Birgitta Líf framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland: „Enginn þátttakandi hefur verið vigtaður á okkar vegum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. ágúst 2017 15:00 Birgitta Líf Björnsdóttir framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland segir keppendahópinn fjölbreyttan í ár Fegurðarsamkeppnir eru umdeildar víða en Birgitta Líf Björnsdóttir einn af framkvæmdastjórum keppninnar Ungfrú Ísland segir að fegurðarsamkeppnin sé mjög breytt frá því á árum áður. Mikil áhersla er lögð á góðgerðarmál, sjálfstraust keppenda og andlega líðan þeirra.Birgitta Líf Björnsdóttir ásamt Fanney Ingvarsdóttir og Helga Ómarssyni á keppninni á síðasta áriBirgitta LífÁrið 2013 var fegurðarsamkeppnin harðlega gagnrýnd fyrir samning sem þáverandi eigendur áttu að hafa látið keppendur skrifa undir. Slíkur samningur hafði þá verið í dreifingu á samfélagsmiðlum en þar voru meðal annars reglur varðandi takmörkun á þyngdaraukningu og fleira. Árið 2014 var engin keppni haldin hér á landi en ári síðar sneri keppnin til baka með nýja eigendur undir nafninu Miss World Iceland.Sundfatasýningin „barn síns tíma“„Keppendur skrifa bara undir þátttökusamning en í honum er ekkert útlitstengt,” segir Birgitta Líf við Vísi um núverandi fyrirkomulag keppninnar. „Okkar fókus hefur verið að fylgja formi Miss World og tókum við út fyrsta, annað og þriðja sætið og nú eru fimm mismunandi titlar í boði sem allir eru sömuleiðis í Miss World. Titlarnir eru Ungfrú Ísland, Íþróttastúlkan, Hæfileikastúlkan, Vinsælasta stúlkan og Fyrirsætustúlkan. Einnig bættum við góðgerðarstörfum inn í ferlið og höfum tekið út bikiníatriðið, þar sem engin sundfatasýning er í Miss World og fannst okkur sá þáttur orðinn barn síns tíma. Í staðinn verður íþróttafatasýning frá Nike.“ Stúlkurnar koma einnig fram í hönnun Ýr Þrastardóttur, Another Creation. Birgitta segir að stelpurnar hafi tekið þátt í mörgum skemmtilegum viðburðum í undibúningsferlinu. Þær sem fá titil á lokakvöldinu fara ekki tómhentar heim. „Allar 24 stelpurnar fá sex mánaða kort í Laugar Spa. Þær fimm sem fá titla fá árskort í Laugar Spa, alla FACE BODY HOME vörulínuna sem er að verðmæti 70 þúsund króna og sú sem fær titilinn Ungfrú Ísland fær einnig rúm frá Svefn & Heilsu.”Góður stuðningur við keppendur Birgitta Líf segir að í dag snúist keppnin Ungfrú Ísland um að velja verðugan fulltrúa til þess að keppa fyrir Íslands hönd í keppninni Miss World sem fer fram síðar á þessu ári í Kína. Íslensk stúlka hefur þrisvar náð sér í þann titil frá því fyrsta Ungfrú Ísland var krýnd árið 1950 en þær Hólmfríður Karlsdóttir, Linda Pétursdóttir og Unnur Birna Vilhjálmsdóttir voru allar krýndar Ungfrú Heimur þegar þær tóku þátt.Birgitta LífSkipuleggjendur keppninnar segja að andleg líðan keppanda skipti miklu máli og unnið sé í því að styrkja sjálfstraust keppenda. „Stelpurnar byrjuðu undirbúningsferlið á að fara á Dale Carnegie námskeið en svo hefur hópur þátttakenda úr Ungfrú Ísland keppninni frá 2015 og 2016, ásamt stjórnendum Ungfrú Ísland, haldið vel utan um þær og veitt þeim góðan stuðning. Þær eru einnig duglegar að hvetja hvor aðrar áfram og vera til staðar. Svo erum við duglegar að fara í allskonar æfingar og leiki sem byggja upp gott sjálfstraust. Að taka þátt í svona ferli, koma fram á sviði á lokakvöldinu og að leyfa alþjóð að kynnast sér styrkir sjálfstraustið helling,“ segir Birgitta. Henni finnst mestu máli skipta að keppendum líði vel með sjálfa sig, stígi stoltar og sáttar á svið og hafi gaman af því að taka þátt í „showinu.“Þátttakendur ekki vigtaðirUngfrú Ísland keppnin verður haldin þann 26.ágúst næstkomandi í Hörpunni og munu þá 24 stúlkur keppa um titilinn. Birgitta Líf segir í samtali við Vísi að keppendahópurinn sé mjög fjölbreyttur en það hafi tekist mjög vel að hrista þær saman. Meðal þátttakenda í ár er Stefanía Tara Þrastardóttir en hún hefur opinskátt tjáð sig um ferlið í sumar á samfélagsmiðlum og í viðtölum. Segir hún að þyngdin sín sé þriggja stafa tala og ætlar hún sér að vera fyrirmynd í þessari keppni. Aðspurð um þetta sagðist Birgitta ekki vita hvort þetta væri í fyrsta skipti í sögu keppninnar sem hópurinn sé svona fjölbreyttur. „Ég get ekki svarað þessu þar sem enginn þátttakandi hefur verið vigtaður á okkar vegum. Hópurinn samanstendur af 24 stúlkum á aldrinum 18 til 24 ára. Þær eru allar fjölbreyttar á sinn hátt eins og við erum öll. “Ólíkar keppnirAthygli vekur að það séu tvær fegurðarsamkeppnir hér á landi með stuttu millibili, Miss World Iceland fer fram í ágúst en Miss Universe Iceland mánuði síðar. Birgitta segir að keppnirnar séu samt ólíkar. „Ungfrú Ísland eða Miss World Iceland leggur uppúr því að velja fulltrúa fyrir Íslands hönd til að taka þátt í Miss World. Ferlið er því aðlagað að þeirri keppni en hún gengur að mestu út á góðgerðastörf. Miss Universe Iceland er síðan, líkt og Miss Universe, meiri fyrirsætukeppni.“ Allir keppendur taka þátt í góðgerðarstörfum að eigin vali í undirbúningi keppninnar. „Það er bæði vegna þess að Miss World keppnin leggur aðaláherslu á góðgerðarstörf og svo fannst okkur tilvalið að koma þessu inn í ferlið sem sjálfsagðan hlut hjá hópunum okkar með það í huga að þær sjái hvað margt smátt og samvinna getur gert mikið.“ Sú sem hlýtur titilinn Ungfrú Ísland byrjar á því að ákveða í hvaða góðgerðarverkefni Styrktarsjóður Ungfrú Ísland fer, sem stelpurnar hafa í sameiningu safnað fyrir í sumar. Svo byrjar hún að undirbúa ferð sína til Kína í Miss World í október.Keppendur Ungfrú Ísland 2017Birgitta LífÆtlaði sjálf í keppninaKeppendur taka meðal annars þátt í hópefli, námskeiðum, íþróttakeppni, hæfileikakeppni, myndatöku, förðunarnámskeiði og undirbúna sig fyrir tískusýningar. „Þær eignast nýjar vinkonur, fá alls kyns fræðslu, stækka tengslanetið sitt, uppgötva nýjar hliðar á sjálfum sér, fá aukið sjálfstraust og gefast ný tækifæri.“ Sjálf stefndi Birgitta á að taka þátt í þessari keppni á þessum tímapunkti en hætti við það eftir að foreldrar hennar, Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir eigendur World Class, keyptu keppnina. „Ég ólst svolítið upp viðloðandi þennan bransa og ætlaði alltaf að taka þátt. Ég vildi bíða þangað til ég yrði aðeins eldri en eftir að foreldrar mínir tóku við Ungfrú Ísland fannst mér ekki passa að taka þátt sjálf. Mér finnst hins vegar mjög gaman að vinna við keppnina og fylgjast með öllum þessum flottu stelpum blómstra og upplifa skemmtilega hluti með þeim.“Gagnrýndar á samfélagsmiðlumDómnefndina í ár skipa Hafdís Jónsdóttir og Björn Leifsson eigendur Ungfrú Ísland, Sigurlaug Dröfn eigandi Reykjavík Make Up School, Sigrún Bender flugmaður hjá Icelandair og Ungfrú Reykjavík 2004 og Viðar Logi ljósmyndari og starfsmaður Eskimo Models „Það eru fimm titlar í boði sem allir eru ólíkir en fyrir titilinn Ungfrú Ísland, sem fer út fyrir hönd Íslands í Miss World, er verið að leita að sjálfstæðri ungri konu sem er margt til lista lagt, er dugleg og hefur áhuga á að láta gott af sér leiða.“ Birgitta viðurkennir að keppendurnir hafi upplifað einhverja gagnrýni á samfélagsmiðlum. „Í upphafi ferlisins fengu þær fræðslu um fjölmiðla og samfélagsmiðla og hvernig sé best að tækla neikvæða gagnrýni. Þátttakendur frá 2015 og 2016 hafa síðan verið duglegar að miðla sinni reynslu og upplifun og erum við stjórnendurnir alltaf til staðar.“ Ungfrú Ísland verður sýnd í beinni útsendingu á Facebook síðu keppninnar. Ungfrú Ísland Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Fegurðarsamkeppnir eru umdeildar víða en Birgitta Líf Björnsdóttir einn af framkvæmdastjórum keppninnar Ungfrú Ísland segir að fegurðarsamkeppnin sé mjög breytt frá því á árum áður. Mikil áhersla er lögð á góðgerðarmál, sjálfstraust keppenda og andlega líðan þeirra.Birgitta Líf Björnsdóttir ásamt Fanney Ingvarsdóttir og Helga Ómarssyni á keppninni á síðasta áriBirgitta LífÁrið 2013 var fegurðarsamkeppnin harðlega gagnrýnd fyrir samning sem þáverandi eigendur áttu að hafa látið keppendur skrifa undir. Slíkur samningur hafði þá verið í dreifingu á samfélagsmiðlum en þar voru meðal annars reglur varðandi takmörkun á þyngdaraukningu og fleira. Árið 2014 var engin keppni haldin hér á landi en ári síðar sneri keppnin til baka með nýja eigendur undir nafninu Miss World Iceland.Sundfatasýningin „barn síns tíma“„Keppendur skrifa bara undir þátttökusamning en í honum er ekkert útlitstengt,” segir Birgitta Líf við Vísi um núverandi fyrirkomulag keppninnar. „Okkar fókus hefur verið að fylgja formi Miss World og tókum við út fyrsta, annað og þriðja sætið og nú eru fimm mismunandi titlar í boði sem allir eru sömuleiðis í Miss World. Titlarnir eru Ungfrú Ísland, Íþróttastúlkan, Hæfileikastúlkan, Vinsælasta stúlkan og Fyrirsætustúlkan. Einnig bættum við góðgerðarstörfum inn í ferlið og höfum tekið út bikiníatriðið, þar sem engin sundfatasýning er í Miss World og fannst okkur sá þáttur orðinn barn síns tíma. Í staðinn verður íþróttafatasýning frá Nike.“ Stúlkurnar koma einnig fram í hönnun Ýr Þrastardóttur, Another Creation. Birgitta segir að stelpurnar hafi tekið þátt í mörgum skemmtilegum viðburðum í undibúningsferlinu. Þær sem fá titil á lokakvöldinu fara ekki tómhentar heim. „Allar 24 stelpurnar fá sex mánaða kort í Laugar Spa. Þær fimm sem fá titla fá árskort í Laugar Spa, alla FACE BODY HOME vörulínuna sem er að verðmæti 70 þúsund króna og sú sem fær titilinn Ungfrú Ísland fær einnig rúm frá Svefn & Heilsu.”Góður stuðningur við keppendur Birgitta Líf segir að í dag snúist keppnin Ungfrú Ísland um að velja verðugan fulltrúa til þess að keppa fyrir Íslands hönd í keppninni Miss World sem fer fram síðar á þessu ári í Kína. Íslensk stúlka hefur þrisvar náð sér í þann titil frá því fyrsta Ungfrú Ísland var krýnd árið 1950 en þær Hólmfríður Karlsdóttir, Linda Pétursdóttir og Unnur Birna Vilhjálmsdóttir voru allar krýndar Ungfrú Heimur þegar þær tóku þátt.Birgitta LífSkipuleggjendur keppninnar segja að andleg líðan keppanda skipti miklu máli og unnið sé í því að styrkja sjálfstraust keppenda. „Stelpurnar byrjuðu undirbúningsferlið á að fara á Dale Carnegie námskeið en svo hefur hópur þátttakenda úr Ungfrú Ísland keppninni frá 2015 og 2016, ásamt stjórnendum Ungfrú Ísland, haldið vel utan um þær og veitt þeim góðan stuðning. Þær eru einnig duglegar að hvetja hvor aðrar áfram og vera til staðar. Svo erum við duglegar að fara í allskonar æfingar og leiki sem byggja upp gott sjálfstraust. Að taka þátt í svona ferli, koma fram á sviði á lokakvöldinu og að leyfa alþjóð að kynnast sér styrkir sjálfstraustið helling,“ segir Birgitta. Henni finnst mestu máli skipta að keppendum líði vel með sjálfa sig, stígi stoltar og sáttar á svið og hafi gaman af því að taka þátt í „showinu.“Þátttakendur ekki vigtaðirUngfrú Ísland keppnin verður haldin þann 26.ágúst næstkomandi í Hörpunni og munu þá 24 stúlkur keppa um titilinn. Birgitta Líf segir í samtali við Vísi að keppendahópurinn sé mjög fjölbreyttur en það hafi tekist mjög vel að hrista þær saman. Meðal þátttakenda í ár er Stefanía Tara Þrastardóttir en hún hefur opinskátt tjáð sig um ferlið í sumar á samfélagsmiðlum og í viðtölum. Segir hún að þyngdin sín sé þriggja stafa tala og ætlar hún sér að vera fyrirmynd í þessari keppni. Aðspurð um þetta sagðist Birgitta ekki vita hvort þetta væri í fyrsta skipti í sögu keppninnar sem hópurinn sé svona fjölbreyttur. „Ég get ekki svarað þessu þar sem enginn þátttakandi hefur verið vigtaður á okkar vegum. Hópurinn samanstendur af 24 stúlkum á aldrinum 18 til 24 ára. Þær eru allar fjölbreyttar á sinn hátt eins og við erum öll. “Ólíkar keppnirAthygli vekur að það séu tvær fegurðarsamkeppnir hér á landi með stuttu millibili, Miss World Iceland fer fram í ágúst en Miss Universe Iceland mánuði síðar. Birgitta segir að keppnirnar séu samt ólíkar. „Ungfrú Ísland eða Miss World Iceland leggur uppúr því að velja fulltrúa fyrir Íslands hönd til að taka þátt í Miss World. Ferlið er því aðlagað að þeirri keppni en hún gengur að mestu út á góðgerðastörf. Miss Universe Iceland er síðan, líkt og Miss Universe, meiri fyrirsætukeppni.“ Allir keppendur taka þátt í góðgerðarstörfum að eigin vali í undirbúningi keppninnar. „Það er bæði vegna þess að Miss World keppnin leggur aðaláherslu á góðgerðarstörf og svo fannst okkur tilvalið að koma þessu inn í ferlið sem sjálfsagðan hlut hjá hópunum okkar með það í huga að þær sjái hvað margt smátt og samvinna getur gert mikið.“ Sú sem hlýtur titilinn Ungfrú Ísland byrjar á því að ákveða í hvaða góðgerðarverkefni Styrktarsjóður Ungfrú Ísland fer, sem stelpurnar hafa í sameiningu safnað fyrir í sumar. Svo byrjar hún að undirbúa ferð sína til Kína í Miss World í október.Keppendur Ungfrú Ísland 2017Birgitta LífÆtlaði sjálf í keppninaKeppendur taka meðal annars þátt í hópefli, námskeiðum, íþróttakeppni, hæfileikakeppni, myndatöku, förðunarnámskeiði og undirbúna sig fyrir tískusýningar. „Þær eignast nýjar vinkonur, fá alls kyns fræðslu, stækka tengslanetið sitt, uppgötva nýjar hliðar á sjálfum sér, fá aukið sjálfstraust og gefast ný tækifæri.“ Sjálf stefndi Birgitta á að taka þátt í þessari keppni á þessum tímapunkti en hætti við það eftir að foreldrar hennar, Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir eigendur World Class, keyptu keppnina. „Ég ólst svolítið upp viðloðandi þennan bransa og ætlaði alltaf að taka þátt. Ég vildi bíða þangað til ég yrði aðeins eldri en eftir að foreldrar mínir tóku við Ungfrú Ísland fannst mér ekki passa að taka þátt sjálf. Mér finnst hins vegar mjög gaman að vinna við keppnina og fylgjast með öllum þessum flottu stelpum blómstra og upplifa skemmtilega hluti með þeim.“Gagnrýndar á samfélagsmiðlumDómnefndina í ár skipa Hafdís Jónsdóttir og Björn Leifsson eigendur Ungfrú Ísland, Sigurlaug Dröfn eigandi Reykjavík Make Up School, Sigrún Bender flugmaður hjá Icelandair og Ungfrú Reykjavík 2004 og Viðar Logi ljósmyndari og starfsmaður Eskimo Models „Það eru fimm titlar í boði sem allir eru ólíkir en fyrir titilinn Ungfrú Ísland, sem fer út fyrir hönd Íslands í Miss World, er verið að leita að sjálfstæðri ungri konu sem er margt til lista lagt, er dugleg og hefur áhuga á að láta gott af sér leiða.“ Birgitta viðurkennir að keppendurnir hafi upplifað einhverja gagnrýni á samfélagsmiðlum. „Í upphafi ferlisins fengu þær fræðslu um fjölmiðla og samfélagsmiðla og hvernig sé best að tækla neikvæða gagnrýni. Þátttakendur frá 2015 og 2016 hafa síðan verið duglegar að miðla sinni reynslu og upplifun og erum við stjórnendurnir alltaf til staðar.“ Ungfrú Ísland verður sýnd í beinni útsendingu á Facebook síðu keppninnar.
Ungfrú Ísland Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira