Loftslagsskýrslu lekið af ótta við að hún verði þögguð niður Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2017 08:47 Lengi hefur verið vitað að losun manna á gróðurhúsalofttegundum veldur breytingum á loftslagi jarðar. Vísir/EPA Vísindamenn í Bandaríkjunum óttast að ríkisstjórn Donalds Trump muni sitja á skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga sem þrettán alríkisstofnanir hafa samið. New York Times hefur birt drög að vísindahluta skýrslunnar. Fátt nýtt kemur fram í vísindahluta loftslagsskýrslunnar sem Bandaríkjaþing lætur vinna á fjögurra ára fresti. Þar kemur meðal annars fram að meðalhiti í Bandaríkjunum hafi risið hratt og verulega frá 9. áratug síðustu aldar og síðustu áratugir þar hafi verið þeir hlýjustu í 1.500 ár. Skýrslan er hins vegar viðkvæmt mál fyrir bandaríska vísndamenn í ljósi þess að Trump og margir úr ríkisstjórn hans þræta fyrir raunveruleika loftslagsbreytinga á jörðinni af völdum manna. Óttast þeir því að skýrslan muni aldrei líta dagsins ljós.Vinda ofan af loftslagsaðgerðumÞannig hyggst Trump draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu, alþjóðlegu samstarfi um að reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að forðast verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Undir stjórn Scott Pruitt, fyrrverandi dómsmálaráðherra Oklahoma, hefur Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) búið sig undir að afnema reglur sem var ætlað að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda og vinnslu jarðefnaeldsneytis. Forstjórinn hefur sjálfur sagt að hann telji koltvísýring ekki aðalorsök hnattrænnar hlýnunar. Í gær sagði The Guardian frá því að starfsfólki landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna sé nú sagt að forðast að nota hugtök eins og „loftslagsbreytingar“ og „samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda“ í störfum sínum. New York Times hefur eftir vísindamanni sem ekki vildi koma fram undir nafni að hann og félagar hans óttist að ríkisstjórn Trump muni koma í veg fyrir birtingu skýrslunnar.Donald Trump og Scott Pruitt (t.h.) hafa talað mikið um störf og meinta skaðsemi reglugerða en minna um umhverfið.Vísir/EPAVísbendingar um loftslagsbreytingar út um alltInnihald skýrslunnar gengur enda þvert á það sem Trump og meðlimir úr ríkisstjórn hans hafa talað um. Þeir hafa sagt að óvíst sé hvort að menn beri ábyrgð á loftslagsbreytingum og að vísindamenn hafi takmarkaða getu til að spá fyrir um áhrif þeirra. „Vísbendingar um að loftslag sé að breytast eru út um allt, frá toppi lofthjúpsins niður í hyldýpi hafsins,“ segir í skýrsludrögunum sem New York Times komst yfir. Vitna skýrsluhöfundar til þúsunda rannsókna eftir tugi þúsunda vísindamanna sem sýna fram á losun manna á gróðurhúsalofttegundum sé það sem veldur loftslagsbreytingum.Bíða samþykkis stofnananna sem koma að skýrslunniVísindaakademía Bandaríkjanna hefur þegar samþykkt innihald skýrslunnar fyrir sitt leyti. Höfundarnir bíða nú leyfis frá ríkisstjórninni til að fá að birta hana opinberlega. Áður þurfa alríkisstofnanirnar þrettán hins vegar líka að samþykkja drögin fyrir 18. ágúst, þar á meðal EPA. New York Times hefur eftir Katherine Hayhoe, loftslagsfræðingi og prófessor í stjórnmálafræði við Texas-tækniháskólann sem vann að skýrslunni, að hún sé ein yfirgripsmesta loftslagsvísindaskýrsla sem gefin hefur verið út. Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA sem heldur meðal annars utan um hitastigsmælingar, sagði á Twitter eftir að frétt blaðsins birtist að það kæmi lítið á óvart að drögunum hafi verið lekið enda hafi íhaldssamar hugveitur eins og Cato-stofnunin beint spjótum sínum að skýrslunni. Innihald skýrslunnar komi þó engum á óvart sem vinni að loftslagsmálum, aðeins hugsanlega þeim sem hafi talið að loftslagsbreytingar séu aðeins framtíðarvandamál.Uppfært 10.8.2017 New York Times birti leiðréttingu við frétt sína um skýrsluna miðvikudaginn 9. ágúst. Ástæðan er sú að fyrri drög að skýrslunni voru opinber tímabundið þegar hún var í umsagnarferli en afrit af henni var vistað á vefsíðunni Internet Archive og hefur verið aðgengilegt þar frá því í janúar. Upphaflega mátti skilja frétt New York Times þannig að skýrsludrögin væru að birtast í fyrsta sinn opinberlega.Skrifstofustjóri New York Times í Washington segir við Washington Post að blaðið hafi ekki vitað af síðunni og að vísindamennirnir sem það ræddi við í greininni hafi heldur ekki verið kunnugt um að skýrsludrögin væru aðgengileg þar. Frétt Vísis um umfjöllun New York Times er óbreytt utan þessarar uppfærslu. Þegar fréttin var skrifuð var umræða um aðgengileika skýrslunnar hafin á samfélagsmiðlum og því fullyrti Vísir ekki að þetta væri í fyrsta skipti sem hún birtist opinberlega. Vísun í „leka“ í fyrirsögn stendur enn á þeim forsendum að þeir sem komu skýrslunni til New York Times töldu sig vera að koma efni sem ekki var opinbert í hendur blaðsins.There's nothing in it surprising to anyone working in the field tho possibly shocking to those that think clm chg is just a future problem.— Gavin Schmidt (@ClimateOfGavin) August 8, 2017 Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkin draga sig út úr Parísarsamkomulaginu Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur afhent Sameinuðu þjóðunum skriflega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin vilji draga sig úr Parísarsamkomulaginu. 4. ágúst 2017 21:30 Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36 Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Dómstóll bannar ríkisstjórn Trump að frysta loftmengunarreglur Umhverfisstofnun Bandaríkjanna mátti ekki fresta gildistöku viðmiða um loftmengun sem voru ákveðin í tíð Baracks Obama. Úrskurður áfrýjunardómstóls þessa efni gæti torveldað ríkisstjórn Donalds Trump að afnema reglur og viðmið sem stofnanir komu á áður hún tók við völdum. 3. júlí 2017 23:22 Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00 Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Vísindamenn í Bandaríkjunum óttast að ríkisstjórn Donalds Trump muni sitja á skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga sem þrettán alríkisstofnanir hafa samið. New York Times hefur birt drög að vísindahluta skýrslunnar. Fátt nýtt kemur fram í vísindahluta loftslagsskýrslunnar sem Bandaríkjaþing lætur vinna á fjögurra ára fresti. Þar kemur meðal annars fram að meðalhiti í Bandaríkjunum hafi risið hratt og verulega frá 9. áratug síðustu aldar og síðustu áratugir þar hafi verið þeir hlýjustu í 1.500 ár. Skýrslan er hins vegar viðkvæmt mál fyrir bandaríska vísndamenn í ljósi þess að Trump og margir úr ríkisstjórn hans þræta fyrir raunveruleika loftslagsbreytinga á jörðinni af völdum manna. Óttast þeir því að skýrslan muni aldrei líta dagsins ljós.Vinda ofan af loftslagsaðgerðumÞannig hyggst Trump draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu, alþjóðlegu samstarfi um að reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að forðast verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Undir stjórn Scott Pruitt, fyrrverandi dómsmálaráðherra Oklahoma, hefur Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) búið sig undir að afnema reglur sem var ætlað að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda og vinnslu jarðefnaeldsneytis. Forstjórinn hefur sjálfur sagt að hann telji koltvísýring ekki aðalorsök hnattrænnar hlýnunar. Í gær sagði The Guardian frá því að starfsfólki landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna sé nú sagt að forðast að nota hugtök eins og „loftslagsbreytingar“ og „samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda“ í störfum sínum. New York Times hefur eftir vísindamanni sem ekki vildi koma fram undir nafni að hann og félagar hans óttist að ríkisstjórn Trump muni koma í veg fyrir birtingu skýrslunnar.Donald Trump og Scott Pruitt (t.h.) hafa talað mikið um störf og meinta skaðsemi reglugerða en minna um umhverfið.Vísir/EPAVísbendingar um loftslagsbreytingar út um alltInnihald skýrslunnar gengur enda þvert á það sem Trump og meðlimir úr ríkisstjórn hans hafa talað um. Þeir hafa sagt að óvíst sé hvort að menn beri ábyrgð á loftslagsbreytingum og að vísindamenn hafi takmarkaða getu til að spá fyrir um áhrif þeirra. „Vísbendingar um að loftslag sé að breytast eru út um allt, frá toppi lofthjúpsins niður í hyldýpi hafsins,“ segir í skýrsludrögunum sem New York Times komst yfir. Vitna skýrsluhöfundar til þúsunda rannsókna eftir tugi þúsunda vísindamanna sem sýna fram á losun manna á gróðurhúsalofttegundum sé það sem veldur loftslagsbreytingum.Bíða samþykkis stofnananna sem koma að skýrslunniVísindaakademía Bandaríkjanna hefur þegar samþykkt innihald skýrslunnar fyrir sitt leyti. Höfundarnir bíða nú leyfis frá ríkisstjórninni til að fá að birta hana opinberlega. Áður þurfa alríkisstofnanirnar þrettán hins vegar líka að samþykkja drögin fyrir 18. ágúst, þar á meðal EPA. New York Times hefur eftir Katherine Hayhoe, loftslagsfræðingi og prófessor í stjórnmálafræði við Texas-tækniháskólann sem vann að skýrslunni, að hún sé ein yfirgripsmesta loftslagsvísindaskýrsla sem gefin hefur verið út. Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA sem heldur meðal annars utan um hitastigsmælingar, sagði á Twitter eftir að frétt blaðsins birtist að það kæmi lítið á óvart að drögunum hafi verið lekið enda hafi íhaldssamar hugveitur eins og Cato-stofnunin beint spjótum sínum að skýrslunni. Innihald skýrslunnar komi þó engum á óvart sem vinni að loftslagsmálum, aðeins hugsanlega þeim sem hafi talið að loftslagsbreytingar séu aðeins framtíðarvandamál.Uppfært 10.8.2017 New York Times birti leiðréttingu við frétt sína um skýrsluna miðvikudaginn 9. ágúst. Ástæðan er sú að fyrri drög að skýrslunni voru opinber tímabundið þegar hún var í umsagnarferli en afrit af henni var vistað á vefsíðunni Internet Archive og hefur verið aðgengilegt þar frá því í janúar. Upphaflega mátti skilja frétt New York Times þannig að skýrsludrögin væru að birtast í fyrsta sinn opinberlega.Skrifstofustjóri New York Times í Washington segir við Washington Post að blaðið hafi ekki vitað af síðunni og að vísindamennirnir sem það ræddi við í greininni hafi heldur ekki verið kunnugt um að skýrsludrögin væru aðgengileg þar. Frétt Vísis um umfjöllun New York Times er óbreytt utan þessarar uppfærslu. Þegar fréttin var skrifuð var umræða um aðgengileika skýrslunnar hafin á samfélagsmiðlum og því fullyrti Vísir ekki að þetta væri í fyrsta skipti sem hún birtist opinberlega. Vísun í „leka“ í fyrirsögn stendur enn á þeim forsendum að þeir sem komu skýrslunni til New York Times töldu sig vera að koma efni sem ekki var opinbert í hendur blaðsins.There's nothing in it surprising to anyone working in the field tho possibly shocking to those that think clm chg is just a future problem.— Gavin Schmidt (@ClimateOfGavin) August 8, 2017
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkin draga sig út úr Parísarsamkomulaginu Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur afhent Sameinuðu þjóðunum skriflega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin vilji draga sig úr Parísarsamkomulaginu. 4. ágúst 2017 21:30 Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36 Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Dómstóll bannar ríkisstjórn Trump að frysta loftmengunarreglur Umhverfisstofnun Bandaríkjanna mátti ekki fresta gildistöku viðmiða um loftmengun sem voru ákveðin í tíð Baracks Obama. Úrskurður áfrýjunardómstóls þessa efni gæti torveldað ríkisstjórn Donalds Trump að afnema reglur og viðmið sem stofnanir komu á áður hún tók við völdum. 3. júlí 2017 23:22 Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00 Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Bandaríkin draga sig út úr Parísarsamkomulaginu Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur afhent Sameinuðu þjóðunum skriflega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin vilji draga sig úr Parísarsamkomulaginu. 4. ágúst 2017 21:30
Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36
Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01
Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56
Dómstóll bannar ríkisstjórn Trump að frysta loftmengunarreglur Umhverfisstofnun Bandaríkjanna mátti ekki fresta gildistöku viðmiða um loftmengun sem voru ákveðin í tíð Baracks Obama. Úrskurður áfrýjunardómstóls þessa efni gæti torveldað ríkisstjórn Donalds Trump að afnema reglur og viðmið sem stofnanir komu á áður hún tók við völdum. 3. júlí 2017 23:22
Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00
Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11