Saka Norðmenn um að leika tveimur skjöldum í loftslagsbaráttunni Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2017 11:16 Telji menn olíu- og gasútflutning Norðmanna með eru þeir einhverjir mestu losendur gróðurhúsalofttegunda á byggðu bóli. Vísir/AFP Olía og gas í Barentshafi sem norsk stjórnvöld hafa gefið út rannsóknarleyfi fyrir gæti bætt tólf milljörðum tonna kolefnis út í lofthjúp jarðar næstu fimmtíu árin. Samtök sem stór alþjóðleg náttúruverndarsamtök standa að baki segja þetta grafa undan markmiðum Parísarsamkomulagsins. Í skýrslu samtakanna Oil Change International sem stór náttúruverndasamtök eins og World Wildlife Fund og Grænfriðungar standa að baki er bent á misræmið á milli öflugra loftslagsaðgerða Norðmanna heima fyrir og stöðu Noregs sem stærsta útflytjanda jarðefnaeldsneytis í Evrópu. Norsk stjórnvöld hafa aldrei gefið út fleiri rannsóknarleyfi fyrir olíu- og gasleit í Barentshafi en á þessu ári. Alls hafa leyfi verið gefin út fyrir 93 svæði, að því er kemur fram í skýrslunni. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og helst innan við 1,5°C til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Menn losa nú rúma þrjátíu milljarða tonna koltvísýringsígilda árlega.Segja Norðmenn sjöundu stærstu losendur heimsLosun gróðurhúsalofttegunda sem gæti hlotist af olíunni og gasinu þar gæti verið helmingi meiri en sú sem kemur frá borpöllum sem Norðmenn eiga núna og eru með í smíðum, að því er segir í frétt The Guardian um skýrsluna. „Noregur getur ekki verið leiðtogi í loftslagsmálum á sama tíma og landið reiðir sig á nýja olíu- og gasframleiðslu,“ segir Hannah McKinnon frá Oil Change International. Norsk stjórnvöld hafna þeim málflutningi á þeim forsendum að hefð sé fyrir því að líta svo á að ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda liggi hjá þeim sem neyta jarðefnaeldsneytis frekar en hjá þeim sem vinna það. Höfundar skýrslunnar benda aftur á móti að Norðmenn flytja út tíu sinnum meira kolefni en þeir brenna sjálfir. Sé útflutningurinn tekinn með í reikninginn eru Norðmenn sjöundu stærstu losendur heims þrátt fyrir að vera tiltölulega fámenn þjóð. Loftslagsmál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Olía og gas í Barentshafi sem norsk stjórnvöld hafa gefið út rannsóknarleyfi fyrir gæti bætt tólf milljörðum tonna kolefnis út í lofthjúp jarðar næstu fimmtíu árin. Samtök sem stór alþjóðleg náttúruverndarsamtök standa að baki segja þetta grafa undan markmiðum Parísarsamkomulagsins. Í skýrslu samtakanna Oil Change International sem stór náttúruverndasamtök eins og World Wildlife Fund og Grænfriðungar standa að baki er bent á misræmið á milli öflugra loftslagsaðgerða Norðmanna heima fyrir og stöðu Noregs sem stærsta útflytjanda jarðefnaeldsneytis í Evrópu. Norsk stjórnvöld hafa aldrei gefið út fleiri rannsóknarleyfi fyrir olíu- og gasleit í Barentshafi en á þessu ári. Alls hafa leyfi verið gefin út fyrir 93 svæði, að því er kemur fram í skýrslunni. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og helst innan við 1,5°C til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Menn losa nú rúma þrjátíu milljarða tonna koltvísýringsígilda árlega.Segja Norðmenn sjöundu stærstu losendur heimsLosun gróðurhúsalofttegunda sem gæti hlotist af olíunni og gasinu þar gæti verið helmingi meiri en sú sem kemur frá borpöllum sem Norðmenn eiga núna og eru með í smíðum, að því er segir í frétt The Guardian um skýrsluna. „Noregur getur ekki verið leiðtogi í loftslagsmálum á sama tíma og landið reiðir sig á nýja olíu- og gasframleiðslu,“ segir Hannah McKinnon frá Oil Change International. Norsk stjórnvöld hafna þeim málflutningi á þeim forsendum að hefð sé fyrir því að líta svo á að ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda liggi hjá þeim sem neyta jarðefnaeldsneytis frekar en hjá þeim sem vinna það. Höfundar skýrslunnar benda aftur á móti að Norðmenn flytja út tíu sinnum meira kolefni en þeir brenna sjálfir. Sé útflutningurinn tekinn með í reikninginn eru Norðmenn sjöundu stærstu losendur heims þrátt fyrir að vera tiltölulega fámenn þjóð.
Loftslagsmál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira