Skúli Mogensen sér fyrir sér að ókeypis verði í flug í framtíðinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2017 14:27 Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW Air, sér fyrir sér að í framtíðinni muni flugfargjöld ekki verða helsta tekjulind flugfélaga. Hann telur líklegt að ókeypis eða mjög ódýrt verði í flug með þeim tilgangi að fá viðskiptavini til að versla aðra þjónustu við flugfélögin.Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali Business Insider við Skúla Mogensen en flugfélagið býður nú upp á afar ódýrar flugferðir frá Bandaríkjunum en ætlunin er að stækka viðskiptahóp flugfélagsins í Bandaríkjunum. Í viðtalinu segir Skúli að flugferðirnar sjálfar geti verið svokallaðar aðdráttarvörur þar sem vara er seld á lágu verði eða jafnvel undir kostnaðarverði til þess að lokka að viðskiptavini. Skúli segir að flugfélög stefni óðum í þá átt. Þess í stað geti aðaltekjur flugfélaga komið frá sölu á hótelgistingu og leigu á bílum ásamt öðru sem í dag telst vera aukaþjónusta.WOW air hefur verið í örum vexti.Vísir/vilhelmÞráðlaust net ekki væntanlegt um borð í vélum Wow Air Í viðtalinu kemur einnig fram að Skúli geri ekki ráð fyrir því að þráðlaust net verði sett upp um borð í flugvélar WOW Air líkt og mörg flugfélög hafa gert á undanförnum árum. Skúli segir að búnaðurinn sé þungur og dýr auk þess sem að þráðlaust net sé lítið notað um borð í flugvélum. Flugfélagið hafi því ákveðið að sleppa því að setja upp þráðlaust net svo spara mætti eldsneytiskostnað sem skilaði sér í ódýrari fargjöldum. Skúli segir að markmið WOW Air sé að viðskiptavinir flugfélagsins séu meðvitaðir um það að ákveðin þægindi sem önnur flugfélög bjóða upp á séu ekki í boði um borð í flugvélum WOW Air enda sé markmiðið að halda flugfargjöldum sem lægstum. „Maður þarf að vera hreinskilinn við viðskiptavini sína því þá stýrir maður væntingum þeirra. Þeir vita fyrirfram að við bjóðum ekki upp á ókeypis mat, vatn eða þráðlaust net. Þess vegna segjum við þeim að koma með sinn eigin mat, eigið vatn og vera með bíómynd tilbúna í spjaldtölvunni eða fartölvunni,“ segir Skúli. Skúli leggur þó áherslu á að WOW Air veiti engan afslátt af öryggi eða þjónustulund starfsmanna sinna enda sé ókeypis að brosa.Líkt og Vísir hefur greint frá stefnir WOW Air á mikinn vöxt í framtíðinni. Á þessu ári er gert ráð fyrir að flugfélagið muni bæta við sig fimm nýjum flugvélum og þá sé áætlað að fjölga farþegum úr 1,6 milljónum í þrjár milljónir. Jafnframt má búast við því að starfsmannafjöldinn fari yfir 1000 manns. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Farþegum WOW air fjölgaði um 207% Flugfélagið WOW air flutti 173.371 farþega til og frá landinu í desember eða um 207% fleiri farþega en í desember árið 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en þar segir einnig að sætanýting þess í desember hafi verið 86% en sætanýting í fyrra á sama tímabili var 85%. 9. janúar 2017 11:43 Starfsmenn WOW air fá þrettánda mánuðinn greiddan Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að árangurinn hefði ekki náðst nema að því að starfsfólkið hafi allt staðið sig frábærlega. 13. desember 2016 19:15 Skúli valinn viðskiptamaður ársins: Íhugar starfsstöð utan Íslands Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, er viðskiptamaður ársins 2016. Fyrirtæki hans hefur vaxið gríðarlega undanfarið. Á árinu hafa farþegar félagsins verið 1,6 milljónir, þoturnar 12 og áfangastaðirnir yfir 30. 28. desember 2016 10:30 Mest lesið Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW Air, sér fyrir sér að í framtíðinni muni flugfargjöld ekki verða helsta tekjulind flugfélaga. Hann telur líklegt að ókeypis eða mjög ódýrt verði í flug með þeim tilgangi að fá viðskiptavini til að versla aðra þjónustu við flugfélögin.Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali Business Insider við Skúla Mogensen en flugfélagið býður nú upp á afar ódýrar flugferðir frá Bandaríkjunum en ætlunin er að stækka viðskiptahóp flugfélagsins í Bandaríkjunum. Í viðtalinu segir Skúli að flugferðirnar sjálfar geti verið svokallaðar aðdráttarvörur þar sem vara er seld á lágu verði eða jafnvel undir kostnaðarverði til þess að lokka að viðskiptavini. Skúli segir að flugfélög stefni óðum í þá átt. Þess í stað geti aðaltekjur flugfélaga komið frá sölu á hótelgistingu og leigu á bílum ásamt öðru sem í dag telst vera aukaþjónusta.WOW air hefur verið í örum vexti.Vísir/vilhelmÞráðlaust net ekki væntanlegt um borð í vélum Wow Air Í viðtalinu kemur einnig fram að Skúli geri ekki ráð fyrir því að þráðlaust net verði sett upp um borð í flugvélar WOW Air líkt og mörg flugfélög hafa gert á undanförnum árum. Skúli segir að búnaðurinn sé þungur og dýr auk þess sem að þráðlaust net sé lítið notað um borð í flugvélum. Flugfélagið hafi því ákveðið að sleppa því að setja upp þráðlaust net svo spara mætti eldsneytiskostnað sem skilaði sér í ódýrari fargjöldum. Skúli segir að markmið WOW Air sé að viðskiptavinir flugfélagsins séu meðvitaðir um það að ákveðin þægindi sem önnur flugfélög bjóða upp á séu ekki í boði um borð í flugvélum WOW Air enda sé markmiðið að halda flugfargjöldum sem lægstum. „Maður þarf að vera hreinskilinn við viðskiptavini sína því þá stýrir maður væntingum þeirra. Þeir vita fyrirfram að við bjóðum ekki upp á ókeypis mat, vatn eða þráðlaust net. Þess vegna segjum við þeim að koma með sinn eigin mat, eigið vatn og vera með bíómynd tilbúna í spjaldtölvunni eða fartölvunni,“ segir Skúli. Skúli leggur þó áherslu á að WOW Air veiti engan afslátt af öryggi eða þjónustulund starfsmanna sinna enda sé ókeypis að brosa.Líkt og Vísir hefur greint frá stefnir WOW Air á mikinn vöxt í framtíðinni. Á þessu ári er gert ráð fyrir að flugfélagið muni bæta við sig fimm nýjum flugvélum og þá sé áætlað að fjölga farþegum úr 1,6 milljónum í þrjár milljónir. Jafnframt má búast við því að starfsmannafjöldinn fari yfir 1000 manns.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Farþegum WOW air fjölgaði um 207% Flugfélagið WOW air flutti 173.371 farþega til og frá landinu í desember eða um 207% fleiri farþega en í desember árið 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en þar segir einnig að sætanýting þess í desember hafi verið 86% en sætanýting í fyrra á sama tímabili var 85%. 9. janúar 2017 11:43 Starfsmenn WOW air fá þrettánda mánuðinn greiddan Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að árangurinn hefði ekki náðst nema að því að starfsfólkið hafi allt staðið sig frábærlega. 13. desember 2016 19:15 Skúli valinn viðskiptamaður ársins: Íhugar starfsstöð utan Íslands Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, er viðskiptamaður ársins 2016. Fyrirtæki hans hefur vaxið gríðarlega undanfarið. Á árinu hafa farþegar félagsins verið 1,6 milljónir, þoturnar 12 og áfangastaðirnir yfir 30. 28. desember 2016 10:30 Mest lesið Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira
Farþegum WOW air fjölgaði um 207% Flugfélagið WOW air flutti 173.371 farþega til og frá landinu í desember eða um 207% fleiri farþega en í desember árið 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en þar segir einnig að sætanýting þess í desember hafi verið 86% en sætanýting í fyrra á sama tímabili var 85%. 9. janúar 2017 11:43
Starfsmenn WOW air fá þrettánda mánuðinn greiddan Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að árangurinn hefði ekki náðst nema að því að starfsfólkið hafi allt staðið sig frábærlega. 13. desember 2016 19:15
Skúli valinn viðskiptamaður ársins: Íhugar starfsstöð utan Íslands Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, er viðskiptamaður ársins 2016. Fyrirtæki hans hefur vaxið gríðarlega undanfarið. Á árinu hafa farþegar félagsins verið 1,6 milljónir, þoturnar 12 og áfangastaðirnir yfir 30. 28. desember 2016 10:30