Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: "Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. mars 2017 12:16 Hildur og Frosti Logason. Vísir/Stefán Tónlistarkonan Hildur hefur krafið Frosta Logason, útvarpsmann á X-inu um afsökunarbeiðni vegna ummæla sem hann lét falla um lag Hildar og konur í tónlist. Lag Hildar, I'll Walk With You, var valið popplag ársins á Íslensku tónlistarverðlaunum í vikunni og í þakkarræðu sinni brýndi Hildur íslenskar tónlistarkonur til dáða. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Hildur að hún hafi verið niðurlægð eftir að hafa heyrt Frosta tjá sig um lagið og konur í tónlist í útvarpsþættinum Harmageddon, daginn eftir að Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent.Lagið ágætt en önnur betri„Lyktin af þessu er sú að Hildur hafi unnið þetta af því að hún er kona,“ sagði Frosti og vitnaði meðal annars til þess að lag Aron Can, Enginn mórall, væri með töluvert betri hlustunartölur en lag Hildar. Tók Frosti fram að lag Hildar væri „ágætt lag“ þó að líklega hefði strákur hjálpað Hildi við lagasmíðina. Bendi þá Þorkell Máni Pétursson, annar þáttastjórnenda Harmageddon að það hefði verið dómnefnd sem hefði ráðið úrslitum um hvaða lag hefði verið valið popplag ársins. „Já, og hún er undir þessum áhrifum PC-kórsins að konur séu svo mikil fórnarlömb,“ sagði Frosti um dómnefndina „Ég ber meiri virðingu fyrir konunum í mínu lífi en að gera þær að einhverjum fórnarlömbum alla daga.“Að mati Hildar er viðhorf Frosta lýsandi fyrir hindranir sem stelpur í tónlist þurfi að takast á við daglega. Hildur segir að Frosti gerir lítið úr reynsluheimi kvenna í tónlist „sem hann á einhvern undraverðan hátt virðist vita allt betur um, verandi miðaldra karlmaður.“ „Fyrir mér er þetta ótrúlega einfalt. Frosti ber mjög augljóslega enga virðingu fyrir tónlistarkonum samkvæmt öllu því sem hann segir í þessum þætti. Það er ekkert hægt að rakka niður konur á ótal vegu og segja svo í næstu setningu - „en jú ég ber sko virðingu fyrir konum”,“ skrifar Hildur.Vill afsökunarbeiðni Hildur segir að hún vilji ekki kenna litlum stelpum að elta drauma sína til þess eins að þær þurfi svo að heyra „einhvern gaur rakka þær niður og í raun tala á móti öllu því sem samtök eins og Stelpur Rokka og Kítón (sem hann nota bene þurfti að gera lítið úr og kynna með grínrödd í þættinum) standa fyrir.“ Krefst Hildur þess að Frosti biðjist afsökunar á orðuim sínum. „Svona opinber smánun, karlremba og gamaldags hugsunarháttur meikar algjörlega engann sens árið 2017 og ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut. Við þurfum að útrýma svona hugsunarhætti og fyrsta skrefið í því er að tala opinskátt um þetta,“ skrifar Hildur. „Frosti Logason, mér þætti það eina rétta í stöðunni að þú sendir mér afsökunarbeiðni fyrir þetta niðrandi tal um mig og aðrar tónlistarkonur á opinberum vettvangi, ég vona að þú getir séð hvað þú gerðir rangt og lært vel af þessu.“ Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Fleiri fréttir Ritz-kex, klósettpappír og mávar á líkama fimmtíu afmælisgesta Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Sjá meira
Tónlistarkonan Hildur hefur krafið Frosta Logason, útvarpsmann á X-inu um afsökunarbeiðni vegna ummæla sem hann lét falla um lag Hildar og konur í tónlist. Lag Hildar, I'll Walk With You, var valið popplag ársins á Íslensku tónlistarverðlaunum í vikunni og í þakkarræðu sinni brýndi Hildur íslenskar tónlistarkonur til dáða. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Hildur að hún hafi verið niðurlægð eftir að hafa heyrt Frosta tjá sig um lagið og konur í tónlist í útvarpsþættinum Harmageddon, daginn eftir að Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent.Lagið ágætt en önnur betri„Lyktin af þessu er sú að Hildur hafi unnið þetta af því að hún er kona,“ sagði Frosti og vitnaði meðal annars til þess að lag Aron Can, Enginn mórall, væri með töluvert betri hlustunartölur en lag Hildar. Tók Frosti fram að lag Hildar væri „ágætt lag“ þó að líklega hefði strákur hjálpað Hildi við lagasmíðina. Bendi þá Þorkell Máni Pétursson, annar þáttastjórnenda Harmageddon að það hefði verið dómnefnd sem hefði ráðið úrslitum um hvaða lag hefði verið valið popplag ársins. „Já, og hún er undir þessum áhrifum PC-kórsins að konur séu svo mikil fórnarlömb,“ sagði Frosti um dómnefndina „Ég ber meiri virðingu fyrir konunum í mínu lífi en að gera þær að einhverjum fórnarlömbum alla daga.“Að mati Hildar er viðhorf Frosta lýsandi fyrir hindranir sem stelpur í tónlist þurfi að takast á við daglega. Hildur segir að Frosti gerir lítið úr reynsluheimi kvenna í tónlist „sem hann á einhvern undraverðan hátt virðist vita allt betur um, verandi miðaldra karlmaður.“ „Fyrir mér er þetta ótrúlega einfalt. Frosti ber mjög augljóslega enga virðingu fyrir tónlistarkonum samkvæmt öllu því sem hann segir í þessum þætti. Það er ekkert hægt að rakka niður konur á ótal vegu og segja svo í næstu setningu - „en jú ég ber sko virðingu fyrir konum”,“ skrifar Hildur.Vill afsökunarbeiðni Hildur segir að hún vilji ekki kenna litlum stelpum að elta drauma sína til þess eins að þær þurfi svo að heyra „einhvern gaur rakka þær niður og í raun tala á móti öllu því sem samtök eins og Stelpur Rokka og Kítón (sem hann nota bene þurfti að gera lítið úr og kynna með grínrödd í þættinum) standa fyrir.“ Krefst Hildur þess að Frosti biðjist afsökunar á orðuim sínum. „Svona opinber smánun, karlremba og gamaldags hugsunarháttur meikar algjörlega engann sens árið 2017 og ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut. Við þurfum að útrýma svona hugsunarhætti og fyrsta skrefið í því er að tala opinskátt um þetta,“ skrifar Hildur. „Frosti Logason, mér þætti það eina rétta í stöðunni að þú sendir mér afsökunarbeiðni fyrir þetta niðrandi tal um mig og aðrar tónlistarkonur á opinberum vettvangi, ég vona að þú getir séð hvað þú gerðir rangt og lært vel af þessu.“
Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Fleiri fréttir Ritz-kex, klósettpappír og mávar á líkama fimmtíu afmælisgesta Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Sjá meira