Kærir Trump fyrir ærumeiðingar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. janúar 2017 07:51 Summer Zervos, fyrrum keppandi í raunveruleikaþættinum The Apprentice, hefur kært Donald Trump verðandi bandaríkjaforseta fyrir ærumeiðingar. Zervos hefur kært Trump fyrir kynferðislega áreitni á meðan á tökum á þáttunum stóð árið 2007 og segir hún að Trump hafi logið að bandarísku þjóðinni um athæfi sitt. Zervos segir Trump vera „lygara og kvenhatara“ sem „vanvirti hana og sverti mannorð hennar.“ Hún segir að Trump hafi áreitt sig á fundi þeirra á hóteli í Beverly Hills og að hann hafi þrýst kynfærum sínum að henni þegar hún hafi reynt að bægja honum frá sér.Afneitar ásökununum Í aðdraganda kosninganna í nóvember steig fjöldi kvenna fram og sakaði Trump um kynferðislega áreitni. Hann sagði ásakanirnar „rangar og fáránlegar“ og sagðist ætla að kæra konurnar fyrir ærumeiðingar. Hann hefur þó ekki enn farið í mál við neina þeirra. Málsókn Zervos byggir á því að Trump hafi svert mannorð hennar með því að neita frásögninni og með því að saka hana og aðrar konur um að ljúga til um kynferðisofbeldi. Hún bað Trump um að taka ummæli sín til baka en hann hefur ekki orðið við því. „Þar sem Trump hefur ekki tekið orð sín til baka, líkt og ég óskaði eftir, hef ég engan annan kost en að kæra hann til að verja mannorð mitt,“ sagði Zervos á blaðamannafundi í Los Angeles. Zervos segir einnig að hún sé tilbúin til að draga kæruna til baka ef Trump verði við ósk hennar og dragi orð sín til baka og viðurkenni að framkoma hans hafi verið óviðeigandi. Trump tekur við embætti forseta á föstudaginn næstkomandi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Summer Zervos, fyrrum keppandi í raunveruleikaþættinum The Apprentice, hefur kært Donald Trump verðandi bandaríkjaforseta fyrir ærumeiðingar. Zervos hefur kært Trump fyrir kynferðislega áreitni á meðan á tökum á þáttunum stóð árið 2007 og segir hún að Trump hafi logið að bandarísku þjóðinni um athæfi sitt. Zervos segir Trump vera „lygara og kvenhatara“ sem „vanvirti hana og sverti mannorð hennar.“ Hún segir að Trump hafi áreitt sig á fundi þeirra á hóteli í Beverly Hills og að hann hafi þrýst kynfærum sínum að henni þegar hún hafi reynt að bægja honum frá sér.Afneitar ásökununum Í aðdraganda kosninganna í nóvember steig fjöldi kvenna fram og sakaði Trump um kynferðislega áreitni. Hann sagði ásakanirnar „rangar og fáránlegar“ og sagðist ætla að kæra konurnar fyrir ærumeiðingar. Hann hefur þó ekki enn farið í mál við neina þeirra. Málsókn Zervos byggir á því að Trump hafi svert mannorð hennar með því að neita frásögninni og með því að saka hana og aðrar konur um að ljúga til um kynferðisofbeldi. Hún bað Trump um að taka ummæli sín til baka en hann hefur ekki orðið við því. „Þar sem Trump hefur ekki tekið orð sín til baka, líkt og ég óskaði eftir, hef ég engan annan kost en að kæra hann til að verja mannorð mitt,“ sagði Zervos á blaðamannafundi í Los Angeles. Zervos segir einnig að hún sé tilbúin til að draga kæruna til baka ef Trump verði við ósk hennar og dragi orð sín til baka og viðurkenni að framkoma hans hafi verið óviðeigandi. Trump tekur við embætti forseta á föstudaginn næstkomandi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira