Mesti skellurinn vegna komu Costco hafi verið í júnímánuði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 8. júlí 2017 06:00 Innkoma bandaríska risans Costco á íslenskan markað hefur valdið titringi á meðal heild- og smásala. Verslun Costco var opnuð 23. maí síðastliðinn í Kauptúni í Garðabæ. vísir/eyþór Íslenskir kaupmenn hafa sannarlega fundið fyrir áhrifum af innkomu bandaríska smásölurisans Costco á hérlendan smásölumarkað en misjafnt er hve mikil áhrifin hafa verið. Velta nær allra matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman eftir að Costco opnaði verslun sína í Garðabæ undir lok maímánaðar, mest hjá stóru matvörukeðjunum, en viðmælendur Fréttablaðsins telja að áhrif Costco muni fara dvínandi eftir því sem líður á árið. Mesti skellurinn hafi verið í júní.Jón Gerald Sullenberger, kaupmaður í KostiÍ nýju verðmati hagfræðideildar Landsbankans er bent á að í ljósi vaxandi einkaneyslu hér á landi sé ekki hægt að ganga út frá því að velta Costco dragist öll frá veltu þeirra verslana sem fyrir eru á markaðinum. Þó leiki ekki vafi á því að Costco hafi tekið til sín stóran hluta af markaðinum. Aukin samkeppni og sterkari króna, sem hefur þrýst verði á dagvöru niður, hafi einnig haft áhrif á rekstur verslananna. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá varð meiri samdráttur í sölu í verslunum Haga í júní en fjárfestar bjuggust við. Dróst salan saman um 8,5 prósent í krónum talið í mánuðinum að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi. „Við höfum fundið fyrir áhrifunum af komu Costco, eins og allir aðrir, en ekki í eins miklum mæli og stóru verslanakeðjurnar,“ segir Eiríkur Sigurðsson, eigandi matvöruverslunarinnar Víðis. Costco sé risastórt félag og mikil viðbót við íslenska smásölumarkaðinn og því sé ekki skrýtið að önnur félög á markaðinum finni fyrir áhrifunum. Eiríkur segir að sala í Víði hafi dregist örlítið saman í júnímánuði en samdrátturinn sé þó ekki neitt í líkingu við samdráttinn hjá stóru verslanakeðjunum. „Þetta er bara eins og allt annað: Þú verður að standa þig í samkeppninni og gera eins vel og þú getur,“ segir hann. „Við áttum ágætis júnímánuð og hann var í samræmi við áætlanir okkar,“ segir Jón Björnsson, forstjóri Festar, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar, Elko og Kjarvals. Jón Gerald Sullenberger, eigandi matvöruverslunarinnar Kosts, segir ljóst að allar verslanir hafi fundið fyrir áhrifunum af komu Costco. Kostur sé þar engin undantekning. „Það er ekki við öðru að búast þegar markaðurinn hér á landi er ekki stærri en þetta,“ segir hann. Jón Gerald segir að Kostur hafi skapað sér sérstöðu á markaðinum með því að leggja mikla áherslu á amerískar vörur. „Við höldum okkar sérstöðu og vonum að með því að sinna viðskiptavininum haldi hann áfram að koma til okkar.“ Verslunin hafi gripið til ýmissa aðgerða til þess að bregðast við breyttu samkeppnisumhverfi. „Við höfum til dæmis dregið úr starfsmannahaldi og minnkað launakostnað, sem er mjög dýr. Við höfum einnig farið að bjóða upp á minni pakkningar og aukið vöruúrval, því það er mjög takmarkað hjá Costco, sér í lagi í matvörunni. Við leggjum líka mikla áherslu á amerískar vörur og teljum okkur auk þess vera leiðandi í því að bjóða upp á ferskasta grænmetið og ferskustu ávextina,“ segir Jón Gerald og tekur dæmi: „Það hefur mikið verið talað um jarðarberin í Costco. Við höfum selt þessi nákvæmlegu sömu ber í fimm eða næstum sex ár. Þannig að það er í sjálfu sér engin nýjung.“ Costco Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Markaðsvirði Haga minnkaði um 2 milljarða Gengi hlutabréfa í Högum lækkaði um 4,26 prósent í 672 milljón króna viðskiptum í Kauphöll Íslands í dag. 6. júlí 2017 16:24 Tekjur Haga minnkuðu um 8,5 prósent fyrsta mánuðinn eftir opnun Costco Sala í verslunum smásölurisans Haga dróst saman um 8,5 prósent í júnímánuði í krónum talið miðað við sama tímabil í fyrra að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi. Þá minnkaði framlegð samstæðunnar um 0,4 prósentustig á milli ára. 5. júlí 2017 19:18 Meiri samdráttur en búist var við Meiri samdráttur varð í sölu í verslunum smásölurisans Haga í júnímánuði en fjárfestar bjuggust við. Afkomuviðvörunin, sem félagið sendi frá sér á fimmtudagskvöld, kom þeim í opna skjöldu, en til marks um það lækkuðu hlutabréf félagsins um 4,26 prósent í 672 milljóna króna viðskiptum í gær. 7. júlí 2017 09:30 Mest lesið Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira
Íslenskir kaupmenn hafa sannarlega fundið fyrir áhrifum af innkomu bandaríska smásölurisans Costco á hérlendan smásölumarkað en misjafnt er hve mikil áhrifin hafa verið. Velta nær allra matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman eftir að Costco opnaði verslun sína í Garðabæ undir lok maímánaðar, mest hjá stóru matvörukeðjunum, en viðmælendur Fréttablaðsins telja að áhrif Costco muni fara dvínandi eftir því sem líður á árið. Mesti skellurinn hafi verið í júní.Jón Gerald Sullenberger, kaupmaður í KostiÍ nýju verðmati hagfræðideildar Landsbankans er bent á að í ljósi vaxandi einkaneyslu hér á landi sé ekki hægt að ganga út frá því að velta Costco dragist öll frá veltu þeirra verslana sem fyrir eru á markaðinum. Þó leiki ekki vafi á því að Costco hafi tekið til sín stóran hluta af markaðinum. Aukin samkeppni og sterkari króna, sem hefur þrýst verði á dagvöru niður, hafi einnig haft áhrif á rekstur verslananna. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá varð meiri samdráttur í sölu í verslunum Haga í júní en fjárfestar bjuggust við. Dróst salan saman um 8,5 prósent í krónum talið í mánuðinum að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi. „Við höfum fundið fyrir áhrifunum af komu Costco, eins og allir aðrir, en ekki í eins miklum mæli og stóru verslanakeðjurnar,“ segir Eiríkur Sigurðsson, eigandi matvöruverslunarinnar Víðis. Costco sé risastórt félag og mikil viðbót við íslenska smásölumarkaðinn og því sé ekki skrýtið að önnur félög á markaðinum finni fyrir áhrifunum. Eiríkur segir að sala í Víði hafi dregist örlítið saman í júnímánuði en samdrátturinn sé þó ekki neitt í líkingu við samdráttinn hjá stóru verslanakeðjunum. „Þetta er bara eins og allt annað: Þú verður að standa þig í samkeppninni og gera eins vel og þú getur,“ segir hann. „Við áttum ágætis júnímánuð og hann var í samræmi við áætlanir okkar,“ segir Jón Björnsson, forstjóri Festar, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar, Elko og Kjarvals. Jón Gerald Sullenberger, eigandi matvöruverslunarinnar Kosts, segir ljóst að allar verslanir hafi fundið fyrir áhrifunum af komu Costco. Kostur sé þar engin undantekning. „Það er ekki við öðru að búast þegar markaðurinn hér á landi er ekki stærri en þetta,“ segir hann. Jón Gerald segir að Kostur hafi skapað sér sérstöðu á markaðinum með því að leggja mikla áherslu á amerískar vörur. „Við höldum okkar sérstöðu og vonum að með því að sinna viðskiptavininum haldi hann áfram að koma til okkar.“ Verslunin hafi gripið til ýmissa aðgerða til þess að bregðast við breyttu samkeppnisumhverfi. „Við höfum til dæmis dregið úr starfsmannahaldi og minnkað launakostnað, sem er mjög dýr. Við höfum einnig farið að bjóða upp á minni pakkningar og aukið vöruúrval, því það er mjög takmarkað hjá Costco, sér í lagi í matvörunni. Við leggjum líka mikla áherslu á amerískar vörur og teljum okkur auk þess vera leiðandi í því að bjóða upp á ferskasta grænmetið og ferskustu ávextina,“ segir Jón Gerald og tekur dæmi: „Það hefur mikið verið talað um jarðarberin í Costco. Við höfum selt þessi nákvæmlegu sömu ber í fimm eða næstum sex ár. Þannig að það er í sjálfu sér engin nýjung.“
Costco Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Markaðsvirði Haga minnkaði um 2 milljarða Gengi hlutabréfa í Högum lækkaði um 4,26 prósent í 672 milljón króna viðskiptum í Kauphöll Íslands í dag. 6. júlí 2017 16:24 Tekjur Haga minnkuðu um 8,5 prósent fyrsta mánuðinn eftir opnun Costco Sala í verslunum smásölurisans Haga dróst saman um 8,5 prósent í júnímánuði í krónum talið miðað við sama tímabil í fyrra að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi. Þá minnkaði framlegð samstæðunnar um 0,4 prósentustig á milli ára. 5. júlí 2017 19:18 Meiri samdráttur en búist var við Meiri samdráttur varð í sölu í verslunum smásölurisans Haga í júnímánuði en fjárfestar bjuggust við. Afkomuviðvörunin, sem félagið sendi frá sér á fimmtudagskvöld, kom þeim í opna skjöldu, en til marks um það lækkuðu hlutabréf félagsins um 4,26 prósent í 672 milljóna króna viðskiptum í gær. 7. júlí 2017 09:30 Mest lesið Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira
Markaðsvirði Haga minnkaði um 2 milljarða Gengi hlutabréfa í Högum lækkaði um 4,26 prósent í 672 milljón króna viðskiptum í Kauphöll Íslands í dag. 6. júlí 2017 16:24
Tekjur Haga minnkuðu um 8,5 prósent fyrsta mánuðinn eftir opnun Costco Sala í verslunum smásölurisans Haga dróst saman um 8,5 prósent í júnímánuði í krónum talið miðað við sama tímabil í fyrra að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi. Þá minnkaði framlegð samstæðunnar um 0,4 prósentustig á milli ára. 5. júlí 2017 19:18
Meiri samdráttur en búist var við Meiri samdráttur varð í sölu í verslunum smásölurisans Haga í júnímánuði en fjárfestar bjuggust við. Afkomuviðvörunin, sem félagið sendi frá sér á fimmtudagskvöld, kom þeim í opna skjöldu, en til marks um það lækkuðu hlutabréf félagsins um 4,26 prósent í 672 milljóna króna viðskiptum í gær. 7. júlí 2017 09:30