Fimmfaldur Íslandsmeistari í fimleikum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. apríl 2017 09:45 Martin Bjarni Guðmundsson, æfir þrjá tíma á dag, svo er hann líka byrjaður í ökutímum. Vísir/Anton Bjarni Martin Guðmundsson vann um síðustu helgi Íslandsmeistaratitilinn í fjölþraut, sem er öll áhöldin sex, samanlagt í stigum – og einnig fyrir gólfæfingar, stökk, svifrá og tvíslá Átti hann von á öllum þessum sigrum? Ég var búinn að æfa vel fyrir þetta mót og átti góðan séns, þrátt fyrir að hafa lent í meiðslum í upphitun á laugardeginum. Hvenær byrjaðir þú að æfa fimleika? Þegar ég var fjögurra ára en fór tveggja ára í íþróttaskóla barnanna á Selfossi. Nú æfi ég með Gerplu í Kópavogi sex sinnum í viku, þrjá tíma á dag. Hvernig er að búa á Selfossi og æfa í Kópavogi? Ég hef gert það síðan ég var fjögurra ára svo að það eðlilegt fyrir mig að keyra í 45 mínútur eða taka strætó einn og hálfan tíma á æfingu. Ertu jafngóður á öllum áhöldum? Bogahesturinn hefur reynst mér erfiður. Ég þarf að leggja enn harðar að mér þar svo að ég geti náð markmiðum mínum á Ólympíuleikum æskunnar í Ungverjalandi í sumar. Ég er Norðurlandameistari í stökki. Gólf og svifrá eru í uppáhaldi, þau fá hjartað til að slá, sérstaklega tvöföld heljarstökk, margar skrúfur á gólfinu og flugæfingar á svifránni. Áttu fleiri áhugamál? Ég æfi fótbolta með Selfossi og hef gaman af mörgum íþróttum. Hvað borðar þú eiginlega? Kjúkling, fisk, kjöt, grænmeti og ávexti og drekk um þrjá lítra af vatni á dag. Drekk ekki gos en borða súkkulaði og ís í hófi. Ég hef ekki keypt mér laugardagsnammi í mörg ár og finnst jarðarber mun betri. Hvernig gengur í skólanum? Ég er í Sunnulækjarskóla og gengur mjög vel, reyni að klára allt í skólanum, þá er lítið heimanám. Framtíðaráformin? Ég stefni á Ólympíuleikana í Tókýó 2020 og þarf að vera duglegur að æfa til að ná því markmiði. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl 2017 Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Bjarni Martin Guðmundsson vann um síðustu helgi Íslandsmeistaratitilinn í fjölþraut, sem er öll áhöldin sex, samanlagt í stigum – og einnig fyrir gólfæfingar, stökk, svifrá og tvíslá Átti hann von á öllum þessum sigrum? Ég var búinn að æfa vel fyrir þetta mót og átti góðan séns, þrátt fyrir að hafa lent í meiðslum í upphitun á laugardeginum. Hvenær byrjaðir þú að æfa fimleika? Þegar ég var fjögurra ára en fór tveggja ára í íþróttaskóla barnanna á Selfossi. Nú æfi ég með Gerplu í Kópavogi sex sinnum í viku, þrjá tíma á dag. Hvernig er að búa á Selfossi og æfa í Kópavogi? Ég hef gert það síðan ég var fjögurra ára svo að það eðlilegt fyrir mig að keyra í 45 mínútur eða taka strætó einn og hálfan tíma á æfingu. Ertu jafngóður á öllum áhöldum? Bogahesturinn hefur reynst mér erfiður. Ég þarf að leggja enn harðar að mér þar svo að ég geti náð markmiðum mínum á Ólympíuleikum æskunnar í Ungverjalandi í sumar. Ég er Norðurlandameistari í stökki. Gólf og svifrá eru í uppáhaldi, þau fá hjartað til að slá, sérstaklega tvöföld heljarstökk, margar skrúfur á gólfinu og flugæfingar á svifránni. Áttu fleiri áhugamál? Ég æfi fótbolta með Selfossi og hef gaman af mörgum íþróttum. Hvað borðar þú eiginlega? Kjúkling, fisk, kjöt, grænmeti og ávexti og drekk um þrjá lítra af vatni á dag. Drekk ekki gos en borða súkkulaði og ís í hófi. Ég hef ekki keypt mér laugardagsnammi í mörg ár og finnst jarðarber mun betri. Hvernig gengur í skólanum? Ég er í Sunnulækjarskóla og gengur mjög vel, reyni að klára allt í skólanum, þá er lítið heimanám. Framtíðaráformin? Ég stefni á Ólympíuleikana í Tókýó 2020 og þarf að vera duglegur að æfa til að ná því markmiði. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl 2017
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira