„Það munu aldrei fleiri horfa á Emmy-verðlaunaathöfn. Punktur.“ sagði Colbert og vísaði þar til orða Spicer þegar hann skammaði fjölmiðla fyrir að greina frá að mun fleiri hefðu sótt innvígsluathöfn Barack Obama en athöfn Trump sem fram fór síðasta föstudag.
Emmy-verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi sjónvarpsefni og verða að þessu sinni veitt við hátíðlega athöfn 17. september. Colbert hefur aldrei áður kynnt verðlaunaathöfnina en gat sér þó gott orð þegar hann tók George W. Bush í gegn á árlegum kvöldverði blaðamanna í Washington árið 2006, líkt og sjá má hér að neðan.