Mun meiri síld fyrir austan en sést hefur undanfarin ár Svavar Hávarðsson skrifar 29. maí 2017 09:00 Ekkert ber á makríl enn þá – segir ekkert um göngur hans sýnir reynslan. Fréttablaðið/Óskar Bráðabirgðaniðurstöður frá íslenska hluta fjölþjóðlegs rannsóknarleiðangurs sýna mun meiri útbreiðslu og magn af norsk-íslenskri síld innan landhelginnar austur af Íslandi en verið hefur undanfarin vor. Síldin er því fyrr á ferðinni en áður og er gengin vestar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun, en í síðustu viku lauk tæplega þriggja vikna löngum leiðangri rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar sem hafði það meginmarkmið að meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar og kolmunna austur og norðaustur af landinu. Þessi árlegi leiðangur í norðaustanvert Atlantshaf í maí var nú farinn 23. árið í röð og taka þátt í honum, auk Íslendinga, rannsóknaskip frá Noregi, Færeyjum, Danmörku og Rússlandi. Niðurstöður hans eru meðal annars nýttar við stofnmat á norsk-íslenskri síld innan Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) og við vöktun á langtímabreytingum vistkerfisins og ástandi hafsins. Sameiginleg úrvinnsla á leiðangursgögnum skipanna fimm mun fara fram á næstu vikum og verða niðurstöður kynntar og notaðar á fundi ICES í lok ágúst þar sem vinna við stofnstærðarmat og ráðgjöf þessara uppsjávarfiskistofna fer fram. Í íslenska hluta leiðangursins fannst nær eingöngu eldri hluti stofnsins, einkum 12 og 13 ára gömul síld, sem hefur verið uppistaðan í veiði undanfarinna ára. Austar í hafinu, undan ströndum Noregs, hafa önnur rannsóknarskip fundið yngri síld. Á Íslands-Færeyjahryggnum varð vart við kolmunna svo og í hlýsjónum suðaustur af Jan Mayen. Þéttleikinn var að öllu jöfnu lítill. Nær ekkert varð vart við makríl í leiðangrinum í ár en á undanförnum árum hafa einungis fáeinir fiskar fengist í einstaka togum milli Íslands og Færeyja. Þessar niðurstöður gefa því ekki tilefni til að álykta eitthvað um makrílgengd inn á íslensk hafsvæði í sumar, segir í tilkynningunni. Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Bráðabirgðaniðurstöður frá íslenska hluta fjölþjóðlegs rannsóknarleiðangurs sýna mun meiri útbreiðslu og magn af norsk-íslenskri síld innan landhelginnar austur af Íslandi en verið hefur undanfarin vor. Síldin er því fyrr á ferðinni en áður og er gengin vestar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun, en í síðustu viku lauk tæplega þriggja vikna löngum leiðangri rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar sem hafði það meginmarkmið að meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar og kolmunna austur og norðaustur af landinu. Þessi árlegi leiðangur í norðaustanvert Atlantshaf í maí var nú farinn 23. árið í röð og taka þátt í honum, auk Íslendinga, rannsóknaskip frá Noregi, Færeyjum, Danmörku og Rússlandi. Niðurstöður hans eru meðal annars nýttar við stofnmat á norsk-íslenskri síld innan Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) og við vöktun á langtímabreytingum vistkerfisins og ástandi hafsins. Sameiginleg úrvinnsla á leiðangursgögnum skipanna fimm mun fara fram á næstu vikum og verða niðurstöður kynntar og notaðar á fundi ICES í lok ágúst þar sem vinna við stofnstærðarmat og ráðgjöf þessara uppsjávarfiskistofna fer fram. Í íslenska hluta leiðangursins fannst nær eingöngu eldri hluti stofnsins, einkum 12 og 13 ára gömul síld, sem hefur verið uppistaðan í veiði undanfarinna ára. Austar í hafinu, undan ströndum Noregs, hafa önnur rannsóknarskip fundið yngri síld. Á Íslands-Færeyjahryggnum varð vart við kolmunna svo og í hlýsjónum suðaustur af Jan Mayen. Þéttleikinn var að öllu jöfnu lítill. Nær ekkert varð vart við makríl í leiðangrinum í ár en á undanförnum árum hafa einungis fáeinir fiskar fengist í einstaka togum milli Íslands og Færeyja. Þessar niðurstöður gefa því ekki tilefni til að álykta eitthvað um makrílgengd inn á íslensk hafsvæði í sumar, segir í tilkynningunni.
Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira