Kandídat Trump í stól forstjóra FBI telur ekki að Rússarannsóknin sé nornaveiðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2017 23:50 Christopher Wray kom fyrir öldungadeildarþingmenn Bandaríkjaþings í dag. vísir/getty Christopher Wray, sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilnefnt til að verða næsta forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, telur ekki að rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum sé nornaveiðar. Trump sjálfur hefur aftur á móti sagt að um nornaveiðar sé að ræða en grunur leikur á að Donald Trump yngri, sonur forsetans, hafi mögulega gerst sekur um glæpsamlegt athæfi og jafnvel landráð þegar hann fundaði með rússneska lögfræðingnum Nataliu Veselnitskaya í júní í fyrra. Trump yngri birti í gær tölvupóstsamskipti sín í tengslum við fundinn en með þeim gögnum staðfesti hann að hann vissi að í boði voru gögn frá rússneskum stjórnvöldum sem tekið var fram í töluskeyti að myndu gagnast föður hans í kosningabaráttunni og skaða Hillary Clinton forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins.Myndi hætta tafarlaust ef forsetinn bæði hann um að gera eitthvað ólöglegt Mitt í þessum stormi öllum er svo verið að skipa nýjan forstjóra FBI en hann var í yfirheyrslu hjá þingmönnum öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag vegna skipunarinnar. Eins og margir eflaust muna eftir rak Donald Trump James Comey úr embætti forstjóra FBI í maí síðastliðnum vegna rannsóknarinnar á meintum afskiptum Rússa af kosningunum. Í kjölfarið var skipaður sérstakur saksóknari, Robert Mueller, sem fer nú fyrir rannsókninni. „Ég tel ekki að Mueller sé á nornaveiðum,“ sagði Wray við öldungadeildarþingmennina í dag. Þá sagði hann jafnframt að hann myndi tafarlaust hætt ef forsetinn myndi biðja hann um að gera eitthað ólöglegt. „Hver sá sem heldur að ég verði í einhverjum slagsmálum sem forstjóri FBI þekkir mig ekki vel. Ég mun aldrei láta vinnuna innan FBI byggja á neinu öðru en staðreyndum, lögunum og hlutlausri leit að réttlæti. Punktur,“ sagði Wray jafnframt í dag. Hann var meðal annars spurður út í tölvupósta Trump yngri. Wray kvaðst ekki kannast við tölvupóstana en textinn úr þeim var þá lesinn upp fyrir hann. Var hann spurður að því hvort að sonur forsetans hefði átt að fara á umræddan fund. Svaraði Wray því til að viðkomandi hefði átt að ráðfæra sig við lögfróða menn áður. „Hvers kyns hótun eða tilraun til þess að hafa áhrif á kosningarnar okkar, hvort sem það er frá þjóðríki eða ekki, er eitthvað sem FBI myndi vilja vita um,“ sagði Wray. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Leitin að yfirmanni FBI: Ætlar að fylgja lögunum, ekki pólitík Christopher Wray, sem hefur verið tilnefndur af Donald Trump til að verða nýr yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, segir að pólitík muni ekki hafa áhrif á stofnunina undir sinni stjórn. 12. júlí 2017 15:11 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Christopher Wray, sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilnefnt til að verða næsta forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, telur ekki að rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum sé nornaveiðar. Trump sjálfur hefur aftur á móti sagt að um nornaveiðar sé að ræða en grunur leikur á að Donald Trump yngri, sonur forsetans, hafi mögulega gerst sekur um glæpsamlegt athæfi og jafnvel landráð þegar hann fundaði með rússneska lögfræðingnum Nataliu Veselnitskaya í júní í fyrra. Trump yngri birti í gær tölvupóstsamskipti sín í tengslum við fundinn en með þeim gögnum staðfesti hann að hann vissi að í boði voru gögn frá rússneskum stjórnvöldum sem tekið var fram í töluskeyti að myndu gagnast föður hans í kosningabaráttunni og skaða Hillary Clinton forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins.Myndi hætta tafarlaust ef forsetinn bæði hann um að gera eitthvað ólöglegt Mitt í þessum stormi öllum er svo verið að skipa nýjan forstjóra FBI en hann var í yfirheyrslu hjá þingmönnum öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag vegna skipunarinnar. Eins og margir eflaust muna eftir rak Donald Trump James Comey úr embætti forstjóra FBI í maí síðastliðnum vegna rannsóknarinnar á meintum afskiptum Rússa af kosningunum. Í kjölfarið var skipaður sérstakur saksóknari, Robert Mueller, sem fer nú fyrir rannsókninni. „Ég tel ekki að Mueller sé á nornaveiðum,“ sagði Wray við öldungadeildarþingmennina í dag. Þá sagði hann jafnframt að hann myndi tafarlaust hætt ef forsetinn myndi biðja hann um að gera eitthað ólöglegt. „Hver sá sem heldur að ég verði í einhverjum slagsmálum sem forstjóri FBI þekkir mig ekki vel. Ég mun aldrei láta vinnuna innan FBI byggja á neinu öðru en staðreyndum, lögunum og hlutlausri leit að réttlæti. Punktur,“ sagði Wray jafnframt í dag. Hann var meðal annars spurður út í tölvupósta Trump yngri. Wray kvaðst ekki kannast við tölvupóstana en textinn úr þeim var þá lesinn upp fyrir hann. Var hann spurður að því hvort að sonur forsetans hefði átt að fara á umræddan fund. Svaraði Wray því til að viðkomandi hefði átt að ráðfæra sig við lögfróða menn áður. „Hvers kyns hótun eða tilraun til þess að hafa áhrif á kosningarnar okkar, hvort sem það er frá þjóðríki eða ekki, er eitthvað sem FBI myndi vilja vita um,“ sagði Wray.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Leitin að yfirmanni FBI: Ætlar að fylgja lögunum, ekki pólitík Christopher Wray, sem hefur verið tilnefndur af Donald Trump til að verða nýr yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, segir að pólitík muni ekki hafa áhrif á stofnunina undir sinni stjórn. 12. júlí 2017 15:11 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Leitin að yfirmanni FBI: Ætlar að fylgja lögunum, ekki pólitík Christopher Wray, sem hefur verið tilnefndur af Donald Trump til að verða nýr yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, segir að pólitík muni ekki hafa áhrif á stofnunina undir sinni stjórn. 12. júlí 2017 15:11
Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00
Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45