Umdeildar upptökur af Díönu sýndar í Bretlandi Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2017 20:04 Díana prinsessa. Vísir/AFP Mjög svo umdeildar upptökur af Díönu, prinsessu Wales, frá árunum 1992 og 1993 verða birtar í Bretlandi á næstunni. Þar ræðir Díana meðal annars hjónaband sitt við Karl Bretaprins á opinskáan hátt og segir meðal annars að brúðkaupsdaginn þeirra hafi verið sá versti í lífi hennar. Upptökurnar voru teknar af Peter Settelen, raddþjálfa prinsessunnar, þegar hann var að þjálfa hana í framgöngu og ræðuhöldum. Fjölskylda Díönu hélt því lengi fram að upptökurnar væru þeirra eign, en eftir nokkurra ára málaferli fékk Settelen þær aftur í sína vörslu árið 2004. Hluti þeirra var birtur af NBC í Bandaríkjunum árið 2004 og þótti það mjög umdeild og vakti birtingin mikla reiði samkvæmt frétt Telegraph. Þær hafa aldrei verið sýndar í Bretlandi.Hins vegar keypti Channel 4 réttinn af upptökunum og segja forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar að ákvörðun sona Díönu að ræða móður sína opinberlega setji fordæmi fyrir sýningu upptakanna. Hluti þeirra hefur aldrei verið sýndur áður. BBC keypti þó nokkrar mínútur árið 2007 og talið var að það hefði kostað 30 þúsund pund. Nota átti efnið fyrir heimildarmynd til að marka að tíu ár voru liðin frá því að Díana dó. BBC hætti hins vegar við að sýna heimildarmyndina þar sem það þótti ekki við hæfi. Framleiðandi myndar BBC hefur einnig verið fenginn til að gera nýju myndina fyrir Channel 4 og mun hún bera sama nafn og mynd BBC: Diana: In Her Own Words.Hittust einungis þrettán sinnum fyrir brúðkaupið Samkvæmt Telegraph segir Díana frá því að hún og Karl hafi einungis hist þrettán sinnum áður en þau giftu sig. Þá ræddi hún kynlíf þerra hjóna og sagði þau hefðu stundað það á um þriggja vikna fresti. Þá ræðir hún einnig skilnað þeirra hjóna og segir að ef hún fengi að ráða myndi Karl „fara á brott með konunni sinni og aldrei koma aftur“. Þar á hún líklega við Camillu Parker Bowles, sem er nú eiginkona Karls. Díana og Karl skyldu árið 1996 eftir margra ára deilur. Í upptökunum sem sýndar voru árið 2004 í Bandaríkjunum sagði Díana frá því þegar hún komst að framhjáhaldi Karls árið 1986. Hún sagðist hafa farið grátandi til drottningarinnar og spurt hvað væri til ráða. Díana segir Elísabetu drottningu hafa svarað: „Ég veit það ekki. Karl er vonlaus.“Heimildarmyndin Diana: In Her Own Words verður sýnd á Stöð 2 fimmtudaginn 31. ágúst Gömlu heimildarmynd NBC frá 2004 má sjá hér að neðan. Kóngafólk Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Mjög svo umdeildar upptökur af Díönu, prinsessu Wales, frá árunum 1992 og 1993 verða birtar í Bretlandi á næstunni. Þar ræðir Díana meðal annars hjónaband sitt við Karl Bretaprins á opinskáan hátt og segir meðal annars að brúðkaupsdaginn þeirra hafi verið sá versti í lífi hennar. Upptökurnar voru teknar af Peter Settelen, raddþjálfa prinsessunnar, þegar hann var að þjálfa hana í framgöngu og ræðuhöldum. Fjölskylda Díönu hélt því lengi fram að upptökurnar væru þeirra eign, en eftir nokkurra ára málaferli fékk Settelen þær aftur í sína vörslu árið 2004. Hluti þeirra var birtur af NBC í Bandaríkjunum árið 2004 og þótti það mjög umdeild og vakti birtingin mikla reiði samkvæmt frétt Telegraph. Þær hafa aldrei verið sýndar í Bretlandi.Hins vegar keypti Channel 4 réttinn af upptökunum og segja forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar að ákvörðun sona Díönu að ræða móður sína opinberlega setji fordæmi fyrir sýningu upptakanna. Hluti þeirra hefur aldrei verið sýndur áður. BBC keypti þó nokkrar mínútur árið 2007 og talið var að það hefði kostað 30 þúsund pund. Nota átti efnið fyrir heimildarmynd til að marka að tíu ár voru liðin frá því að Díana dó. BBC hætti hins vegar við að sýna heimildarmyndina þar sem það þótti ekki við hæfi. Framleiðandi myndar BBC hefur einnig verið fenginn til að gera nýju myndina fyrir Channel 4 og mun hún bera sama nafn og mynd BBC: Diana: In Her Own Words.Hittust einungis þrettán sinnum fyrir brúðkaupið Samkvæmt Telegraph segir Díana frá því að hún og Karl hafi einungis hist þrettán sinnum áður en þau giftu sig. Þá ræddi hún kynlíf þerra hjóna og sagði þau hefðu stundað það á um þriggja vikna fresti. Þá ræðir hún einnig skilnað þeirra hjóna og segir að ef hún fengi að ráða myndi Karl „fara á brott með konunni sinni og aldrei koma aftur“. Þar á hún líklega við Camillu Parker Bowles, sem er nú eiginkona Karls. Díana og Karl skyldu árið 1996 eftir margra ára deilur. Í upptökunum sem sýndar voru árið 2004 í Bandaríkjunum sagði Díana frá því þegar hún komst að framhjáhaldi Karls árið 1986. Hún sagðist hafa farið grátandi til drottningarinnar og spurt hvað væri til ráða. Díana segir Elísabetu drottningu hafa svarað: „Ég veit það ekki. Karl er vonlaus.“Heimildarmyndin Diana: In Her Own Words verður sýnd á Stöð 2 fimmtudaginn 31. ágúst Gömlu heimildarmynd NBC frá 2004 má sjá hér að neðan.
Kóngafólk Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira