Er þetta gert vegna alvarlegra slysa sem orðið hafa við köfun og yfirborðsköfun í gjánni.
Fyrr í dag varð banaslys í Silfru. Þar missti karlmaður meðvitund eftir að hafa verið að snorka í gjánni. Maðurinn, sem var erlendur ferðamaður á sjötugsaldri, hafði að sögn vitna kallað eftir aðstoð vegna andþyngsla og misst meðvitund skömmu eftir að leiðsögumaður kom honum til hjálpar.
Endurlífgunartilraunir voru reyndar á manninum sem var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann þar sem hann var úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna þangað.
Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þinvöllum, sendi þessa tilkynningu á fjölmiðla vegna málsins rétt fyrir miðnætti:
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur, að höfðu samráði við Samgöngustofu og lögregluyfirvöld, ákveðið að loka Silfru tímabundið frá kl. 9.00 laugardaginn 11. mars til kl. 8.00 mánudaginn 13. mars vegna alvarlegra slysa sem orðið hafa við köfun og yfirborðsköfun í gjánni. Innan þess tíma sem lokunin gildir verður farið yfir verklag rekstraraðila og reglur sem gilda um þá sem stunda köfun og yfirborðsköfun í gjánni.
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, tjáði sig um lokunina á Facebook nú rétt fyrir miðnætti: