði Aron Pálmarsson ekki með verður áfallið gríðarlegt. Geir segist ekki ætla að bíða fram á leikdag með að fá svör við því hvort Hafnfirðingurinn verði með og því er nauðsynlegt að undirbúa lífið án hans þótt Geir sé bjartsýnn á að Aron verði með. Hann og liðið eru svo sannarlega í kapphlaupi við tímann. „Því miður þurfum við að taka þetta svona skref fyrir skref. Það er ekki eins og Aron sé nýliði í þessu og viti ekki út á hvað þetta allt gengur og því verður hann fljótur að aðlagast ef hann kemur inn. Það mun samt ráðast tólfta janúar [á leikdegi gegn Spáni á HM] hvort hann getur spilað eða ekki,“ segir Geir.Geir getur ekki beðið of lengi með að taka ákvörðun. Fréttablaðið/StefánÁtján fara til Danmerkur Strákarnir okkar æfðu tvisvar sinnum í gær. Þeir voru á styrktaræfingu undir stjórn Ragnars Óskarssonar fyrir hádegi og svo var handboltaæfing í gærkvöldi. Geir sagði á blaðamannafundi HSÍ í gær þar sem næstu verkefni voru kynnt fyrir blaðamönnum að standið á liðinu væri gott fyrir utan meiðslin. Hann sagðist ætla að taka átján leikmenn með sér til Danmerkur á æfingamótið en hópurinn stendur enn þá í 23 sem er alltof mikið. „Ég vildi vera búinn að skera hann enn frekar niður nú þegar, en það er ekki hægt vegna meiðslanna,“ segir Geir. Tvær af vonarstjörnum íslenska liðsins; línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson og hægri skyttan Ómar Ingi Magnússon, verða ekki allan tímann með A-landsliðinu í Danmörku því kraftar þeirra verða nýttir í síðasta leik U21 árs landsliðsins í Serbíu 8. janúar. Lærisveinar Ólafs Stefánssonar og Sigursteins Arndal spila þar þrjá leiki í undankeppni EM. Arnar og Ómar mæta í síðasta leikinn gegn Serbíu.Ásgeir bjartsýnn Meiðsli Ásgeirs Arnar eru ný en hann fékk högg á hnéð í síðasta leik Nimes fyrir HM-fríið. Alvöru óheppni það. Hann hefur ekkert æft síðan hann kom heim, eða ekki fyrr en í gærkvöldi. „Eins og staðan er núna er ég bjartsýnn en við sjáum bara til hvernig gengur á æfingunum. Ég er ekkert búinn að láta reyna á þetta. Maður er samt tilbúinn til að gera allt. Ef ég get hjálpað þá geri ég það, en svo er það þjálfarans að meta hvort ég hjálpi til.“
Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07 Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27 Geir tekur 18 með til Danmerkur Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti á fundi HSÍ í hádeginu að hann myndi skera leikmannahóp sinn niður úr 23 í 18 áður en liðið fer á æfingamót í Danmörku í vikunni. 2. janúar 2017 12:30 Ásgeir Örn: Ég er tilbúinn að gera allt Ásgeir Örn Hallgrímsson meiddist í síðasta leik fyrir jól og er tæpur fyrir æfingamótið í Danmörku og HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:45 Staðan á Aroni og Ásgeiri tekin í kvöld: „Svörin hafa ekki verið skýrari en það“ Landsliðsþjálfarinn vill fá að vita endanlega hvort Aron Pálmarsson verði með í Frakklandi áður en kemur að fyrsta leik. 2. janúar 2017 13:29 Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07
Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27
Geir tekur 18 með til Danmerkur Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti á fundi HSÍ í hádeginu að hann myndi skera leikmannahóp sinn niður úr 23 í 18 áður en liðið fer á æfingamót í Danmörku í vikunni. 2. janúar 2017 12:30
Ásgeir Örn: Ég er tilbúinn að gera allt Ásgeir Örn Hallgrímsson meiddist í síðasta leik fyrir jól og er tæpur fyrir æfingamótið í Danmörku og HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:45
Staðan á Aroni og Ásgeiri tekin í kvöld: „Svörin hafa ekki verið skýrari en það“ Landsliðsþjálfarinn vill fá að vita endanlega hvort Aron Pálmarsson verði með í Frakklandi áður en kemur að fyrsta leik. 2. janúar 2017 13:29