Gráa svæðið Stjórnarmaðurinn skrifar 29. janúar 2017 11:00 Netflix birti uppgjör sitt fyrir fjórða ársfjórðung í síðustu viku. Mörg góð tíðindi var þar að finna; tekjur félagsins voru rétt tæpir 2,5 milljarðar Bandaríkjadala á fjórðungnum sem er yfir spám og þriðjungi meira en á sama tíma fyrir ári. Áskrifendum fjölgaði einnig meira en gert var ráð fyrir og eru nú um 75 milljónir þegar allt er talið. Netflix hefur því verið á mikilli siglingu í Kauphöllinni í New York og hækkaði um 9% strax í kjölfar birtingar árshlutauppgjörsins. Hins vegar er áhugavert að rýna eilítið meira í tölurnar. Unnendur Netflix (stjórnarmaðurinn þar á meðal) hafa tekið eftir því undanfarin misseri að eigin framleiðsla er farin að skipa æ stærri sess hjá Netflix á kostnað aðkeypts efnis frá kvikmyndaverum á borð við Warner, Fox eða Sony. Þetta hefur þau áhrif að inni á efnisveitunni er mun áhugaverðara efni en áður. Kostnaðurinn er líka eftir því, en áætlað er að félagið muni þurfa aukafjármögnun upp á um tvo milljarða á þessu ári til að standa undir efniskostnaði. Framleiðsla á eigin efni er ekki bara fokdýr, heldur hefur hún einnig slæm áhrif á greiðslustreymi þar sem jafnan þarf að greiða kostnað eins og hann fellur til, en ekki í jöfnum greiðslum meðan sýningar fara fram eins og gert er með aðkeypt efni. Þetta er hins vegar ekki auðsjáanlegt í birtum uppgjörum félagsins. Netflix hefur oft verið nefnt sem birtingarmynd hinnar nýju miðlunar á sjónvarpsefni, hefðbundið línulegt sjónvarpsefni sagt á útleið. Líklega er þó sannleikurinn einhvers staðar á gráa svæðinu. Þeir vinna sem ná að feta hinn gullna meðalveg. Staðreyndin er sú að hefðbundið afþreyingarfyrirtæki á borð við Sky í Bretlandi er með sexfalda EBIDTA Netflix (ríflega tvo milljarða punda) en þó með aðeins ögn hærri tekjur. Þrátt fyrir það er Netflix metið á 140x EBIDTA, en Sky einungis 9x. Netflix kann að vera framtíðin, en þeir eiga langt í land með að sýna álíka arðsemi til hluthafa sinna og hefðbundnu risarnir á markaðnum. Sennilega er nokkuð langt í land miðað við áform Netflix um efniskaup í náinni framtíð.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Netflix Stjórnarmaðurinn Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Netflix birti uppgjör sitt fyrir fjórða ársfjórðung í síðustu viku. Mörg góð tíðindi var þar að finna; tekjur félagsins voru rétt tæpir 2,5 milljarðar Bandaríkjadala á fjórðungnum sem er yfir spám og þriðjungi meira en á sama tíma fyrir ári. Áskrifendum fjölgaði einnig meira en gert var ráð fyrir og eru nú um 75 milljónir þegar allt er talið. Netflix hefur því verið á mikilli siglingu í Kauphöllinni í New York og hækkaði um 9% strax í kjölfar birtingar árshlutauppgjörsins. Hins vegar er áhugavert að rýna eilítið meira í tölurnar. Unnendur Netflix (stjórnarmaðurinn þar á meðal) hafa tekið eftir því undanfarin misseri að eigin framleiðsla er farin að skipa æ stærri sess hjá Netflix á kostnað aðkeypts efnis frá kvikmyndaverum á borð við Warner, Fox eða Sony. Þetta hefur þau áhrif að inni á efnisveitunni er mun áhugaverðara efni en áður. Kostnaðurinn er líka eftir því, en áætlað er að félagið muni þurfa aukafjármögnun upp á um tvo milljarða á þessu ári til að standa undir efniskostnaði. Framleiðsla á eigin efni er ekki bara fokdýr, heldur hefur hún einnig slæm áhrif á greiðslustreymi þar sem jafnan þarf að greiða kostnað eins og hann fellur til, en ekki í jöfnum greiðslum meðan sýningar fara fram eins og gert er með aðkeypt efni. Þetta er hins vegar ekki auðsjáanlegt í birtum uppgjörum félagsins. Netflix hefur oft verið nefnt sem birtingarmynd hinnar nýju miðlunar á sjónvarpsefni, hefðbundið línulegt sjónvarpsefni sagt á útleið. Líklega er þó sannleikurinn einhvers staðar á gráa svæðinu. Þeir vinna sem ná að feta hinn gullna meðalveg. Staðreyndin er sú að hefðbundið afþreyingarfyrirtæki á borð við Sky í Bretlandi er með sexfalda EBIDTA Netflix (ríflega tvo milljarða punda) en þó með aðeins ögn hærri tekjur. Þrátt fyrir það er Netflix metið á 140x EBIDTA, en Sky einungis 9x. Netflix kann að vera framtíðin, en þeir eiga langt í land með að sýna álíka arðsemi til hluthafa sinna og hefðbundnu risarnir á markaðnum. Sennilega er nokkuð langt í land miðað við áform Netflix um efniskaup í náinni framtíð.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Netflix Stjórnarmaðurinn Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira