Fullyrða að Trump muni draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu Atli Ísleifsson skrifar 31. maí 2017 12:39 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/AFP Bandarískir fjölmiðlar segja að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ákveðið að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu. Vefurinn Axios greinir frá þessu og vísar í tvo ólíka heimildarmenn. Trump neitaði að lýsa yfir stuðningi við Parísarsamkomulagið á fundi leiðtoga G7-ríkjanna á Sikiley í síðustu viku og sagðist þurfa meiri tíma til umhugsunar. Sagði hann í tísti að hann hugðist tilkynna um ákvörðun sína í þessari viku. Um tvö hundruð ríki náðu samkomulagi á fundi sínum í París 2015 sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Samkvæmt samkomulaginu skuldbindur Bandaríkin sig til að draga úr losun um 26 til 28 prósent fram til ársins 2025, miðað við losunina 2005. Markmið samkomulagsins er að tryggja að hlýnun jarðar haldist vel fyrir innan tvær gráður. Axios segir að Scott Pruitt, yfirmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, vinni nú að útfærslu úrsagnarinnar. Í frétt Reuters segir að 22 öldungadeildarþingmenn Repúblikana, meðal annars leiðtoginn Mitch McConnell, hafi þrýst mjög á að Bandaríkin dragi sig úr samkomulaginu.Uppfært 13:30: Trump hefur greint frá því á Twitter að hann muni taka ákvörðun um Parísarsamkomulagið á næstu dögum. Lýkur hann færslunni á árunum „Make America Great Again“, sem var slagorð hans í kosningabaráttunni á síðasta ári.I will be announcing my decision on the Paris Accord over the next few days. MAKE AMERICA GREAT AGAIN!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 31, 2017 Loftslagsmál Tengdar fréttir Hyggst taka ákvörðun um stuðning við Parísarsamkomulagið í næstu viku Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka ákvörðun um stuðning Bandaríkjanna við Parísarsamkomulagið í næstu viku. 27. maí 2017 22:00 „Algjörlega nauðsynlegt“ að þjóðir heims samþykki Parísarsáttmálann Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ríki heimsins þurfa að standa enn þéttar saman. 31. maí 2017 08:03 Angela Merkel segir Evrópu verða að berjast fyrir eigin örlögum Evrópa getur ekki lengur „stólað algjörlega“ á Bandaríkin og Bretland, sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á kosningafundi í Munchen í Þýskalandi í dag. Hún hefur þungar áhyggjur af framtíð Parísarsamkomulagsins. 28. maí 2017 16:58 Staða Bandaríkjanna geti veikst samþykki Trump ekki sáttmálann Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það geta veikt stöðu Bandaríkjamanna á alþjóðavettvangi ef þeir samþykkja ekki Parísarsamkomulagið. 28. maí 2017 19:09 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar segja að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ákveðið að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu. Vefurinn Axios greinir frá þessu og vísar í tvo ólíka heimildarmenn. Trump neitaði að lýsa yfir stuðningi við Parísarsamkomulagið á fundi leiðtoga G7-ríkjanna á Sikiley í síðustu viku og sagðist þurfa meiri tíma til umhugsunar. Sagði hann í tísti að hann hugðist tilkynna um ákvörðun sína í þessari viku. Um tvö hundruð ríki náðu samkomulagi á fundi sínum í París 2015 sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Samkvæmt samkomulaginu skuldbindur Bandaríkin sig til að draga úr losun um 26 til 28 prósent fram til ársins 2025, miðað við losunina 2005. Markmið samkomulagsins er að tryggja að hlýnun jarðar haldist vel fyrir innan tvær gráður. Axios segir að Scott Pruitt, yfirmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, vinni nú að útfærslu úrsagnarinnar. Í frétt Reuters segir að 22 öldungadeildarþingmenn Repúblikana, meðal annars leiðtoginn Mitch McConnell, hafi þrýst mjög á að Bandaríkin dragi sig úr samkomulaginu.Uppfært 13:30: Trump hefur greint frá því á Twitter að hann muni taka ákvörðun um Parísarsamkomulagið á næstu dögum. Lýkur hann færslunni á árunum „Make America Great Again“, sem var slagorð hans í kosningabaráttunni á síðasta ári.I will be announcing my decision on the Paris Accord over the next few days. MAKE AMERICA GREAT AGAIN!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 31, 2017
Loftslagsmál Tengdar fréttir Hyggst taka ákvörðun um stuðning við Parísarsamkomulagið í næstu viku Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka ákvörðun um stuðning Bandaríkjanna við Parísarsamkomulagið í næstu viku. 27. maí 2017 22:00 „Algjörlega nauðsynlegt“ að þjóðir heims samþykki Parísarsáttmálann Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ríki heimsins þurfa að standa enn þéttar saman. 31. maí 2017 08:03 Angela Merkel segir Evrópu verða að berjast fyrir eigin örlögum Evrópa getur ekki lengur „stólað algjörlega“ á Bandaríkin og Bretland, sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á kosningafundi í Munchen í Þýskalandi í dag. Hún hefur þungar áhyggjur af framtíð Parísarsamkomulagsins. 28. maí 2017 16:58 Staða Bandaríkjanna geti veikst samþykki Trump ekki sáttmálann Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það geta veikt stöðu Bandaríkjamanna á alþjóðavettvangi ef þeir samþykkja ekki Parísarsamkomulagið. 28. maí 2017 19:09 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Hyggst taka ákvörðun um stuðning við Parísarsamkomulagið í næstu viku Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka ákvörðun um stuðning Bandaríkjanna við Parísarsamkomulagið í næstu viku. 27. maí 2017 22:00
„Algjörlega nauðsynlegt“ að þjóðir heims samþykki Parísarsáttmálann Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ríki heimsins þurfa að standa enn þéttar saman. 31. maí 2017 08:03
Angela Merkel segir Evrópu verða að berjast fyrir eigin örlögum Evrópa getur ekki lengur „stólað algjörlega“ á Bandaríkin og Bretland, sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á kosningafundi í Munchen í Þýskalandi í dag. Hún hefur þungar áhyggjur af framtíð Parísarsamkomulagsins. 28. maí 2017 16:58
Staða Bandaríkjanna geti veikst samþykki Trump ekki sáttmálann Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það geta veikt stöðu Bandaríkjamanna á alþjóðavettvangi ef þeir samþykkja ekki Parísarsamkomulagið. 28. maí 2017 19:09